Hvetur þá sem synjað er um ferðaþjónustu til að áfrýja 22. september 2018 20:30 Íbúar á hjúkrunarheimilum hafa ekki rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg en geta átt rétt á akstursþjónustu fyrir aldraða, að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis hvetur þá sem synjað er um þjónustu til að áfrýja til velferðarráðs.Í fréttum okkar í vikunni var rætt við eiginkonu manns sem lamaðist eftir heilablóðfallen hefur ítrekað verið synjað um ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Hún kveðst hafa litlar sem engar skýringar hafa fengið á því af hverju manni hennar hafi verið synjað um þjónustuna.„Það getur verið eins og í þessu dæmi að viðkomandi sé búsettur á hjúkrunarheimili. Þá fellur það ekki að reglununum en það er samt sem áður alltaf hægt að áfrýja því til velferðarráðs,“ segir Sigtryggur Jónsson, Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis.Ætti það að skipta máli því nú eru hjúkrunarheimili alveg jafn mikil heimili fólks eins og önnur búseta?„Ég get ekki svarað því, við setjum ekki reglurnar. Okkur er bara skylt að fara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru settar,“ segir Sigtryggur.Þjónustumiðstöðvar borgarinnar sjá um að afgreiða umsóknir, bæði um ferðaþjónustu fyrir fatlaðra og akstursþjónustu fyrir aldraða. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á akstursþjónstu aldraðra er að viðkomandi búi í eigin húsnæði.„Þegar fólk er fatlað sækir það um í ferðaþjónustu fatlaðra, annars sækir það um í akstursþjónustu eldri borgara. Hvað þetta mál varðar, eftir fréttirnar, þá var strax haft samband við aðstandana og honum leiðbeint hvernig ætti að fara að þessu,“ segir Sigtryggur.Umsóknum þarf að skila inn skriflega sem krefst heimsóknar í þjónustumiðstöð. Fljótlega verður þó hægt að sækja um rafrænt.„Ef að það kemur í ljós í samtalinu að skilyrði eru ekki uppfyllt er fólki samt leiðbeint um að sækja samt um vegna þess að það er alltaf hægt að áfrýja allri höfnun á þjónustu,“ segir Sigtryggur. Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum hafa ekki rétt á að nýta ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg en geta átt rétt á akstursþjónustu fyrir aldraða, að uppfylltum skilyrðum. Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis hvetur þá sem synjað er um þjónustu til að áfrýja til velferðarráðs.Í fréttum okkar í vikunni var rætt við eiginkonu manns sem lamaðist eftir heilablóðfallen hefur ítrekað verið synjað um ferðaþjónustu fatlaðra hjá Reykjavíkurborg. Hún kveðst hafa litlar sem engar skýringar hafa fengið á því af hverju manni hennar hafi verið synjað um þjónustuna.„Það getur verið eins og í þessu dæmi að viðkomandi sé búsettur á hjúkrunarheimili. Þá fellur það ekki að reglununum en það er samt sem áður alltaf hægt að áfrýja því til velferðarráðs,“ segir Sigtryggur Jónsson, Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis.Ætti það að skipta máli því nú eru hjúkrunarheimili alveg jafn mikil heimili fólks eins og önnur búseta?„Ég get ekki svarað því, við setjum ekki reglurnar. Okkur er bara skylt að fara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru settar,“ segir Sigtryggur.Þjónustumiðstöðvar borgarinnar sjá um að afgreiða umsóknir, bæði um ferðaþjónustu fyrir fatlaðra og akstursþjónustu fyrir aldraða. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að eiga rétt á akstursþjónstu aldraðra er að viðkomandi búi í eigin húsnæði.„Þegar fólk er fatlað sækir það um í ferðaþjónustu fatlaðra, annars sækir það um í akstursþjónustu eldri borgara. Hvað þetta mál varðar, eftir fréttirnar, þá var strax haft samband við aðstandana og honum leiðbeint hvernig ætti að fara að þessu,“ segir Sigtryggur.Umsóknum þarf að skila inn skriflega sem krefst heimsóknar í þjónustumiðstöð. Fljótlega verður þó hægt að sækja um rafrænt.„Ef að það kemur í ljós í samtalinu að skilyrði eru ekki uppfyllt er fólki samt leiðbeint um að sækja samt um vegna þess að það er alltaf hægt að áfrýja allri höfnun á þjónustu,“ segir Sigtryggur.
Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20. september 2018 21:00