Græn orka tvöfaldast á aðeins tveimur árum Sveinn Arnarsson skrifar 5. október 2018 07:30 Bílar sem keyptir eru nýir nú munu að öllum líkindum rata inn í Parísartölfræðina. Fréttablaðið/Ernir Endurnýjanlegt eldsneyti til samgangna á Íslandi hefur tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Er nú svo komið að 5,7 prósent orkunotkunar í samgöngum koma frá endurnýjanlegu eldsneyti. Þetta kemur fram í skýrslu Orkustofnunar um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum hér á landi í fyrra sem birtist nýlega. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir mikilvægt að menn hugi nú þegar að samsetningu bílaflotans vegna Parísarsamkomulagsins. Fyrir loftslagsráðstefnuna í París settu þjóðir heims fram aðgerðaloforð þar sem hver þjóð leggur fram drög að því hversu mikið hún ætlar að draga úr losun til 2030. Hreinir rafmagnsbílar eða annars konar ökutæki sem nota græna orku þurfa að verða orðin um hundrað þúsund eftir tólf ár, ætlum við okkur að standa við skuldbindingar okkar. „Eina leiðin til að ná skuldbindingum okkar er að rafvæða samgöngur,“ segir Sigurður Ingi. „Við erum komnir inn á þá tíma að bílar sem keyptir eru nýir munu líklega verða inni í Parísartölfræðinni árið 2030. Þess vegna er orðið mjög mikilvægt að hægja á því að troða glænýjum bensín- og dísilbílum inn á markaðinn. Nú erum við byrjaðir að raða inn í flotann sem mun svo telja í bókhaldinu okkar við Parísarsamkomulagið.“ Í fyrra voru notaðar fimm tegundir græns eldsneytis í samgöngum á landi. Það eru lífdísil, etanól, metanól, metan og raforka. Þrír hinir síðastnefndu eru eingöngu innlendir orkugjafar, það er, aðeins framleiddir hér á landi. Hins vegar er svo komið að olíunotkun bíla er aftur farin að aukast eftir hrunárin. Ástæðuna má vafalaust rekja til fjölgunar erlendra ferðamanna. „Ástæða þess að endurnýjanlegt eldsneyti hefur aukist svo mikið er að rafbílar eru afar orkunýtnir. Hver rafbíll nýtir orku mun betur en bensínbíll. Þegar raforka er þannig reiknuð sem olíuígildi þá fær rafbíllinn hærri margfeldisstuðul,“ segir Sigurður Ingi. „Því getum við sagt að þegar allir bílar eru orðnir rafvæddir mun heildarorkunotkun í samgöngum snarminnka þótt fjöldi ekinna kílómetra verði sá sami og áður. Rafbílar hafa verið að taka flugið og eru nú að verða um tíu þúsund talsins. Við erum því komin áleiðis að orkuskiptum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Sjá meira
Endurnýjanlegt eldsneyti til samgangna á Íslandi hefur tvöfaldast á aðeins tveimur árum. Er nú svo komið að 5,7 prósent orkunotkunar í samgöngum koma frá endurnýjanlegu eldsneyti. Þetta kemur fram í skýrslu Orkustofnunar um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum hér á landi í fyrra sem birtist nýlega. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir mikilvægt að menn hugi nú þegar að samsetningu bílaflotans vegna Parísarsamkomulagsins. Fyrir loftslagsráðstefnuna í París settu þjóðir heims fram aðgerðaloforð þar sem hver þjóð leggur fram drög að því hversu mikið hún ætlar að draga úr losun til 2030. Hreinir rafmagnsbílar eða annars konar ökutæki sem nota græna orku þurfa að verða orðin um hundrað þúsund eftir tólf ár, ætlum við okkur að standa við skuldbindingar okkar. „Eina leiðin til að ná skuldbindingum okkar er að rafvæða samgöngur,“ segir Sigurður Ingi. „Við erum komnir inn á þá tíma að bílar sem keyptir eru nýir munu líklega verða inni í Parísartölfræðinni árið 2030. Þess vegna er orðið mjög mikilvægt að hægja á því að troða glænýjum bensín- og dísilbílum inn á markaðinn. Nú erum við byrjaðir að raða inn í flotann sem mun svo telja í bókhaldinu okkar við Parísarsamkomulagið.“ Í fyrra voru notaðar fimm tegundir græns eldsneytis í samgöngum á landi. Það eru lífdísil, etanól, metanól, metan og raforka. Þrír hinir síðastnefndu eru eingöngu innlendir orkugjafar, það er, aðeins framleiddir hér á landi. Hins vegar er svo komið að olíunotkun bíla er aftur farin að aukast eftir hrunárin. Ástæðuna má vafalaust rekja til fjölgunar erlendra ferðamanna. „Ástæða þess að endurnýjanlegt eldsneyti hefur aukist svo mikið er að rafbílar eru afar orkunýtnir. Hver rafbíll nýtir orku mun betur en bensínbíll. Þegar raforka er þannig reiknuð sem olíuígildi þá fær rafbíllinn hærri margfeldisstuðul,“ segir Sigurður Ingi. „Því getum við sagt að þegar allir bílar eru orðnir rafvæddir mun heildarorkunotkun í samgöngum snarminnka þótt fjöldi ekinna kílómetra verði sá sami og áður. Rafbílar hafa verið að taka flugið og eru nú að verða um tíu þúsund talsins. Við erum því komin áleiðis að orkuskiptum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Fleiri fréttir Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Sjá meira