Eyþór segir Viðreisnarfólk og Pírata þjakaða af ákvarðanafælni Jakob Bjarnar skrifar 4. október 2018 14:24 Eyþór skilur ekkert í þeim í Viðreisn né Pírötum, segir þeim fyrirmunað að taka afstöðu. frettablaðið/ernir Á fundi borgarráðs í morgun var tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um skipulagningu lóða í Örfirisey, BSÍ-reitnum, Keldum og Úlfarsársdal fyrir að minnsta kosti 6000 íbúðir, vísað frá. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, er afar ósáttur við afgreiðslu málsins. Hann segir meirihlutaflokkana vera ákvarðanafælna með afbrigðum, einkum Pírata og Viðreisn sem þori ekki að taka afstöðu.Furðar sig á vinnubrögðunum „Samþykkt var á fyrsta borgarstjórnarfundi að vísa tillögunni til borgarráðs til umfjöllunar og þar var tillögunni vísað frá. Þetta eru fáránleg vinnubrögð. Af hverju var þessu ekki vísað frá á borgarstjórnarfundinum? Það er eins og þau í Viðreisn og Pírötum þori ekki að segja já eða nei,“ segir Eyþór og furðar sig mjög á því hvernig staðið er að málum í borgarstjórninni. „Engin rök eru að vísa þessari mikilvægu tillögu frá. Það lýsir kjarkleysi að vilja ekki taka afstöðu til hennar. Andvaraleysi í skipulagsmálum hefur valdið skorti á hagkvæmu húsnæði í borginni og er enn byggt mest á dýrum þéttingarreitum.“Lítið samráð Eyþór segir þetta síður en svo eina dæmið um afstöðu- og ráðaleysi í borgarstjórninni og nefnir tillögu um jöfn fjárframlög með börnum í leik- og grunnskóla og á frístundaheimilum óháð rekstrarformi hafi verið vísað inn í borgarráð á síðasta fundi borgarstjórnar til frekari skoðunar. „Vegna þess að Viðreisn og Píratar áttu erfitt með að taka afstöðu til tillögunnar enda eitt af kosningaloforðum þessara tveggja flokka,“ segir Eyþór sem kvartar undan litlu samráði, líkt og meirihlutaflokkum var tíðrætt um í aðdraganda kosninga. „Það var engin ástæða til að vísa þessari mikilvægu tillögum frá og engin rök fyrir því. Skipulagsmál taka tíma og einmitt þess vegna er rétti tíminn að undirbúa ný svæði í upphafi kjörtímabils og lenda ekki í tímahraki,“ segir Eyþór. Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Á fundi borgarráðs í morgun var tillögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um skipulagningu lóða í Örfirisey, BSÍ-reitnum, Keldum og Úlfarsársdal fyrir að minnsta kosti 6000 íbúðir, vísað frá. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, er afar ósáttur við afgreiðslu málsins. Hann segir meirihlutaflokkana vera ákvarðanafælna með afbrigðum, einkum Pírata og Viðreisn sem þori ekki að taka afstöðu.Furðar sig á vinnubrögðunum „Samþykkt var á fyrsta borgarstjórnarfundi að vísa tillögunni til borgarráðs til umfjöllunar og þar var tillögunni vísað frá. Þetta eru fáránleg vinnubrögð. Af hverju var þessu ekki vísað frá á borgarstjórnarfundinum? Það er eins og þau í Viðreisn og Pírötum þori ekki að segja já eða nei,“ segir Eyþór og furðar sig mjög á því hvernig staðið er að málum í borgarstjórninni. „Engin rök eru að vísa þessari mikilvægu tillögu frá. Það lýsir kjarkleysi að vilja ekki taka afstöðu til hennar. Andvaraleysi í skipulagsmálum hefur valdið skorti á hagkvæmu húsnæði í borginni og er enn byggt mest á dýrum þéttingarreitum.“Lítið samráð Eyþór segir þetta síður en svo eina dæmið um afstöðu- og ráðaleysi í borgarstjórninni og nefnir tillögu um jöfn fjárframlög með börnum í leik- og grunnskóla og á frístundaheimilum óháð rekstrarformi hafi verið vísað inn í borgarráð á síðasta fundi borgarstjórnar til frekari skoðunar. „Vegna þess að Viðreisn og Píratar áttu erfitt með að taka afstöðu til tillögunnar enda eitt af kosningaloforðum þessara tveggja flokka,“ segir Eyþór sem kvartar undan litlu samráði, líkt og meirihlutaflokkum var tíðrætt um í aðdraganda kosninga. „Það var engin ástæða til að vísa þessari mikilvægu tillögum frá og engin rök fyrir því. Skipulagsmál taka tíma og einmitt þess vegna er rétti tíminn að undirbúa ný svæði í upphafi kjörtímabils og lenda ekki í tímahraki,“ segir Eyþór.
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira