Mæting í leghálsskimun sú versta á Norðurlöndunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. september 2018 20:00 Ágúst Ingi Ágústsson. Vísir/egill Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. Leghálskrabbamein er eitt algengasta krabbameinið á heimsvísu en með því að skima fyrir meininu er hægt að koma í veg fyrir um 90 prósent af öllum tilfellum. Mæting í skimun hefur hins vegar minnkað á Íslandi á undanförnum árum og er nú svo komið að íslenskar konur skila sér síður í skimun en kynsystur þeirra í nágrannalöndum okkar. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri og yfirlæknir hjá leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, segir að sú þróun sé áhyggjuefni. „Mæting í skimun meðal íslenskra kvenna er um 66 prósent, sem er það lægsta á Norðurlöndunum. Yngsti aldurshópurinn, frá 23 til 24 ára, sem er sá aldur sem við byrjum að skima, er ekki með nema helmings mætingu í skimun,“ segir Ágúst. Af þessum sökum hafi Krabbameinsfélagið ráðist í auglýsingaherferð í september til að hvetja konur til að nýta sér tækifæri til skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Ágúst segir að herferðin hafi þegar gefið góða raun. „Við teljum okkur sjá mjög góð viðbrögð. Það hefur komið mjög góður kippur í bókanir hjá okkur eftir að þessi herferð fór af stað.“ Ágúst hvetur konur á aldrinum 23 til 65 ára til að fara í skoðun. Mörg stéttarfélög og fyrirtæki taki þátt í kostnaði vegna skimunar, sem sé bæði fljótleg og árangursrík. „Við hjá leitarstöðinni erum með ljósmæður sem taka strokin og heimsókn til okkar tekur ekki nema 10 til 15 mínútur. Þetta er afar óþægindalítið og ávinningurinn er ótvíræður.“Nánari upplýsingar má nálgast á vef Krabbameinsfélagsins. Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Íslenskar konur skila sér verr í skimun fyrir leghálskrabbameini en aðrar konur á Norðurlöndunum. Mæting í krabbameinsskimun hefur dregist saman á liðnum árum að sögn yfirlæknis hjá Krabbameinsfélaginu. Leghálskrabbamein er eitt algengasta krabbameinið á heimsvísu en með því að skima fyrir meininu er hægt að koma í veg fyrir um 90 prósent af öllum tilfellum. Mæting í skimun hefur hins vegar minnkað á Íslandi á undanförnum árum og er nú svo komið að íslenskar konur skila sér síður í skimun en kynsystur þeirra í nágrannalöndum okkar. Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri og yfirlæknir hjá leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, segir að sú þróun sé áhyggjuefni. „Mæting í skimun meðal íslenskra kvenna er um 66 prósent, sem er það lægsta á Norðurlöndunum. Yngsti aldurshópurinn, frá 23 til 24 ára, sem er sá aldur sem við byrjum að skima, er ekki með nema helmings mætingu í skimun,“ segir Ágúst. Af þessum sökum hafi Krabbameinsfélagið ráðist í auglýsingaherferð í september til að hvetja konur til að nýta sér tækifæri til skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum. Ágúst segir að herferðin hafi þegar gefið góða raun. „Við teljum okkur sjá mjög góð viðbrögð. Það hefur komið mjög góður kippur í bókanir hjá okkur eftir að þessi herferð fór af stað.“ Ágúst hvetur konur á aldrinum 23 til 65 ára til að fara í skoðun. Mörg stéttarfélög og fyrirtæki taki þátt í kostnaði vegna skimunar, sem sé bæði fljótleg og árangursrík. „Við hjá leitarstöðinni erum með ljósmæður sem taka strokin og heimsókn til okkar tekur ekki nema 10 til 15 mínútur. Þetta er afar óþægindalítið og ávinningurinn er ótvíræður.“Nánari upplýsingar má nálgast á vef Krabbameinsfélagsins.
Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira