Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. september 2018 13:34 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. Stöð 2 Borgarfulltrúar í minnihluta borgarstjórnar telja að Orkuveitumálið sýni að það þurfi að fara fram úttekt á vinnustaðamenningu í öllum fyrirtækjum og stofnunum í eigu Reykjavíkurborgar. Oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur fengið ábendingar um að ekki sé allt með felldu hjá öðrum fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Ákveðið hefur verið að óháðir aðilar í innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur telur að slík úttekt eigi að fara fram hjá fleiri fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Reykjavíkurborg á alls sjö fyrirtæki en meðal þeirra eru Strætó, Faxaflóahafnir og Sorpa. Þá rekur borgin alls ellefu stofnanir.Hafa fengið ábendingar um fleiri fyrirtæki „Sum okkar hafa fengið ábendingar um önnur fyrirtæki og við höfum lagt til að við fengjum upplýsingar um hvernig starfsfólkinu líði. Að fá þessar kannanir, þær hafa ekki fengist hérna inni í borgarráð. Ég tel að borgarráð beri skylda til að vita hvernig starfsfólkinu líður í dótturfyrirtækjum borgarinnar. Við erum framkvæmdarstjórnin, borgarráð, og ég tel að þetta sem hefur komið núna upp í Orkuveitunni verði til þess að menn hljóti að skoða öll félögin í eigu borgarinnar,“ segir Eyþór.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, mælist til þess að ráðist verði í úttekt á vinnustaðamenningu hjá stofnunum undir hatti Reykjavíkurborgar.Vill úttekt á vinnustaðamenningu í borginni Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi í Flokks fólksins er á sama máli. „Það er svona vísbending um eineltismenningu, bæði í ráðhúsinu og víðar, þannig að þetta er einhvern veginn allt að springa út núna, sem er mjög áhugavert. Það þarf tiltekt, það þarf að skoða þetta og taka til og koma síðan á laggirnar almennilegum ferlum. Vonandi verður þetta til þess að einhver nýr tími hefjist í þessum málum og að þetta verði allt betra.“ Kolbrún telur mikilvægt að ráðast í úttekt á vinnustaðarmenningu í borginni. „Þetta þarf að laga mikið mikið víðar og kannski er þetta bara byrjunin á einhverju ennþá meira sem á eftir að koma í ljós.“ Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01 Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Borgarfulltrúar í minnihluta borgarstjórnar telja að Orkuveitumálið sýni að það þurfi að fara fram úttekt á vinnustaðamenningu í öllum fyrirtækjum og stofnunum í eigu Reykjavíkurborgar. Oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur fengið ábendingar um að ekki sé allt með felldu hjá öðrum fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Ákveðið hefur verið að óháðir aðilar í innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri úttekt á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur telur að slík úttekt eigi að fara fram hjá fleiri fyrirtækjum í eigu borgarinnar. Reykjavíkurborg á alls sjö fyrirtæki en meðal þeirra eru Strætó, Faxaflóahafnir og Sorpa. Þá rekur borgin alls ellefu stofnanir.Hafa fengið ábendingar um fleiri fyrirtæki „Sum okkar hafa fengið ábendingar um önnur fyrirtæki og við höfum lagt til að við fengjum upplýsingar um hvernig starfsfólkinu líði. Að fá þessar kannanir, þær hafa ekki fengist hérna inni í borgarráð. Ég tel að borgarráð beri skylda til að vita hvernig starfsfólkinu líður í dótturfyrirtækjum borgarinnar. Við erum framkvæmdarstjórnin, borgarráð, og ég tel að þetta sem hefur komið núna upp í Orkuveitunni verði til þess að menn hljóti að skoða öll félögin í eigu borgarinnar,“ segir Eyþór.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, mælist til þess að ráðist verði í úttekt á vinnustaðamenningu hjá stofnunum undir hatti Reykjavíkurborgar.Vill úttekt á vinnustaðamenningu í borginni Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi í Flokks fólksins er á sama máli. „Það er svona vísbending um eineltismenningu, bæði í ráðhúsinu og víðar, þannig að þetta er einhvern veginn allt að springa út núna, sem er mjög áhugavert. Það þarf tiltekt, það þarf að skoða þetta og taka til og koma síðan á laggirnar almennilegum ferlum. Vonandi verður þetta til þess að einhver nýr tími hefjist í þessum málum og að þetta verði allt betra.“ Kolbrún telur mikilvægt að ráðast í úttekt á vinnustaðarmenningu í borginni. „Þetta þarf að laga mikið mikið víðar og kannski er þetta bara byrjunin á einhverju ennþá meira sem á eftir að koma í ljós.“
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01 Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01
Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00