Slökun, sítrusávextir og hollur heimalagaður matur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 11:00 Lax og egg eru matartegundir ríkar af d-vítamíni. Dr. Teitur Guðmundsson gefur lesendum góð ráð til að verjast pestum vetrarins. Flensur og kveisur?– Hvernig er best að verjast því að fá flensu og kveisur vetrarins?„Við vitum að það ganga mjög margar pestir yfir haust og vetrarmánuðina, inflúensan kemur iðulega um miðjan vetur og er þá bólusetning ágætis vörn. Það að bólusetja sig reglulega byggir upp ónæmi gegn flensuveiru sem er á hverju ári nýr stofn og þess vegna þarf að framkvæma bólusetninguna árlega. Almenna reglan er svo sú að fara vel með sig, fá nægan svefn og huga að streituþáttum og vellíðan, álag hefur dempandi áhrif á ónæmiskerfið og viðbragð þess.“Dr. Teitur Guðmundsson leggur áherslu á gott mataræði, slökun og hreyfingu.– Á hverju á fólk að vara sig? „Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti, handþvottur er ágæt regla líka til að draga úr líkum á smiti.“– Áttu einhver góð ráð um mataræði eða lífsstíl sem fólk ætti að fylgja? „Þetta er mjög einstaklingsbundið auðvitað en með vísan til þess sem segir hér að ofan er aðalatriðið að vera í góðu jafnvægi. Almennt má segja að næringarríkur matur, fjölbreyttur og ferskur sé lykilatriði. Skyndifæði og unnin matvara er ekki skynsamleg almennt burtséð frá því hvaða tími ársins er. Ávextir og grænmeti eru rík af vítamínum og bætiefnum, sérstaklega sítrusávextir.“Jóga styrkir og mýkir líkamann.– En bætiefni og vítamín? „Bætiefni og vítamín fáum við flest hver með réttu mataræði og ef upptaka í líkamanum er í lagi. Það má þó segja að líklega fáum við ekki nóg af D-vítamíni og það má bæta það upp sérstaklega. Ýmis bætiefni eru nefnd til sögunnar líkt og C-vítamín, sink, ýmis andoxunarefni og margt fleira. Flest eru vítamínin vatnsleysanleg svo það er erfitt að gera sér illt, B-vítamín hafa löngum verið notuð og við vitum að þau dempast við streitu og álag. Hin fituleysanlegu geta verið varhugaverðari og ætti ekki að taka inn í óhófi en það eru A-, D-, E- og K-vítamín.“– Hvernig styrkir fólk ónæmiskerfið ef það hefur hug á því? „Best er að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og ferskan, elda sjálfur og njóta, huga að svefninum sérstaklega, að fá nægan svefn, og draga úr streitu og álagi almennt ef hægt er eru svona þessi hefbundnu ráð. Það getur svo verið skynsamlegt að iðka slökun og hugleiðslu eða jóga til viðbótar.Heitt sítrónuvatn er afar mikil heilsubót að sögn Teits.Gott - Jóga og hugleiðsla - Sítrusávextir - Hollur heimalagaður matur - C-, B- og D-vítamín - Sink - Handþvottur - HreyfingSlæmt - Skyndifæði og unnin matvara - Streita og álag Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti. Meira á www.frettablaðið.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira
Dr. Teitur Guðmundsson gefur lesendum góð ráð til að verjast pestum vetrarins. Flensur og kveisur?– Hvernig er best að verjast því að fá flensu og kveisur vetrarins?„Við vitum að það ganga mjög margar pestir yfir haust og vetrarmánuðina, inflúensan kemur iðulega um miðjan vetur og er þá bólusetning ágætis vörn. Það að bólusetja sig reglulega byggir upp ónæmi gegn flensuveiru sem er á hverju ári nýr stofn og þess vegna þarf að framkvæma bólusetninguna árlega. Almenna reglan er svo sú að fara vel með sig, fá nægan svefn og huga að streituþáttum og vellíðan, álag hefur dempandi áhrif á ónæmiskerfið og viðbragð þess.“Dr. Teitur Guðmundsson leggur áherslu á gott mataræði, slökun og hreyfingu.– Á hverju á fólk að vara sig? „Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti, handþvottur er ágæt regla líka til að draga úr líkum á smiti.“– Áttu einhver góð ráð um mataræði eða lífsstíl sem fólk ætti að fylgja? „Þetta er mjög einstaklingsbundið auðvitað en með vísan til þess sem segir hér að ofan er aðalatriðið að vera í góðu jafnvægi. Almennt má segja að næringarríkur matur, fjölbreyttur og ferskur sé lykilatriði. Skyndifæði og unnin matvara er ekki skynsamleg almennt burtséð frá því hvaða tími ársins er. Ávextir og grænmeti eru rík af vítamínum og bætiefnum, sérstaklega sítrusávextir.“Jóga styrkir og mýkir líkamann.– En bætiefni og vítamín? „Bætiefni og vítamín fáum við flest hver með réttu mataræði og ef upptaka í líkamanum er í lagi. Það má þó segja að líklega fáum við ekki nóg af D-vítamíni og það má bæta það upp sérstaklega. Ýmis bætiefni eru nefnd til sögunnar líkt og C-vítamín, sink, ýmis andoxunarefni og margt fleira. Flest eru vítamínin vatnsleysanleg svo það er erfitt að gera sér illt, B-vítamín hafa löngum verið notuð og við vitum að þau dempast við streitu og álag. Hin fituleysanlegu geta verið varhugaverðari og ætti ekki að taka inn í óhófi en það eru A-, D-, E- og K-vítamín.“– Hvernig styrkir fólk ónæmiskerfið ef það hefur hug á því? „Best er að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og ferskan, elda sjálfur og njóta, huga að svefninum sérstaklega, að fá nægan svefn, og draga úr streitu og álagi almennt ef hægt er eru svona þessi hefbundnu ráð. Það getur svo verið skynsamlegt að iðka slökun og hugleiðslu eða jóga til viðbótar.Heitt sítrónuvatn er afar mikil heilsubót að sögn Teits.Gott - Jóga og hugleiðsla - Sítrusávextir - Hollur heimalagaður matur - C-, B- og D-vítamín - Sink - Handþvottur - HreyfingSlæmt - Skyndifæði og unnin matvara - Streita og álag Það er ágætt að hafa það í huga að flest smit eru dropa- og snertismit, þannig að mikil nálægð við veika einstaklinga getur valdið veikindum og smiti. Meira á www.frettablaðið.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Sjá meira