Eyþór segir Viðreisnarfólk og Pírata þjakaða af ákvarðanafælni Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2018 14:24 Eyþór skilur ekkert í þeim í Viðreisn né Pírötum, segir þeim fyrirmunað að taka afstöðu. frettablaðið/ernir Á fundi borgarráðs í morgun var tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um skipulagningu lóða í Örfirisey, BSÍ-reitnum, Keldum og Úlfarsársdal fyrir að minnsta kosti 6000 íbúðir, vísað frá. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, er afar ósáttur við afgreiðslu málsins. Hann segir meirihlutaflokkana vera ákvarðanafælna með afbrigðum, einkum Pírata og Viðreisn sem þori ekki að taka afstöðu.Furðar sig á vinnubrögðunum „Samþykkt var á fyrsta borgarstjórnarfundi að vísa tillögunni til borgarráðs til umfjöllunar og þar var tillögunni vísað frá. Þetta eru fáránleg vinnubrögð. Af hverju var þessu ekki vísað frá á borgarstjórnarfundinum? Það er eins og þau í Viðreisn og Pírötum þori ekki að segja já eða nei,“ segir Eyþór og furðar sig mjög á því hvernig staðið er að málum í borgarstjórninni. „Engin rök eru að vísa þessari mikilvægu tillögu frá. Það lýsir kjarkleysi að vilja ekki taka afstöðu til hennar. Andvaraleysi í skipulagsmálum hefur valdið skorti á hagkvæmu húsnæði í borginni og er enn byggt mest á dýrum þéttingarreitum.“Lítið samráð Eyþór segir þetta síður en svo eina dæmið um afstöðu- og ráðaleysi í borgarstjórninni og nefnir tillögu um jöfn fjárframlög með börnum í leik- og grunnskóla og á frístundaheimilum óháð rekstrarformi hafi verið vísað inn í borgarráð á síðasta fundi borgarstjórnar til frekari skoðunar. „Vegna þess að Viðreisn og Píratar áttu erfitt með að taka afstöðu til tillögunnar enda eitt af kosningaloforðum þessara tveggja flokka,“ segir Eyþór sem kvartar undan litlu samráði, líkt og meirihlutaflokkum var tíðrætt um í aðdraganda kosninga. „Það var engin ástæða til að vísa þessari mikilvægu tillögum frá og engin rök fyrir því. Skipulagsmál taka tíma og einmitt þess vegna er rétti tíminn að undirbúa ný svæði í upphafi kjörtímabils og lenda ekki í tímahraki,“ segir Eyþór. Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Á fundi borgarráðs í morgun var tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um skipulagningu lóða í Örfirisey, BSÍ-reitnum, Keldum og Úlfarsársdal fyrir að minnsta kosti 6000 íbúðir, vísað frá. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, er afar ósáttur við afgreiðslu málsins. Hann segir meirihlutaflokkana vera ákvarðanafælna með afbrigðum, einkum Pírata og Viðreisn sem þori ekki að taka afstöðu.Furðar sig á vinnubrögðunum „Samþykkt var á fyrsta borgarstjórnarfundi að vísa tillögunni til borgarráðs til umfjöllunar og þar var tillögunni vísað frá. Þetta eru fáránleg vinnubrögð. Af hverju var þessu ekki vísað frá á borgarstjórnarfundinum? Það er eins og þau í Viðreisn og Pírötum þori ekki að segja já eða nei,“ segir Eyþór og furðar sig mjög á því hvernig staðið er að málum í borgarstjórninni. „Engin rök eru að vísa þessari mikilvægu tillögu frá. Það lýsir kjarkleysi að vilja ekki taka afstöðu til hennar. Andvaraleysi í skipulagsmálum hefur valdið skorti á hagkvæmu húsnæði í borginni og er enn byggt mest á dýrum þéttingarreitum.“Lítið samráð Eyþór segir þetta síður en svo eina dæmið um afstöðu- og ráðaleysi í borgarstjórninni og nefnir tillögu um jöfn fjárframlög með börnum í leik- og grunnskóla og á frístundaheimilum óháð rekstrarformi hafi verið vísað inn í borgarráð á síðasta fundi borgarstjórnar til frekari skoðunar. „Vegna þess að Viðreisn og Píratar áttu erfitt með að taka afstöðu til tillögunnar enda eitt af kosningaloforðum þessara tveggja flokka,“ segir Eyþór sem kvartar undan litlu samráði, líkt og meirihlutaflokkum var tíðrætt um í aðdraganda kosninga. „Það var engin ástæða til að vísa þessari mikilvægu tillögum frá og engin rök fyrir því. Skipulagsmál taka tíma og einmitt þess vegna er rétti tíminn að undirbúa ný svæði í upphafi kjörtímabils og lenda ekki í tímahraki,“ segir Eyþór.
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira