Áralangar deilur um hávaða í fjöleignarhúsi enduðu fyrir dómi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2018 06:15 Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Vísir/HARI Kona í Garðabæ var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpum hálfum mánuði sýknuð af kröfu húsfélags um að henni yrði gert skylt að flytja úr íbúð sinni í húsinu og að henni yrði gert að selja fasteignina. Ástæðan fyrir kröfu húsfélagsins var áralangt ónæði úr íbúð konunnar. Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Mikið ónæði hafi verið þaðan vegna tónlistar úr stórum hátölurum og þá hafi öðrum íbúum hússins stafað ógn af sambýlismanni konunnar. Sá á meðal annars að hafa hótað einum íbúa því að henda honum fram af annarri hæð hússins og að hann myndi missa stjórn á bíl sínum þegar viðkomandi íbúi væri nálægur. Þá báru aðrir íbúar hússins um að hann hefði átt það til að ganga í skrokk á konu sinni og hafði lögregla verið minnst einu sinni kölluð til vegna slíks ofbeldis. Málið var ítrekað tekið fyrir á húsfundum félagsins og konunni þar veitt áminning. Staðan var fyrst rædd á fundi árið 2008, aftur ári síðar og ítrekað síðan þá. Að endingu var dómsmál höfðað. „Verður háttsemi [konunnar og sambýlismannsins] með engu móti réttlætt hér. Hins vegar kom fram í skýrslum fyrir dómi, þegar spurt var hvernig háttsemi þeirra hefði verið upp á síðkastið, að ekkert ónæði hafi verið frá íbúð stefndu á þessu ári, fyrir utan að sambýlismaður stefndu hafi í janúar gengið ógnandi á milli íbúða í þeim tilgangi að fá eigendur til að falla frá þessari málsókn, en hann sé nú fluttur úr húsinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ekki þótti sannað að skilyrði fjöleignarhúsalaga um bann við dvöl og skyldu til að selja íbúðina væru uppfyllt. Því var konan sýknuð af kröfunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Kona í Garðabæ var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpum hálfum mánuði sýknuð af kröfu húsfélags um að henni yrði gert skylt að flytja úr íbúð sinni í húsinu og að henni yrði gert að selja fasteignina. Ástæðan fyrir kröfu húsfélagsins var áralangt ónæði úr íbúð konunnar. Um áralanga deilu er að ræða en samkvæmt gögnum málsins hefur frá miðju ári 2006 verið hringt alls 74 sinnum í lögreglu vegna hávaða úr íbúðinni. Mikið ónæði hafi verið þaðan vegna tónlistar úr stórum hátölurum og þá hafi öðrum íbúum hússins stafað ógn af sambýlismanni konunnar. Sá á meðal annars að hafa hótað einum íbúa því að henda honum fram af annarri hæð hússins og að hann myndi missa stjórn á bíl sínum þegar viðkomandi íbúi væri nálægur. Þá báru aðrir íbúar hússins um að hann hefði átt það til að ganga í skrokk á konu sinni og hafði lögregla verið minnst einu sinni kölluð til vegna slíks ofbeldis. Málið var ítrekað tekið fyrir á húsfundum félagsins og konunni þar veitt áminning. Staðan var fyrst rædd á fundi árið 2008, aftur ári síðar og ítrekað síðan þá. Að endingu var dómsmál höfðað. „Verður háttsemi [konunnar og sambýlismannsins] með engu móti réttlætt hér. Hins vegar kom fram í skýrslum fyrir dómi, þegar spurt var hvernig háttsemi þeirra hefði verið upp á síðkastið, að ekkert ónæði hafi verið frá íbúð stefndu á þessu ári, fyrir utan að sambýlismaður stefndu hafi í janúar gengið ógnandi á milli íbúða í þeim tilgangi að fá eigendur til að falla frá þessari málsókn, en hann sé nú fluttur úr húsinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Ekki þótti sannað að skilyrði fjöleignarhúsalaga um bann við dvöl og skyldu til að selja íbúðina væru uppfyllt. Því var konan sýknuð af kröfunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira