Vegasmálið nærtækt fordæmi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. október 2018 06:15 Ragnar Aðalsteinsson flutti mál Guðjóns Skarphéðinssonar í Hæstarétti í liðnum mánuði. Fréttablaðið/Ernir Verjandi eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum segir algjöra fásinnu að leysa megi úr hugsanlegum bótakröfum þeirra sem lýstir hafa verið saklausir af tveimur mannshvörfum með löggjöf svipaðri og sett var um árið í tengslum við þá sem nefndir voru Breiðavíkurdrengir. Á forsíðu Fréttablaðsins síðastliðinn mánudag var haft eftir Kristínu Benediktsdóttur, dósent í réttarfari, að sennilegast yrði um einhvers konar sanngirnisbætur að ræða, en hún tók þó fram að um eðlisólík mál væri að ræða. „Lögin um sanngirnisbætur voru sett svo unnt yrði að greiða einhverjar lágmarksbætur enda þótt bótakröfurnar væru taldar fyrndar,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, og telur mjög ólíku saman að jafna. „Réttarstaða hinna sýknuðu er allt önnur. Þeir eiga einfaldlega bótakröfur sem unnt er að fá úrlausn um fyrir hinum almennu dómstólum ef ekki semst.“ Ragnar vísar til laga um meðferð sakamála sem hafa að geyma hlutlæga bótareglu vegna einstaklinga sem hafa saklausir þolað refsingu í sakamáli. Hann vísar til nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigurþórs Arnarssonar sem voru dæmdar bætur árið 2015 vegna dóms sem hann hlaut árið 1993 fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða manns á skemmtistaðnum Vegas sama ár. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Hann höfðaði í kjölfarið bótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og voru honum dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015, þar af 16,3 milljónir í miskabætur sem miðuðust við tímalengdina sem hann sat inni. Bótareglur sakamálalaganna taka einnig til þeirra sem sýknaðir hafa verið í sakamáli eða mál þeirra fellt niður, hafi þeir þurft að þola þvingunaraðgerðir vegna rannsóknar, á borð við handtöku, gæsluvarðhald, símhleranir og fleira. Fjölmörg dómafordæmi eru til í íslenskri réttarframkvæmd um bætur á þessum grundvelli. Eitt þeirra er dómur í máli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna rannsóknar Geirfinnsmálsins en voru aldrei ákærðir. Aðspurður vildi Ragnar þó ekki nefna neinar hugmyndir um bótafjárhæðir að svo stöddu. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55 Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Verjandi eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum segir algjöra fásinnu að leysa megi úr hugsanlegum bótakröfum þeirra sem lýstir hafa verið saklausir af tveimur mannshvörfum með löggjöf svipaðri og sett var um árið í tengslum við þá sem nefndir voru Breiðavíkurdrengir. Á forsíðu Fréttablaðsins síðastliðinn mánudag var haft eftir Kristínu Benediktsdóttur, dósent í réttarfari, að sennilegast yrði um einhvers konar sanngirnisbætur að ræða, en hún tók þó fram að um eðlisólík mál væri að ræða. „Lögin um sanngirnisbætur voru sett svo unnt yrði að greiða einhverjar lágmarksbætur enda þótt bótakröfurnar væru taldar fyrndar,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, og telur mjög ólíku saman að jafna. „Réttarstaða hinna sýknuðu er allt önnur. Þeir eiga einfaldlega bótakröfur sem unnt er að fá úrlausn um fyrir hinum almennu dómstólum ef ekki semst.“ Ragnar vísar til laga um meðferð sakamála sem hafa að geyma hlutlæga bótareglu vegna einstaklinga sem hafa saklausir þolað refsingu í sakamáli. Hann vísar til nýlegs dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigurþórs Arnarssonar sem voru dæmdar bætur árið 2015 vegna dóms sem hann hlaut árið 1993 fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða manns á skemmtistaðnum Vegas sama ár. Eftir að Sigurþór vann mál sem hann höfðaði gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu var mál hans endurupptekið fyrir íslenskum dómstólum og Sigurþór sýknaður. Hann höfðaði í kjölfarið bótamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og voru honum dæmdar rúmar 18,7 milljónir árið 2015, þar af 16,3 milljónir í miskabætur sem miðuðust við tímalengdina sem hann sat inni. Bótareglur sakamálalaganna taka einnig til þeirra sem sýknaðir hafa verið í sakamáli eða mál þeirra fellt niður, hafi þeir þurft að þola þvingunaraðgerðir vegna rannsóknar, á borð við handtöku, gæsluvarðhald, símhleranir og fleira. Fjölmörg dómafordæmi eru til í íslenskri réttarframkvæmd um bætur á þessum grundvelli. Eitt þeirra er dómur í máli fjögurra manna sem sátu í gæsluvarðhaldi í 105 daga vegna rannsóknar Geirfinnsmálsins en voru aldrei ákærðir. Aðspurður vildi Ragnar þó ekki nefna neinar hugmyndir um bótafjárhæðir að svo stöddu.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55 Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Nefnd leitar sátta við sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að leiða sáttaviðræður fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við fyrrum sakborninga og aðstandendur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 2. október 2018 11:55
Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30