Braggablús í Nauthólsvík Benedikt Bóas skrifar 22. september 2018 10:00 Braggarnir setja sterkan svip á nærumhverfi sitt í Nauthólsvíkinni. Endurgerð á gamla Hótel Winston hefur kostað 415 milljónir. Húsaþyrpingin hefur verið friðuð í 20 ár og átti fyrst að vera stríðsminjasafn. Eftir vandræðagang var ákveðið að ganga til samninga við HR og gera braggana upp. Hér verður rakin saga braggans.Ágúst 1946 Morgunblaðið greindi frá því 1. ágúst 1946 að Flugmálastjórn hefði tekið við rekstri Hótels Winston og það væri stærsta gistihús landsins og gæti hýst allt að 90 manns í einu. Íburður var mikill. Í aðalbyggingu voru tvær setustofur, sem voru alveg sérstaklega vistlegar, eins og það var orðað. „Í báðum þeirra er arineldur. Þá er í annarri billiardborð og píanó, en í hinni er radíógrammofónn og píanó,“ sagði í greininni. Báðar stofurnar voru vel búnar húsgögnum, en á gólfum voru þykk teppi. Þá var í annarri stofunni bar, þar sem hægt var að fá hvers konar hressingu. Kaj Ólafsson hótelstjóri var stórhuga ef marka má greinina. Sagði að það ætti að koma upp dálitlum skrúðgarði. Jafnvel blaða- og tímaritasölu í anddyrinu og sölu minjagripa. Mikil eftirspurn væri eftir slíkum munum meðal útlendinga. „Við ætlum að reyna að gera þetta hótel sem allra vistlegast fyrir þá sem hingað koma. Það er ekki svo lítið atriði í landkynningarstarfseminni, sem allir tala nú um,“ sagði hótelstjórinn. Samkvæmt gögnum borgarinnar um braggana kemur fram að rekstrinum hafi verið hætt 1951.Nú eru braggarnir til prýði en þannig var það ekki á árum áður.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKApríl 1947 Víkverji Morgunblaðsins sagði í grein í aprílmánuði 1947 að flugvallarstjóri og forstöðumaður gistihússins hefðu sent Víkverja bréf til að andmæla þeim orðum sem Víkverji hefði áður látið falla um Hótel Winston. Í greininni segir Víkverji að því miður séu ekki neinar upplýsingar í þessum bréfum sem hreki það sem áður hafi verið sagt. Að herbergin séu hriplek, raflagnir ólöglegar og kolareikningur upp á 10 þúsund krónur á mánuði. Að lokum segir Víkverji: „Annars er víst best að tala sem allra minnst um þetta hótel. Það er ekki til frambúðar og það verður aldrei annað en kostnaðurinn og leiðindi að því eins og yfirleitt flestum braggabyggingum, sem hróflað var upp í hvelli á styrjaldartímunum. Allar slíkar byggingar ættu að hverfa sem allra fyrst, sem mannabústaðir að minnsta kosti.“Ákvörðun um að gera upp húsaþyrpingu í Nauthólsvík hefur reynst borgarbúum afar dýr. Framkvæmdirnar kostuðu 415 milljónir. Húsaþyrpingin á sér magnaða sögu. Fréttablaðið/Anton brinkMars 1948 Hótel Winston varð að Hótel Ritz og Þjóðviljinn birti grein eftir höfundinn Víðförulan þar sem hann segir þjónustustigið og gæðin á hótelinu til skammar. „Þetta er sá staður sem erlendum ferðamönnum er ætlað að dvelja á, og ef þeir fá sömu viðtökur og íslenzku gestirnir fengu á téðum dansleik held ég að ekki fari hjá því að þeir sannfærist um það að hér búi skrælingjar,“ segir höfundurinn. Telur hann svo upp að hann hafi beðið í 90 mínútur eftir þjónustu. Þegar hann svo loks fékk þjón á borðið gat hann ekki orða bundist. „Og ekki var nú mikil fjölbreytnin í því sem hægt var að fá: Coca-cola og Póló að drekka, fyrir utan whiský, gin og eitthvað fleira af áfengi. En þegar líða tók á kvöldið, voru allir gosdrykkir búnir og ekkert að hafa nema óblandað áfengi. Sígarettur fengust ekki allt kvöldið, að Player’s undanskildum, engar eldspýtur og engir vindlar. Þannig er nú búskapurinn á flugvallarhótelinu við höfuðborg Íslands.“ Kristján Sigurðsson hótelstjóri sá ástæðu til að svara hinum nafnlausa höfundi. Sagði hann meðal annars að á téðum dansleik teldi hann víst að hver og einn erlendur ferðamaður hefði sannfærzt um að hér byggju skrælingjar. „Dömurnar sátu einar víða við borð og pöntuðu hjá þjónunum hálfar og heilar brennivínsflöskur, en báðu um að komið yrði með þær á bjórflöskum og getur hver maður gert sér ljósa ástæðuna fyrir því. Ekki leið á löngu áður en drykkjuskapurinn fór að ná hámarki sínu og á tólfta tímanum logaði í slagsmálum yfir allt. Útvarpstæki er stendur inni í salnum og hátalarakerfi var slitið úr sambandi. Borðlampar eyðilagðir og auk þess einn þeirra numinn á brott. Glös brotin svo mörgum tugum skipti, rúður brotnar og veggir, sem hér eru úr texi, eyðilagðir á stóru svæði auk fleiri borðdúka,“ skrifaði hótelstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira
Endurgerð á gamla Hótel Winston hefur kostað 415 milljónir. Húsaþyrpingin hefur verið friðuð í 20 ár og átti fyrst að vera stríðsminjasafn. Eftir vandræðagang var ákveðið að ganga til samninga við HR og gera braggana upp. Hér verður rakin saga braggans.Ágúst 1946 Morgunblaðið greindi frá því 1. ágúst 1946 að Flugmálastjórn hefði tekið við rekstri Hótels Winston og það væri stærsta gistihús landsins og gæti hýst allt að 90 manns í einu. Íburður var mikill. Í aðalbyggingu voru tvær setustofur, sem voru alveg sérstaklega vistlegar, eins og það var orðað. „Í báðum þeirra er arineldur. Þá er í annarri billiardborð og píanó, en í hinni er radíógrammofónn og píanó,“ sagði í greininni. Báðar stofurnar voru vel búnar húsgögnum, en á gólfum voru þykk teppi. Þá var í annarri stofunni bar, þar sem hægt var að fá hvers konar hressingu. Kaj Ólafsson hótelstjóri var stórhuga ef marka má greinina. Sagði að það ætti að koma upp dálitlum skrúðgarði. Jafnvel blaða- og tímaritasölu í anddyrinu og sölu minjagripa. Mikil eftirspurn væri eftir slíkum munum meðal útlendinga. „Við ætlum að reyna að gera þetta hótel sem allra vistlegast fyrir þá sem hingað koma. Það er ekki svo lítið atriði í landkynningarstarfseminni, sem allir tala nú um,“ sagði hótelstjórinn. Samkvæmt gögnum borgarinnar um braggana kemur fram að rekstrinum hafi verið hætt 1951.Nú eru braggarnir til prýði en þannig var það ekki á árum áður.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKApríl 1947 Víkverji Morgunblaðsins sagði í grein í aprílmánuði 1947 að flugvallarstjóri og forstöðumaður gistihússins hefðu sent Víkverja bréf til að andmæla þeim orðum sem Víkverji hefði áður látið falla um Hótel Winston. Í greininni segir Víkverji að því miður séu ekki neinar upplýsingar í þessum bréfum sem hreki það sem áður hafi verið sagt. Að herbergin séu hriplek, raflagnir ólöglegar og kolareikningur upp á 10 þúsund krónur á mánuði. Að lokum segir Víkverji: „Annars er víst best að tala sem allra minnst um þetta hótel. Það er ekki til frambúðar og það verður aldrei annað en kostnaðurinn og leiðindi að því eins og yfirleitt flestum braggabyggingum, sem hróflað var upp í hvelli á styrjaldartímunum. Allar slíkar byggingar ættu að hverfa sem allra fyrst, sem mannabústaðir að minnsta kosti.“Ákvörðun um að gera upp húsaþyrpingu í Nauthólsvík hefur reynst borgarbúum afar dýr. Framkvæmdirnar kostuðu 415 milljónir. Húsaþyrpingin á sér magnaða sögu. Fréttablaðið/Anton brinkMars 1948 Hótel Winston varð að Hótel Ritz og Þjóðviljinn birti grein eftir höfundinn Víðförulan þar sem hann segir þjónustustigið og gæðin á hótelinu til skammar. „Þetta er sá staður sem erlendum ferðamönnum er ætlað að dvelja á, og ef þeir fá sömu viðtökur og íslenzku gestirnir fengu á téðum dansleik held ég að ekki fari hjá því að þeir sannfærist um það að hér búi skrælingjar,“ segir höfundurinn. Telur hann svo upp að hann hafi beðið í 90 mínútur eftir þjónustu. Þegar hann svo loks fékk þjón á borðið gat hann ekki orða bundist. „Og ekki var nú mikil fjölbreytnin í því sem hægt var að fá: Coca-cola og Póló að drekka, fyrir utan whiský, gin og eitthvað fleira af áfengi. En þegar líða tók á kvöldið, voru allir gosdrykkir búnir og ekkert að hafa nema óblandað áfengi. Sígarettur fengust ekki allt kvöldið, að Player’s undanskildum, engar eldspýtur og engir vindlar. Þannig er nú búskapurinn á flugvallarhótelinu við höfuðborg Íslands.“ Kristján Sigurðsson hótelstjóri sá ástæðu til að svara hinum nafnlausa höfundi. Sagði hann meðal annars að á téðum dansleik teldi hann víst að hver og einn erlendur ferðamaður hefði sannfærzt um að hér byggju skrælingjar. „Dömurnar sátu einar víða við borð og pöntuðu hjá þjónunum hálfar og heilar brennivínsflöskur, en báðu um að komið yrði með þær á bjórflöskum og getur hver maður gert sér ljósa ástæðuna fyrir því. Ekki leið á löngu áður en drykkjuskapurinn fór að ná hámarki sínu og á tólfta tímanum logaði í slagsmálum yfir allt. Útvarpstæki er stendur inni í salnum og hátalarakerfi var slitið úr sambandi. Borðlampar eyðilagðir og auk þess einn þeirra numinn á brott. Glös brotin svo mörgum tugum skipti, rúður brotnar og veggir, sem hér eru úr texi, eyðilagðir á stóru svæði auk fleiri borðdúka,“ skrifaði hótelstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Lífið Fleiri fréttir Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Sjá meira