Níu íslensk ungmenni keppa á Ólympíuleikum ungmenna Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 7. október 2018 15:00 Keppendur Íslands á Ólympíuleikum ungmenna ÍSÍ Ólympíuleikar ungmenna voru settir í gærkvöldi í Buenos Aires í Argentínu. Níu íslensk ungmenni taka þátt á leikunum. Fánaberi fyrir hönd íslenska hópsins var Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppandi í frjálsíþróttum. Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Lárus L. Blöndal og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri voru gestir við athöfnina. Lokahátíð leikanna fer fram kvöldið 18. október. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt íþróttafólk á aldrinum 15 til 18 ára. Á leikunum er keppt í 32 íþróttagreinum, bæði hefðbundnum sem og nýstárlegri greinum. Í fyrsta sinn á Ólympískum viðburði eru jafn margir kvenkyns og karlkyns keppendur. Eftirtaldir keppendur og flokksstjórar/þjálfarar taka þátt í leikunum fyrir hönd síns sérsambands. Fimleikar Martin Bjarni Guðmundsson keppandi – fjölþraut drengja Róbert Kristmannsson flokksstjóri/þjálfari Frjálsíþróttir Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppandi – sleggjukast Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppandi – 200m. hlaup Valdimar Hjalti Erlendsson keppandi – kringlukast Brynjar Gunnarsson flokksstjóri/þjálfari Golf Hulda Clara Gestsdóttir keppandi – einstaklings og parakeppni Ingvar Andri Magnússon keppandi – einstaklings og parakeppni Jussi Pitkanen flokksstjóri/þjálfari Sund Brynjólfur Óli Karlsson keppandi – 50 og 200m. baksund Karen Mist Arngeirsdóttir keppandi – 100m. bringusund Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppandi – 50, 100 og 200m. skriðsund Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir flokksstjóri/þjálfari Aðalfararstjóri á leikunum fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er Örvar Ólafsson. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir tekur þátt í leikunum fyrir hönd Íslands sem ungur áhrifavaldur (Young Changemaker) en um er að ræða verkefni á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar sem felur í sér að halda utan um fjölbreytta fræðslu og afþreyingu fyrir keppendur á leikunum. Ingibjörg Kristín keppti sjálf á Ólympíuleikum ungmenna í Singapore árið 2010 og hefur mikla reynslu af þátttöku í stórmótum í gegnum árin en hún hefur átt langan og farsælan feril sem afreksíþróttakona í sundi. Ólympíuleikar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Ólympíuleikar ungmenna voru settir í gærkvöldi í Buenos Aires í Argentínu. Níu íslensk ungmenni taka þátt á leikunum. Fánaberi fyrir hönd íslenska hópsins var Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppandi í frjálsíþróttum. Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Lárus L. Blöndal og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri voru gestir við athöfnina. Lokahátíð leikanna fer fram kvöldið 18. október. Ólympíuleikar ungmenna eru ætlaðir fyrir ungt íþróttafólk á aldrinum 15 til 18 ára. Á leikunum er keppt í 32 íþróttagreinum, bæði hefðbundnum sem og nýstárlegri greinum. Í fyrsta sinn á Ólympískum viðburði eru jafn margir kvenkyns og karlkyns keppendur. Eftirtaldir keppendur og flokksstjórar/þjálfarar taka þátt í leikunum fyrir hönd síns sérsambands. Fimleikar Martin Bjarni Guðmundsson keppandi – fjölþraut drengja Róbert Kristmannsson flokksstjóri/þjálfari Frjálsíþróttir Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppandi – sleggjukast Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppandi – 200m. hlaup Valdimar Hjalti Erlendsson keppandi – kringlukast Brynjar Gunnarsson flokksstjóri/þjálfari Golf Hulda Clara Gestsdóttir keppandi – einstaklings og parakeppni Ingvar Andri Magnússon keppandi – einstaklings og parakeppni Jussi Pitkanen flokksstjóri/þjálfari Sund Brynjólfur Óli Karlsson keppandi – 50 og 200m. baksund Karen Mist Arngeirsdóttir keppandi – 100m. bringusund Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppandi – 50, 100 og 200m. skriðsund Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir flokksstjóri/þjálfari Aðalfararstjóri á leikunum fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er Örvar Ólafsson. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir tekur þátt í leikunum fyrir hönd Íslands sem ungur áhrifavaldur (Young Changemaker) en um er að ræða verkefni á vegum Alþjóðaólympíunefndarinnar sem felur í sér að halda utan um fjölbreytta fræðslu og afþreyingu fyrir keppendur á leikunum. Ingibjörg Kristín keppti sjálf á Ólympíuleikum ungmenna í Singapore árið 2010 og hefur mikla reynslu af þátttöku í stórmótum í gegnum árin en hún hefur átt langan og farsælan feril sem afreksíþróttakona í sundi.
Ólympíuleikar Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira