Sagt upp hjá borginni áður en hann byrjaði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. október 2018 07:15 Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dró Reykjavíkurborg ráðninguna til baka skömmu eftir að hún var tilkynnt og var skrifstofustjóranum því sagt upp áður en hann tók til starfa. vísir/vilhelm Þann 1. júní síðastliðinn sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu og birti á vef sínum frétt um að Brynjar Stefánsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Orku náttúrunnar, hefði verið ráðinn skrifstofustjóri yfir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Brynjar náði þó aldrei að hefja störf og fréttina af ráðningu hans er nú hvergi að finna á vef borgarinnar. Hún lifir þó enn á þeim vefmiðlum sem birtu hana á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dró Reykjavíkurborg ráðninguna til baka skömmu eftir að hún var tilkynnt og var skrifstofustjóranum því sagt upp áður en hann tók til starfa. Brynjar vill ekki tjá sig um málið né staðfesta heimildir Fréttablaðsins um að hann hyggist leita réttar síns gagnvart borginni vegna málsins. Engar upplýsingar fást í raun um ástæður uppsagnarinnar. „Það er rétt að Brynjar var ráðinn til starfa eins og fram kom í tilkynningunni sem þú vísar til. Hann kom hins vegar ekki til starfa hjá Reykjavíkurborg og ekki unnt að greina nánar frá ástæðum þess,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari um hin dularfullu starfslok. Inni á vef borgarinnar er Óli Jón Hertervig nú titlaður skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar en hann hefur starfað sem deildarstjóri eignaumsýslu á skrifstofunni og var einn umsækjenda um stöðu skrifstofustjóra í vor. Stefán segir að Óla Jóni hafi verið falið að gegna starfinu tímabundið þar til ráðið verði í það á ný. „Starfið verður auglýst á ný síðar í haust að öllu óbreyttu,“ segir Stefán og verst allra frekari frétta af málinu og ástæðum þess að ráðning Brynjars var dregin til baka. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Þann 1. júní síðastliðinn sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu og birti á vef sínum frétt um að Brynjar Stefánsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Orku náttúrunnar, hefði verið ráðinn skrifstofustjóri yfir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Brynjar náði þó aldrei að hefja störf og fréttina af ráðningu hans er nú hvergi að finna á vef borgarinnar. Hún lifir þó enn á þeim vefmiðlum sem birtu hana á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dró Reykjavíkurborg ráðninguna til baka skömmu eftir að hún var tilkynnt og var skrifstofustjóranum því sagt upp áður en hann tók til starfa. Brynjar vill ekki tjá sig um málið né staðfesta heimildir Fréttablaðsins um að hann hyggist leita réttar síns gagnvart borginni vegna málsins. Engar upplýsingar fást í raun um ástæður uppsagnarinnar. „Það er rétt að Brynjar var ráðinn til starfa eins og fram kom í tilkynningunni sem þú vísar til. Hann kom hins vegar ekki til starfa hjá Reykjavíkurborg og ekki unnt að greina nánar frá ástæðum þess,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari um hin dularfullu starfslok. Inni á vef borgarinnar er Óli Jón Hertervig nú titlaður skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar en hann hefur starfað sem deildarstjóri eignaumsýslu á skrifstofunni og var einn umsækjenda um stöðu skrifstofustjóra í vor. Stefán segir að Óla Jóni hafi verið falið að gegna starfinu tímabundið þar til ráðið verði í það á ný. „Starfið verður auglýst á ný síðar í haust að öllu óbreyttu,“ segir Stefán og verst allra frekari frétta af málinu og ástæðum þess að ráðning Brynjars var dregin til baka.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir