Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 20. september 2018 10:42 Nú loka laxveiðiárnar hver af annari og þær lokatölur sem voru birtar í gær gefa til kynna að ágætt veiðisumar sé að verða um garð gengið. Landssamband Veiðifélaga birtir nýjar tölur úr ánum í gær og þar af lokatölur úr nokkrum ám. Það hafa þegar verið birtar lokatölur úr Norðurá en hún endaði í 1.692 löxum á móti 1.719 löxum í fyrra. Lokatölur sem síðan hafa bæst við eru hér upptaldar með lokatölu sumarsins fyrir aftan ána og lokatölu síðasta árs í sviga þar fyrir aftan. Haffjarðará - 1.545 laxar (1.167) Elliðaárnar - 960 laxar (890) Laxá í Aðaldal - 608 laxar (709) Straumfjarðará - 349 laxar (352) Búðardalsá - 331 lax (255) Straumarnir - 215 laxar (277) Laugardalsá - 198 laxar (175) Topp fimm listinn hefur ekki breyst síðan í síðustu viku að öðru leiti en að Miðfjarðará er komin upp fyrir Þverá og Kjarrá. Eystri Rangá trónir ennþá á toppnum og Ytri er skammt á hæla hennar og það er eflaust smá keppni milli þessara tveggja á lokavikunum um hvor þeirra verður aflahærri þegar tímabilinu lýkur. Topp fimm listinn er hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is1. Eystri Rangá - 3.733 2. Ytri Rangá - 3.593 3. Miðfjarðará - 2.602 4. Þverá og Kjarrá - 2.455 5. Norðurá - 1.692 Mest lesið Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Tók 50 silunga á einni morgunstund í Sauðlauksvatni Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði
Nú loka laxveiðiárnar hver af annari og þær lokatölur sem voru birtar í gær gefa til kynna að ágætt veiðisumar sé að verða um garð gengið. Landssamband Veiðifélaga birtir nýjar tölur úr ánum í gær og þar af lokatölur úr nokkrum ám. Það hafa þegar verið birtar lokatölur úr Norðurá en hún endaði í 1.692 löxum á móti 1.719 löxum í fyrra. Lokatölur sem síðan hafa bæst við eru hér upptaldar með lokatölu sumarsins fyrir aftan ána og lokatölu síðasta árs í sviga þar fyrir aftan. Haffjarðará - 1.545 laxar (1.167) Elliðaárnar - 960 laxar (890) Laxá í Aðaldal - 608 laxar (709) Straumfjarðará - 349 laxar (352) Búðardalsá - 331 lax (255) Straumarnir - 215 laxar (277) Laugardalsá - 198 laxar (175) Topp fimm listinn hefur ekki breyst síðan í síðustu viku að öðru leiti en að Miðfjarðará er komin upp fyrir Þverá og Kjarrá. Eystri Rangá trónir ennþá á toppnum og Ytri er skammt á hæla hennar og það er eflaust smá keppni milli þessara tveggja á lokavikunum um hvor þeirra verður aflahærri þegar tímabilinu lýkur. Topp fimm listinn er hér að neðan en listann í heild sinni má finna á www.angling.is1. Eystri Rangá - 3.733 2. Ytri Rangá - 3.593 3. Miðfjarðará - 2.602 4. Þverá og Kjarrá - 2.455 5. Norðurá - 1.692
Mest lesið Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Tók 50 silunga á einni morgunstund í Sauðlauksvatni Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði