„Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2018 13:38 Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Vísir/Vilhelm „Við erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, um viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum bréfum í félaginu. Er það gert vegna þess að möguleiki er á því að Icelandair muni ekki standast fjárhagslegar kvaðir sem fylgja skuldabréfunum. Félagið birti uppfærða EBITDA spá í lok ágúst sem var lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir. EBITDA er ensk skammstöfun en með henni er átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Miðað við afkomu þá lítur út fyrir að kvaðir bresti,“ segir Bogi Nils en hann bendir á að Icelandair Group sé með sterkan og sveigjanlegan efnahagsreikning, sterkt lausafé og hátt eiginfjárhlutfall ásamt eignum sem eru óveðsettar. „Við höfum mikinn sveigjanleika til að bregðast við þessu,“ segir Bogi. Hann segir að viðræðurnar við eigendur skuldabréfanna ekki snúast um að fá aukið fjármagn. „Við erum bara að fara að setjast yfir þessa möguleika og verður væntanleg rætt um að greiða inn á þetta að öllu leyti eða að fá tímabundna eða varanlega breytingu á þessu kvöðum,“ segir Bogi.Icelandair hefur lagst í hagræðingaraðgerðir vegna versnandi afkomu á undanförnu. Var til að mynda á þriðja tug sagt upp störfum á starfsdeildum félagsins í Reykjavík og Reykjanesbæ í síðustu viku. Icelandair hefur einnig flutt hluta starfsemi símavers flugfélagsins erlendis ásamt bakvinnslu. Þá var einnig tekin ákvörðun um að fækka flugfreyjum og þjónum í hlutastarfi og þeim þess í stað boðið fullt starf hjá flugfélaginu. Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en spurður hvort frekari hagræðingaraðgerðir séu fyrirhugaðar segir Bogi flugfélagið horfa á alla kostnaðarliði. Vonir standir til að auka tekjurnar og allt sé til skoðunar en ekkert stórkostlegt fram undan á því sviði. „Við erum í rekstri og þurfum að gera betur í dag en í gær.“ Icelandair Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira
„Við erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, um viðræður við fulltrúa skuldabréfaeigenda sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum bréfum í félaginu. Er það gert vegna þess að möguleiki er á því að Icelandair muni ekki standast fjárhagslegar kvaðir sem fylgja skuldabréfunum. Félagið birti uppfærða EBITDA spá í lok ágúst sem var lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir. EBITDA er ensk skammstöfun en með henni er átt við afkomu fyrirtækja áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta.Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Miðað við afkomu þá lítur út fyrir að kvaðir bresti,“ segir Bogi Nils en hann bendir á að Icelandair Group sé með sterkan og sveigjanlegan efnahagsreikning, sterkt lausafé og hátt eiginfjárhlutfall ásamt eignum sem eru óveðsettar. „Við höfum mikinn sveigjanleika til að bregðast við þessu,“ segir Bogi. Hann segir að viðræðurnar við eigendur skuldabréfanna ekki snúast um að fá aukið fjármagn. „Við erum bara að fara að setjast yfir þessa möguleika og verður væntanleg rætt um að greiða inn á þetta að öllu leyti eða að fá tímabundna eða varanlega breytingu á þessu kvöðum,“ segir Bogi.Icelandair hefur lagst í hagræðingaraðgerðir vegna versnandi afkomu á undanförnu. Var til að mynda á þriðja tug sagt upp störfum á starfsdeildum félagsins í Reykjavík og Reykjanesbæ í síðustu viku. Icelandair hefur einnig flutt hluta starfsemi símavers flugfélagsins erlendis ásamt bakvinnslu. Þá var einnig tekin ákvörðun um að fækka flugfreyjum og þjónum í hlutastarfi og þeim þess í stað boðið fullt starf hjá flugfélaginu. Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en spurður hvort frekari hagræðingaraðgerðir séu fyrirhugaðar segir Bogi flugfélagið horfa á alla kostnaðarliði. Vonir standir til að auka tekjurnar og allt sé til skoðunar en ekkert stórkostlegt fram undan á því sviði. „Við erum í rekstri og þurfum að gera betur í dag en í gær.“
Icelandair Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Sjá meira