Framsal meints höfuðpaurs í Euro-Market málinu heimilað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. október 2018 06:15 Frá blaðamannafundi lögreglu 18. desember 2017. Fréttablaðið/Ernir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal meints höfuðpaurs í Euromarket-málinu til Póllands. Í framsalsbeiðninni er byggt á því að pólsk yfirvöld hafi til rannsóknar aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og ólöglegum flutningi fíkniefna milli landa. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir að verulega skorti á að tekin hafi verið afstaða til þeirra sjónarmiða sem teflt hafi verið fram í málinu. Litið hafi verið fram hjá lögbundnum mannúðarsjónarmiðum. Nánast sé eins og um framsal á Íslendingi sé að ræða enda hafi skjólstæðingur hans búið hér í meira en tíu ár, eigi hér konu og barn, eigin atvinnurekstur og ýmsar aðrar rætur í samfélaginu. Með framsalinu sé hann sviptur þeim rétti að verja sig hérlendis fyrir þeim ásökunum sem á hann eru bornar af íslensku ákæruvaldi og óljóst sé t.d. hvað verði um kyrrsetningu eigna hans hér á landi fari mál hans skyndilega til umfjöllunar dómstóla í Póllandi. Þá liggi fyrir að skjólstæðingur hans hafi verið til rannsóknar hér á landi vegna sömu brota, sætt margs konar þvingunaraðgerðum, setið í gæsluvarðhaldi og sætt farbanni. Ekki hafi verið lögð fram ákæra á hendur honum og þegar af þeirri ástæðu eigi að synja framsalskröfunni. Í úrskurðinum er ekki fallist á þessa túlkun verjandans. Í júlí hafði Fréttablaðið eftir Margeiri Sveinssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn málsins beindist að fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, en einnig að fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Í framsalsúrskurðinum kemur hins vegar fram að umræddur höfuðpaur eigi aðeins eitt ólokið mál í kerfi lögreglunnar sem varðar meint peningaþvætti. Steinbergur bendir einnig á að ekki hafi verið lagt mat á framsalsbeiðnina með hliðsjón af stöðu dómskerfisins í Póllandi eins og Evrópudómstóllinn hefur áskilið en hann fjallaði nýverið um meðferð írskra stjórnvalda á beiðni um framsal pólsks borgara til Póllands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal meints höfuðpaurs í Euromarket-málinu til Póllands. Í framsalsbeiðninni er byggt á því að pólsk yfirvöld hafi til rannsóknar aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og ólöglegum flutningi fíkniefna milli landa. Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttar. Steinbergur Finnbogason, verjandi mannsins, segir að verulega skorti á að tekin hafi verið afstaða til þeirra sjónarmiða sem teflt hafi verið fram í málinu. Litið hafi verið fram hjá lögbundnum mannúðarsjónarmiðum. Nánast sé eins og um framsal á Íslendingi sé að ræða enda hafi skjólstæðingur hans búið hér í meira en tíu ár, eigi hér konu og barn, eigin atvinnurekstur og ýmsar aðrar rætur í samfélaginu. Með framsalinu sé hann sviptur þeim rétti að verja sig hérlendis fyrir þeim ásökunum sem á hann eru bornar af íslensku ákæruvaldi og óljóst sé t.d. hvað verði um kyrrsetningu eigna hans hér á landi fari mál hans skyndilega til umfjöllunar dómstóla í Póllandi. Þá liggi fyrir að skjólstæðingur hans hafi verið til rannsóknar hér á landi vegna sömu brota, sætt margs konar þvingunaraðgerðum, setið í gæsluvarðhaldi og sætt farbanni. Ekki hafi verið lögð fram ákæra á hendur honum og þegar af þeirri ástæðu eigi að synja framsalskröfunni. Í úrskurðinum er ekki fallist á þessa túlkun verjandans. Í júlí hafði Fréttablaðið eftir Margeiri Sveinssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn málsins beindist að fíkniefnainnflutningi og peningaþvætti, en einnig að fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Í framsalsúrskurðinum kemur hins vegar fram að umræddur höfuðpaur eigi aðeins eitt ólokið mál í kerfi lögreglunnar sem varðar meint peningaþvætti. Steinbergur bendir einnig á að ekki hafi verið lagt mat á framsalsbeiðnina með hliðsjón af stöðu dómskerfisins í Póllandi eins og Evrópudómstóllinn hefur áskilið en hann fjallaði nýverið um meðferð írskra stjórnvalda á beiðni um framsal pólsks borgara til Póllands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira