Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2018 18:45 Fyrirsagnir nokkurra fjölmiðla í Bretlandi. Skjáskot Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eru fréttirnar allar í nokkrum æsifréttastíl og fyrirsagnirnar eftir því. Fréttirnar eru byggðar á frétt Sunday Times en eldfjallafræðingurinn Evgenia Ilyinskaya gagnrýnir þá grein harðlega, engin innistæða sé fyrir fullyrðingum um að gos í Kötlu sé yfirvofandi. „Íslenskt risaeldfjall við það að gjósa“ segir í fyrirsögn Daily Mail á frétt miðilsins sem birtist nú síðdegis. „Eldgos YFIRVOFANDI í eldfjallinu Kötlu sem hótar ringulreið um alla Evrópu“ segir fyrirsögn Sunday Express. Daily Mirror tekur í sama streng og Daily Mail og The Sun skrifar að Katla sé við það að gjósa í eldgosi sem muni skyggja mjög á eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Fáir blaðamenn virðast þó vera áhugasamari um Kötlu en blaðamenn Evening Standard. Á vefsíðu blaðsins má nálgast beina lýsingu og uppfærslu á fréttum vegna Kötlu.Sem áður segir eru fréttirnar allar byggðar áfrétt breska blaðsins Sunday Timesþar sem rætt er við sérfræðinga, meðal annars hjá Veðurstofu Íslands. Fyrirsögn blaðsins er á þá leið að Katla sé við það að fara að gjósa, þrátt fyrir að haft sé eftir sérfræðingi hjá Veðurstofunni að engin leið sé að vita hvenær Katla muni gjósa, bara að hún muni gera það á einhverjum tímapunkti.Frétt Sunday Times.Mynd/SkjáskotÍ fréttinni er meðal annars vitnað í nýlega grein Evgeniu sem starfar sem eldfjallafræðingur við Háskólann í Leeds en hún, ásamt breskum vísindamönnum, kannaði gasútstreymi frá Kötlu og í ljós kom að mikið magn koltvísýrings flæði upp úr Kötlu. Því þyrfti að fylgjast vel með henni og gera frekari rannsóknir til þess að varpa ljósi á því hvað væri að orsaka flæðið.Líkt og Magnús Tumi Guðmundssonjarðeðlisfræðingur benti á nýlega segir þó hvergi í grein Evgeniuog félaga að niðurstöður rannsóknar þeirra gefi til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stór það gos verði.Rætt er við Evgeniu í frétt Sunday Times og þar er haft eftir henni að ef Katla myndi gjósa myndi öskustrókurinn verða mun umfangsmeiri en í Eyjafjallajökulsgosinu árið 2010, þar sem hraunstreymið þyrfti að brjóta sér leið í gegnum mjög þykkan jökul ofan á Kötlu. Útgangspunktur greinarinn er einmitt sá að muni Katla gjósa muni það verða á mun stærri skala en gosið í Eyjafjallajökli og virðist blaðið hafa miklar áhyggjur af mögulegum áhrifum sem það muni hafa á samgöngur í Evrópu. Katla undir Mýrdalsjökli.Haraldur GuðjónssonSegir sorglegt að sjá efnistök Sunday Times Evgenia er raunar mjög ósátt við fréttaflutning Sunday Times og þá mynd sem máluð sé af Kötlu í fréttinni, sem og rannsóknum vísindamannanna. Í færslu á Facebook í dag segist Evgenia hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með fréttina. Hún hafi sérstaklega tekið það fram við blaðamanninn að vísindamenn væru í engri stöðu til þess að geta sagt að Katla „væri við það að gjósa“ né að kvikusöfnun væri hafin. Þá segist hún einnig hafa tekið fram að viðlíka samgöngutruflanir og urðu árið 2010 um Evrópu þegar Eyjafjallajökull gaus væru ekki líklegar til þess að eiga sér stað ef Katla myndi gjósa. Segir hún að fyrirsögn blaðsins standist hreinlega ekki nánari skoðun og að snúið hafi verið út úr orðum hennar og rangt sé haft eftir henni í fréttinni. „Sorglegt að sjá að Sunday Times sé farið sömu leið og ruslblöðin,“ skrifar Evgeniya og er þar væntanlega að tala um blöðin sem gripu umfjöllun Sunday Times á lofti, enda ekki í fyrsta sinn sem þau slá upp yfirvofandi hamfaragosi á Íslandi, án þess endilega að fyrir því sé mikil innistæða. Eldgos og jarðhræringar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eru fréttirnar allar í nokkrum æsifréttastíl og fyrirsagnirnar eftir því. Fréttirnar eru byggðar á frétt Sunday Times en eldfjallafræðingurinn Evgenia Ilyinskaya gagnrýnir þá grein harðlega, engin innistæða sé fyrir fullyrðingum um að gos í Kötlu sé yfirvofandi. „Íslenskt risaeldfjall við það að gjósa“ segir í fyrirsögn Daily Mail á frétt miðilsins sem birtist nú síðdegis. „Eldgos YFIRVOFANDI í eldfjallinu Kötlu sem hótar ringulreið um alla Evrópu“ segir fyrirsögn Sunday Express. Daily Mirror tekur í sama streng og Daily Mail og The Sun skrifar að Katla sé við það að gjósa í eldgosi sem muni skyggja mjög á eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Fáir blaðamenn virðast þó vera áhugasamari um Kötlu en blaðamenn Evening Standard. Á vefsíðu blaðsins má nálgast beina lýsingu og uppfærslu á fréttum vegna Kötlu.Sem áður segir eru fréttirnar allar byggðar áfrétt breska blaðsins Sunday Timesþar sem rætt er við sérfræðinga, meðal annars hjá Veðurstofu Íslands. Fyrirsögn blaðsins er á þá leið að Katla sé við það að fara að gjósa, þrátt fyrir að haft sé eftir sérfræðingi hjá Veðurstofunni að engin leið sé að vita hvenær Katla muni gjósa, bara að hún muni gera það á einhverjum tímapunkti.Frétt Sunday Times.Mynd/SkjáskotÍ fréttinni er meðal annars vitnað í nýlega grein Evgeniu sem starfar sem eldfjallafræðingur við Háskólann í Leeds en hún, ásamt breskum vísindamönnum, kannaði gasútstreymi frá Kötlu og í ljós kom að mikið magn koltvísýrings flæði upp úr Kötlu. Því þyrfti að fylgjast vel með henni og gera frekari rannsóknir til þess að varpa ljósi á því hvað væri að orsaka flæðið.Líkt og Magnús Tumi Guðmundssonjarðeðlisfræðingur benti á nýlega segir þó hvergi í grein Evgeniuog félaga að niðurstöður rannsóknar þeirra gefi til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stór það gos verði.Rætt er við Evgeniu í frétt Sunday Times og þar er haft eftir henni að ef Katla myndi gjósa myndi öskustrókurinn verða mun umfangsmeiri en í Eyjafjallajökulsgosinu árið 2010, þar sem hraunstreymið þyrfti að brjóta sér leið í gegnum mjög þykkan jökul ofan á Kötlu. Útgangspunktur greinarinn er einmitt sá að muni Katla gjósa muni það verða á mun stærri skala en gosið í Eyjafjallajökli og virðist blaðið hafa miklar áhyggjur af mögulegum áhrifum sem það muni hafa á samgöngur í Evrópu. Katla undir Mýrdalsjökli.Haraldur GuðjónssonSegir sorglegt að sjá efnistök Sunday Times Evgenia er raunar mjög ósátt við fréttaflutning Sunday Times og þá mynd sem máluð sé af Kötlu í fréttinni, sem og rannsóknum vísindamannanna. Í færslu á Facebook í dag segist Evgenia hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með fréttina. Hún hafi sérstaklega tekið það fram við blaðamanninn að vísindamenn væru í engri stöðu til þess að geta sagt að Katla „væri við það að gjósa“ né að kvikusöfnun væri hafin. Þá segist hún einnig hafa tekið fram að viðlíka samgöngutruflanir og urðu árið 2010 um Evrópu þegar Eyjafjallajökull gaus væru ekki líklegar til þess að eiga sér stað ef Katla myndi gjósa. Segir hún að fyrirsögn blaðsins standist hreinlega ekki nánari skoðun og að snúið hafi verið út úr orðum hennar og rangt sé haft eftir henni í fréttinni. „Sorglegt að sjá að Sunday Times sé farið sömu leið og ruslblöðin,“ skrifar Evgeniya og er þar væntanlega að tala um blöðin sem gripu umfjöllun Sunday Times á lofti, enda ekki í fyrsta sinn sem þau slá upp yfirvofandi hamfaragosi á Íslandi, án þess endilega að fyrir því sé mikil innistæða.
Eldgos og jarðhræringar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59