Innlent

Níu þúsund fyrir rjúpnaveiðileyfi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Gengið til rjúpna.
Gengið til rjúpna. Fréttablaðið/Vilhelm
Landbúnaðarráð Húnaþings vestra hefur samþykkt að í haust kosti níu þúsund krónur á dag að veiða rjúpu í eignarlöndum sveitarfélagsins.

Þeir sem eru með veiðikort útgefið af Umhverfisstofnun geta keypt leyfin sem verða á tveimur svæðum. Annars vegar á Víðidalstunguheiði ásamt jörðunum Króki, Stóru-Hlíð, Stóra-Hvarfi og eignarhluta Húnaþings vestra í Öxnatungu. Hins vegar á Arnarvatnsheiði og Tvídægru. Seld eru fjögur leyfi á fyrrnefnda svæðið og leyfi fyrir fimm byssur á síðarnefnda svæðið.

„Þess er vænst að veiðimenn virði það fyrirkomulag sem hér er kynnt og viðurkenni að það sé sanngjarnt og eðlilegt að greiða hóflegt gjald fyrir aðgang að takmörkuðum gæðum eins og rjúpnaveiði,“ segir í samþykkt landbúnaðarráðsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×