Settu í fyrsta gír á Grænlandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 14:00 Íris Ösp segist fegin því að fjölskyldan hafi sleppt tökunum og flutt til Grænlands. Hún tengdist náttúrunni þar sterkum böndum. Fréttablaðið/Anton Brink „Þegar hrunið skall á var ég fimmtán ára, að verða sextán. Ég stundaði nám í tíunda bekk í Hlíðaskóla. Reyndar varð rask á skólagöngunni þennan vetur og ég kláraði í grunnskólanum á Ísafirði,“ segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir um októbermánuð árið 2008. Hún segist hafa farið á nokkur mótmæli en fundist hún utangarðs. „Ég stóð svolítið fyrir utan þau, fannst þau spennandi en vissi varla hverju ég átti að mótmæla. Fannst ég ekki eiga beint tilkall til þess, ég var dæmigerður týndur unglingur býst ég við,“ segir Íris. Þegar hrunið skall á var stjúpfaðir hennar í byggingarvinnu. Í þeim geira missti fjöldi fólks atvinnu sína. „Hann missti vinnuna og sótti um störf víða, eiginlega alls staðar þar sem honum datt í hug að störf væru í boði. Meðal annars á Grænlandi. Hann kom heim einn daginn og sagði: Heyrið mig, við þurfum að flytja til Grænlands,“ segir Íris og segir fjölskylduna hafa gapað af undrun. Hún segist ekki hafa tekið fréttunum sérlega vel. „Ég sá það ekki þá, en ég sé það núna að þetta var besta ákvörðun sem fjölskyldan gat tekið. Þetta áttu eftir að verða góð ár. Ég var bara unglingur með fordóma og sá fyrir mér glatað líf innan um gamla, tannlausa og hjólbeinótta karla,“ segir Íris og hlær. „Grænland gerði mig að betri manneskju. Við fluttum fyrst til eins syðsta bæjar á Grænlandi, Nanortalik. Við vorum þar í um tvö ár. Á átján ára afmælisdaginn minn fluttum við svo til Qaqortoq og þar bjuggum við í önnur tvö ár. Hér heima var allt í volli en við skiptum í fyrsta gír. Mamma fór að hugsa um garðinn sinn, hún hefur mikinn áhuga á blómum og garðyrkju. Ég á lítinn bróður, hann var eins árs þegar við fluttum og það var gott fyrir hann að búa þarna,“ segir Íris. „Ég fylgdist lítið með fréttum frá Íslandi. Internetið var af skornum skammti þar sem við bjuggum. Grænlenskt samfélag er svo allt öðru vísi en íslenskt. Þar er annar taktur. Ef það er ekki til mjólk í búðinni. Þá kemur þú bara aftur næsta dag. Eða þar næsta. Við löbbuðum líka út um allt, sama hversu langt við þurftum að fara á milli staða. Við fjölskyldan urðum eiginlega frjáls. Við erum öll fegin því að hafa farið. Við slepptum takinu, fórum að horfa betur í kringum okkur. Ég væri ekki sama manneskjan, ég tengdist náttúrunni sterkt og opnaði huga minn og hjarta fyrir menningu annarra,“ segir Íris. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira
„Þegar hrunið skall á var ég fimmtán ára, að verða sextán. Ég stundaði nám í tíunda bekk í Hlíðaskóla. Reyndar varð rask á skólagöngunni þennan vetur og ég kláraði í grunnskólanum á Ísafirði,“ segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir um októbermánuð árið 2008. Hún segist hafa farið á nokkur mótmæli en fundist hún utangarðs. „Ég stóð svolítið fyrir utan þau, fannst þau spennandi en vissi varla hverju ég átti að mótmæla. Fannst ég ekki eiga beint tilkall til þess, ég var dæmigerður týndur unglingur býst ég við,“ segir Íris. Þegar hrunið skall á var stjúpfaðir hennar í byggingarvinnu. Í þeim geira missti fjöldi fólks atvinnu sína. „Hann missti vinnuna og sótti um störf víða, eiginlega alls staðar þar sem honum datt í hug að störf væru í boði. Meðal annars á Grænlandi. Hann kom heim einn daginn og sagði: Heyrið mig, við þurfum að flytja til Grænlands,“ segir Íris og segir fjölskylduna hafa gapað af undrun. Hún segist ekki hafa tekið fréttunum sérlega vel. „Ég sá það ekki þá, en ég sé það núna að þetta var besta ákvörðun sem fjölskyldan gat tekið. Þetta áttu eftir að verða góð ár. Ég var bara unglingur með fordóma og sá fyrir mér glatað líf innan um gamla, tannlausa og hjólbeinótta karla,“ segir Íris og hlær. „Grænland gerði mig að betri manneskju. Við fluttum fyrst til eins syðsta bæjar á Grænlandi, Nanortalik. Við vorum þar í um tvö ár. Á átján ára afmælisdaginn minn fluttum við svo til Qaqortoq og þar bjuggum við í önnur tvö ár. Hér heima var allt í volli en við skiptum í fyrsta gír. Mamma fór að hugsa um garðinn sinn, hún hefur mikinn áhuga á blómum og garðyrkju. Ég á lítinn bróður, hann var eins árs þegar við fluttum og það var gott fyrir hann að búa þarna,“ segir Íris. „Ég fylgdist lítið með fréttum frá Íslandi. Internetið var af skornum skammti þar sem við bjuggum. Grænlenskt samfélag er svo allt öðru vísi en íslenskt. Þar er annar taktur. Ef það er ekki til mjólk í búðinni. Þá kemur þú bara aftur næsta dag. Eða þar næsta. Við löbbuðum líka út um allt, sama hversu langt við þurftum að fara á milli staða. Við fjölskyldan urðum eiginlega frjáls. Við erum öll fegin því að hafa farið. Við slepptum takinu, fórum að horfa betur í kringum okkur. Ég væri ekki sama manneskjan, ég tengdist náttúrunni sterkt og opnaði huga minn og hjarta fyrir menningu annarra,“ segir Íris.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira