Fátæku börnin í Reykjavíkurborg Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. október 2018 07:30 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. „Í Breiðholti hefur fátækt fólk einangrast. Í Reykjavík ættu engin börn að þurfa að lifa undir fátæktarmörkum,“ segir borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir. Hún fékk þau svör við fyrirspurn sinni að nærri fimm hundruð börn tilheyra fjölskyldum sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík. En alls nemur heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni nær átta hundruðum. Tæp 28 prósent þessara barna búa í Breiðholti. Kolbrún segir borgarmeirihlutanum hafa mistekist að koma á félagslegri blöndun. Kolbrún lagði í júlí fram fyrirspurn um hversu mörg börn í Reykjavík búi undir fátæktarmörkum, þ.e. framfærsluviðmiði velferðarráðuneytis. Í svari Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, eru tölur fyrir tímabilið janúar til maí 2018. Á því tímabili voru börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu samtals 489, eða tæp tvö prósent allra barna 17 ára og yngri í Reykjavík. Heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni, að meðtöldum þeim sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu, var samtals 784. Fjárhagsaðstoð til framfærslu getur verið allt að 189.875 krónur fyrir einstakling og 284.813 krónur á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna samkvæmt upplýsingum af vef borgarinnar. Framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins gera hins vegar ráð fyrir að einstætt foreldri með eitt barn á framfæri í leikskóla þurfi 302 þúsund krónur á mánuði. Er þá ekki tekinn með húsnæðiskostnaður sem Regína gerir í svari sínu ráð fyrir að sé að lágmarki 100 þúsund krónur til viðbótar að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Sviðsstjórinn gerir ráð fyrir því að fleiri reykvísk börn en þeirra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð frá borginni séu undir fátæktarviðmiðum. Skýrsla UNICEF frá 2016 áætlaði að 9,1 prósent barna liði skort árið 2014. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði boða stofnun stýrihóps til að móta aðgerðir borgarinnar gegn fátækt, en um áramót er að vænta niðurstöðu greiningar sem velferðarráð óskaði eftir á síðasta kjörtímabili um fjölda barna sem búa við fátækt í borginni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
„Í Breiðholti hefur fátækt fólk einangrast. Í Reykjavík ættu engin börn að þurfa að lifa undir fátæktarmörkum,“ segir borgarfulltrúi Flokks fólksins, Kolbrún Baldursdóttir. Hún fékk þau svör við fyrirspurn sinni að nærri fimm hundruð börn tilheyra fjölskyldum sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu í Reykjavík. En alls nemur heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni nær átta hundruðum. Tæp 28 prósent þessara barna búa í Breiðholti. Kolbrún segir borgarmeirihlutanum hafa mistekist að koma á félagslegri blöndun. Kolbrún lagði í júlí fram fyrirspurn um hversu mörg börn í Reykjavík búi undir fátæktarmörkum, þ.e. framfærsluviðmiði velferðarráðuneytis. Í svari Regínu Ásvaldsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs, eru tölur fyrir tímabilið janúar til maí 2018. Á því tímabili voru börn þeirra sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu samtals 489, eða tæp tvö prósent allra barna 17 ára og yngri í Reykjavík. Heildarfjöldi barna þeirra sem fá fjárhagsaðstoð af einhverju tagi frá borginni, að meðtöldum þeim sem fá fjárhagsaðstoð til framfærslu, var samtals 784. Fjárhagsaðstoð til framfærslu getur verið allt að 189.875 krónur fyrir einstakling og 284.813 krónur á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna samkvæmt upplýsingum af vef borgarinnar. Framfærsluviðmið velferðarráðuneytisins gera hins vegar ráð fyrir að einstætt foreldri með eitt barn á framfæri í leikskóla þurfi 302 þúsund krónur á mánuði. Er þá ekki tekinn með húsnæðiskostnaður sem Regína gerir í svari sínu ráð fyrir að sé að lágmarki 100 þúsund krónur til viðbótar að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Sviðsstjórinn gerir ráð fyrir því að fleiri reykvísk börn en þeirra foreldra sem fá fjárhagsaðstoð frá borginni séu undir fátæktarviðmiðum. Skýrsla UNICEF frá 2016 áætlaði að 9,1 prósent barna liði skort árið 2014. Fulltrúar meirihlutans í borgarráði boða stofnun stýrihóps til að móta aðgerðir borgarinnar gegn fátækt, en um áramót er að vænta niðurstöðu greiningar sem velferðarráð óskaði eftir á síðasta kjörtímabili um fjölda barna sem búa við fátækt í borginni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira