Von á fimm frumvörpum um vernd tjáningarfrelsis og skyld mál Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2018 20:00 Forsætisráðherra boðar fimm frumvörp um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis og fleira því tengt á næstu vikum og mánuðum. Þar verður meðal annars kveðið á um að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla fari fyrir dómstóla en ekki sýslumenn. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag rifjaði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata upp lögbann Sýslumannsins í Reykjavík á birtingu Stundarinnar á fréttum sem byggðu á gögnum frá Glitni um fjármál þáverandi fjármálaráðherra skömmu fyrir kosningar árið 2016. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafi síðan dæmt Stundinni í vil. Frá því Birgitta Jónsdóttir lagði fram þingsályktun um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis árið 2010, bólaði ekkert á frumvörpum þar að lútandi. En í tillögunni hafi meðal annars verið gert ráð fyrir að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla færi ávalt fyrir dómara. „Telur ráðherrann að breyta þurfi lögum kyrrsetningu, lögbann og fleira til að koma í veg fyrir að tjáningarfrelsið á Íslandi bíði aftur þvílíkan skaða og hnekki eins og fyrir téðar alþingiskosningar,“ spurði Helgi Hrafn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði starfshóp í byrjun árs um þessi mál. „Og gaman er að segja háttvirtum þingmanni frá því að hann mun skila af sér fimm frumvörpum í lok þessarar viku og kynna þau þá. Þau verða þá sett inn á samráðsgátt stjórnarráðsins,“ sagði Katrín. Frumvörpin fjalli meðal annars um hýsingaraðila, gagnageymd, ærumeiðingar og stjórnsýslulög varðandi þagnarskyldu og tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Þá muni hópurinn skila frumvarpsdrögum á vorþingi um endurskoðun upplýsingalaga og laga um lögbann, en málin heyri undir nokkur ráðuneyti. “Þá er það mín skoðun að þeim þurfi að breyta. Að það sé eðlilegt að lögbann myndi fara beint til dómstóla. Það sé hin eðlilega leið fremur en til sýslumanns og þaðan til dómstóla eins og við höfum séð gerast,” segir Katrín Jakobsdóttir. Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Forsætisráðherra boðar fimm frumvörp um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis og fleira því tengt á næstu vikum og mánuðum. Þar verður meðal annars kveðið á um að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla fari fyrir dómstóla en ekki sýslumenn. Í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag rifjaði Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata upp lögbann Sýslumannsins í Reykjavík á birtingu Stundarinnar á fréttum sem byggðu á gögnum frá Glitni um fjármál þáverandi fjármálaráðherra skömmu fyrir kosningar árið 2016. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur hafi síðan dæmt Stundinni í vil. Frá því Birgitta Jónsdóttir lagði fram þingsályktun um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis árið 2010, bólaði ekkert á frumvörpum þar að lútandi. En í tillögunni hafi meðal annars verið gert ráð fyrir að lögbannsbeiðnir á birtingu fjölmiðla færi ávalt fyrir dómara. „Telur ráðherrann að breyta þurfi lögum kyrrsetningu, lögbann og fleira til að koma í veg fyrir að tjáningarfrelsið á Íslandi bíði aftur þvílíkan skaða og hnekki eins og fyrir téðar alþingiskosningar,“ spurði Helgi Hrafn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði starfshóp í byrjun árs um þessi mál. „Og gaman er að segja háttvirtum þingmanni frá því að hann mun skila af sér fimm frumvörpum í lok þessarar viku og kynna þau þá. Þau verða þá sett inn á samráðsgátt stjórnarráðsins,“ sagði Katrín. Frumvörpin fjalli meðal annars um hýsingaraðila, gagnageymd, ærumeiðingar og stjórnsýslulög varðandi þagnarskyldu og tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Þá muni hópurinn skila frumvarpsdrögum á vorþingi um endurskoðun upplýsingalaga og laga um lögbann, en málin heyri undir nokkur ráðuneyti. “Þá er það mín skoðun að þeim þurfi að breyta. Að það sé eðlilegt að lögbann myndi fara beint til dómstóla. Það sé hin eðlilega leið fremur en til sýslumanns og þaðan til dómstóla eins og við höfum séð gerast,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 21. mars 2018 16:43
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30
„Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20
Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42