Heyrði þegar skinnið sprakk á ofninum Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. október 2018 14:18 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/gva Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína og halda handlegg hennar upp að sjóðandi heitum ofni. Konan hlaut alvarleg brunasár í árásinni. Dómurinn leggst ofan á annan fimmtán mánaða dóm sem maðurinn hlaut og mun hann því sæta samtals átján mánaða fangelsi. Dómurinn er alfarið skilorðsbundinn sökum þess að tafir urðu á meðferð málsins. Of stressuð og hrædd til að leggja fram kæru Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í desember árið 2015. Honum var gefið að sök að hafa tekið um handleggi sambýliskonu sinnar og fyrrverandi eiginkonu og haldið höndum hennar og ýtt henni upp að sjóðandi heitum ofni með þeim afleiðingum að hún hlaut 2. stigs brunasár og mögulega að einhverju leyti 3. stigs bruna á hægri upphandlegg og mar á vinstri upphandlegg, að því er segir í dómnum. Maðurinn neitaði sök. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í október árið 2016. Hún sagðist aðspurð fyrir dómi að hún hafi lagt fram kæru svo seint sökum þess að hún var stressuð og hrædd. Þá hafi hún einnig verið að bíða eftir að maðurinn sýndi iðrun en af því hafi ekki orðið. Hélt henni fastri við sjóðheitan ofn Í skýrslu sem lögregla tók af konunni segir um atvikið að hún og maðurinn hafi verið að drekka kvöldið áður en hann réðst á hana. Að morgni næsta dags rifust þau um gamalt fjölskyldumál og þá hafi maðurinn komið að henni en hún hafi sagt honum að hún myndi kýla hann ef hann kæmi nálægt henni. Maðurinn hafi þá ýtt í vinstri hlið hennar þannig að hægri upphandleggur hennar fór utan í ofninn og ofnkranann. Maðurinn hélt henni svo þannig að hún gat ekki hreyft sig, en ofninn hafi verið mjög heitur. Kvaðst konan hafa heyrt þegar skinnið sprakk á handleggnum og hún fundið mikla sviðaverki. Loks hringdi konan í dóttur sína sem fór með henni á spítalann þar sem gert var að sárum hennar. Eftir þetta og allt fram í mars hafi hún þurft að hitta hjúkrunarfræðing vegna meðferðar á sárinu en í vottorði læknis sem var á meðal sönnunargagna í málinu kemur fram að brunasárið á handleggnum hafi verið um 7x10 sentímetrar að stærð. Framburður konunnar fyrir dómi var á sömu leið og rakið var hér á undan. Sagðist hafa beitt nauðvörn Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði haldið konunni frá sér svo hún gæti ekki kýlt hann í umrætt skipti. Hann kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi snert miðstöðvarofninn og neitaði að hafa fært konuna að ofninum til þess að brenna hana. Þá hafi hann ekki leitt hugann að hitastigi ofnsins. Sýknukrafa mannsins byggði m.a. á því að hann hafi beitt nauðvörn. Maðurinn var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot fyrir tveimur árum. Sá dómur var tekinn upp í hinn nýja dóm, sem ákveðið var að yrði skilorðsbundinn að fullu þar sem töluverður dráttur hafi orðið á rannsókn málsins og útgáfu ákæru án þess að maðurinn eigi nokkra sök á því. Maðurinn var því dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur auk 778 þúsund krónur í sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína og halda handlegg hennar upp að sjóðandi heitum ofni. Konan hlaut alvarleg brunasár í árásinni. Dómurinn leggst ofan á annan fimmtán mánaða dóm sem maðurinn hlaut og mun hann því sæta samtals átján mánaða fangelsi. Dómurinn er alfarið skilorðsbundinn sökum þess að tafir urðu á meðferð málsins. Of stressuð og hrædd til að leggja fram kæru Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í desember árið 2015. Honum var gefið að sök að hafa tekið um handleggi sambýliskonu sinnar og fyrrverandi eiginkonu og haldið höndum hennar og ýtt henni upp að sjóðandi heitum ofni með þeim afleiðingum að hún hlaut 2. stigs brunasár og mögulega að einhverju leyti 3. stigs bruna á hægri upphandlegg og mar á vinstri upphandlegg, að því er segir í dómnum. Maðurinn neitaði sök. Konan lagði fram kæru á hendur manninum í október árið 2016. Hún sagðist aðspurð fyrir dómi að hún hafi lagt fram kæru svo seint sökum þess að hún var stressuð og hrædd. Þá hafi hún einnig verið að bíða eftir að maðurinn sýndi iðrun en af því hafi ekki orðið. Hélt henni fastri við sjóðheitan ofn Í skýrslu sem lögregla tók af konunni segir um atvikið að hún og maðurinn hafi verið að drekka kvöldið áður en hann réðst á hana. Að morgni næsta dags rifust þau um gamalt fjölskyldumál og þá hafi maðurinn komið að henni en hún hafi sagt honum að hún myndi kýla hann ef hann kæmi nálægt henni. Maðurinn hafi þá ýtt í vinstri hlið hennar þannig að hægri upphandleggur hennar fór utan í ofninn og ofnkranann. Maðurinn hélt henni svo þannig að hún gat ekki hreyft sig, en ofninn hafi verið mjög heitur. Kvaðst konan hafa heyrt þegar skinnið sprakk á handleggnum og hún fundið mikla sviðaverki. Loks hringdi konan í dóttur sína sem fór með henni á spítalann þar sem gert var að sárum hennar. Eftir þetta og allt fram í mars hafi hún þurft að hitta hjúkrunarfræðing vegna meðferðar á sárinu en í vottorði læknis sem var á meðal sönnunargagna í málinu kemur fram að brunasárið á handleggnum hafi verið um 7x10 sentímetrar að stærð. Framburður konunnar fyrir dómi var á sömu leið og rakið var hér á undan. Sagðist hafa beitt nauðvörn Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði haldið konunni frá sér svo hún gæti ekki kýlt hann í umrætt skipti. Hann kvaðst ekki minnast þess að brotaþoli hafi snert miðstöðvarofninn og neitaði að hafa fært konuna að ofninum til þess að brenna hana. Þá hafi hann ekki leitt hugann að hitastigi ofnsins. Sýknukrafa mannsins byggði m.a. á því að hann hafi beitt nauðvörn. Maðurinn var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot fyrir tveimur árum. Sá dómur var tekinn upp í hinn nýja dóm, sem ákveðið var að yrði skilorðsbundinn að fullu þar sem töluverður dráttur hafi orðið á rannsókn málsins og útgáfu ákæru án þess að maðurinn eigi nokkra sök á því. Maðurinn var því dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar. Þá var honum gert að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur auk 778 þúsund krónur í sakarkostnað.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira