Sagt upp hjá borginni áður en hann byrjaði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. október 2018 07:15 Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dró Reykjavíkurborg ráðninguna til baka skömmu eftir að hún var tilkynnt og var skrifstofustjóranum því sagt upp áður en hann tók til starfa. vísir/vilhelm Þann 1. júní síðastliðinn sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu og birti á vef sínum frétt um að Brynjar Stefánsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Orku náttúrunnar, hefði verið ráðinn skrifstofustjóri yfir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Brynjar náði þó aldrei að hefja störf og fréttina af ráðningu hans er nú hvergi að finna á vef borgarinnar. Hún lifir þó enn á þeim vefmiðlum sem birtu hana á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dró Reykjavíkurborg ráðninguna til baka skömmu eftir að hún var tilkynnt og var skrifstofustjóranum því sagt upp áður en hann tók til starfa. Brynjar vill ekki tjá sig um málið né staðfesta heimildir Fréttablaðsins um að hann hyggist leita réttar síns gagnvart borginni vegna málsins. Engar upplýsingar fást í raun um ástæður uppsagnarinnar. „Það er rétt að Brynjar var ráðinn til starfa eins og fram kom í tilkynningunni sem þú vísar til. Hann kom hins vegar ekki til starfa hjá Reykjavíkurborg og ekki unnt að greina nánar frá ástæðum þess,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari um hin dularfullu starfslok. Inni á vef borgarinnar er Óli Jón Hertervig nú titlaður skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar en hann hefur starfað sem deildarstjóri eignaumsýslu á skrifstofunni og var einn umsækjenda um stöðu skrifstofustjóra í vor. Stefán segir að Óla Jóni hafi verið falið að gegna starfinu tímabundið þar til ráðið verði í það á ný. „Starfið verður auglýst á ný síðar í haust að öllu óbreyttu,“ segir Stefán og verst allra frekari frétta af málinu og ástæðum þess að ráðning Brynjars var dregin til baka. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Þann 1. júní síðastliðinn sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu og birti á vef sínum frétt um að Brynjar Stefánsson, forstöðumaður sölu- og viðskiptaþróunar hjá Orku náttúrunnar, hefði verið ráðinn skrifstofustjóri yfir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Brynjar náði þó aldrei að hefja störf og fréttina af ráðningu hans er nú hvergi að finna á vef borgarinnar. Hún lifir þó enn á þeim vefmiðlum sem birtu hana á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dró Reykjavíkurborg ráðninguna til baka skömmu eftir að hún var tilkynnt og var skrifstofustjóranum því sagt upp áður en hann tók til starfa. Brynjar vill ekki tjá sig um málið né staðfesta heimildir Fréttablaðsins um að hann hyggist leita réttar síns gagnvart borginni vegna málsins. Engar upplýsingar fást í raun um ástæður uppsagnarinnar. „Það er rétt að Brynjar var ráðinn til starfa eins og fram kom í tilkynningunni sem þú vísar til. Hann kom hins vegar ekki til starfa hjá Reykjavíkurborg og ekki unnt að greina nánar frá ástæðum þess,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari um hin dularfullu starfslok. Inni á vef borgarinnar er Óli Jón Hertervig nú titlaður skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar en hann hefur starfað sem deildarstjóri eignaumsýslu á skrifstofunni og var einn umsækjenda um stöðu skrifstofustjóra í vor. Stefán segir að Óla Jóni hafi verið falið að gegna starfinu tímabundið þar til ráðið verði í það á ný. „Starfið verður auglýst á ný síðar í haust að öllu óbreyttu,“ segir Stefán og verst allra frekari frétta af málinu og ástæðum þess að ráðning Brynjars var dregin til baka.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira