Óánægja starfsmanna á Bakka með vinnustaðarmenninguna Sveinn Arnarsson skrifar 3. október 2018 07:30 Mikil starfsmannavelta er hjá kísilverksmiðju PCC á Bakka sem gangsett var í apríl í vor. Fréttablaðið/Anton Brink Ólga er meðal starfsmanna PCC á Bakka með stjórnarhætti yfirmanna, vinnuaðstöðu sína og launakjör. Framsýn, stéttarfélag í Þingeyjarsýslum, vinnur nú að samningaviðræðum við PCC og hefur áhyggjur af starfseminni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið mikil starfsmannavelta upp á síðkastið hjá kísilmálmfyrirtækinu og hefur fjöldi manns bæði hætt störfum sjálfviljugur hjá fyrirtækinu og nokkrum verið sagt upp. Af þeim nýju einstaklingum sem hafa komið til starfa er meirihlutinn frá Eistlandi. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir málið alvarlegt og unnið sé að því að fá fund með starfsmönnum um miðjan mánuðinn. „Það er alveg rétt að það hefur verið mikil starfsmannavelta hjá fyrirtækinu. Við erum að fara að funda með starfsmönnum eftir rúma viku þar sem við förum yfir stöðuna. Við erum að undirbúa kjarasamningsgerð þar sem bráðabirgðakjarasamningur rennur út um áramótin,“ segir Aðalsteinn Árni. „Við höfum óskað eftir breytingum á kjarasamningnum. Einnig vitum við af starfsmannaveltu og óánægju sem hefur verið undirliggjandi og það þarf að laga.“ Þar vitnar Aðalsteinn Árni til óánægju starfsfólks með samskipti við yfirmenn og að nokkur kurr sé í starfsfólki. „Við höfum áhyggjur af þessu og þess vegna höfum við verið í sambandi við stjórnendur og óskað eftir því að það yrði tekið á ákveðnum málum til að búa til vinnufrið,“ segir hann. Fréttablaðið reyndi að ná í nýjan forstjóra PCC, Jökul Gunnarsson, en án árangurs. Hann tók við af Hafsteini Viktorssyni um miðjan mánuðinn. Ekki hefur gengið vel að gangsetja báða ofna kísilbræðslunnar og eru áform uppi um að fullum afköstum verði náð fyrir jól. Aðalsteinn Árni segir mikilvægt að bæta þá vinnustaðarmenningu sem hefur ráðið ríkjum hjá PCC. „Ef mannlegu samskiptin eru ekki í lagi þá er þetta í ólagi. Það hefur verið kurr í starfsmönnum yfir ýmsu og menn hafa viljað kalla eftir breytingum á vinnuaðstöðu, launakjörum og vaktafyrirkomulagi en einnig samskiptum við yfirmenn. Undanfarið hafa skjólstæðingar okkar verið ósáttir við stjórnunarstílinn,“ segir formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Sjá meira
Ólga er meðal starfsmanna PCC á Bakka með stjórnarhætti yfirmanna, vinnuaðstöðu sína og launakjör. Framsýn, stéttarfélag í Þingeyjarsýslum, vinnur nú að samningaviðræðum við PCC og hefur áhyggjur af starfseminni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið mikil starfsmannavelta upp á síðkastið hjá kísilmálmfyrirtækinu og hefur fjöldi manns bæði hætt störfum sjálfviljugur hjá fyrirtækinu og nokkrum verið sagt upp. Af þeim nýju einstaklingum sem hafa komið til starfa er meirihlutinn frá Eistlandi. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar í Þingeyjarsýslum, segir málið alvarlegt og unnið sé að því að fá fund með starfsmönnum um miðjan mánuðinn. „Það er alveg rétt að það hefur verið mikil starfsmannavelta hjá fyrirtækinu. Við erum að fara að funda með starfsmönnum eftir rúma viku þar sem við förum yfir stöðuna. Við erum að undirbúa kjarasamningsgerð þar sem bráðabirgðakjarasamningur rennur út um áramótin,“ segir Aðalsteinn Árni. „Við höfum óskað eftir breytingum á kjarasamningnum. Einnig vitum við af starfsmannaveltu og óánægju sem hefur verið undirliggjandi og það þarf að laga.“ Þar vitnar Aðalsteinn Árni til óánægju starfsfólks með samskipti við yfirmenn og að nokkur kurr sé í starfsfólki. „Við höfum áhyggjur af þessu og þess vegna höfum við verið í sambandi við stjórnendur og óskað eftir því að það yrði tekið á ákveðnum málum til að búa til vinnufrið,“ segir hann. Fréttablaðið reyndi að ná í nýjan forstjóra PCC, Jökul Gunnarsson, en án árangurs. Hann tók við af Hafsteini Viktorssyni um miðjan mánuðinn. Ekki hefur gengið vel að gangsetja báða ofna kísilbræðslunnar og eru áform uppi um að fullum afköstum verði náð fyrir jól. Aðalsteinn Árni segir mikilvægt að bæta þá vinnustaðarmenningu sem hefur ráðið ríkjum hjá PCC. „Ef mannlegu samskiptin eru ekki í lagi þá er þetta í ólagi. Það hefur verið kurr í starfsmönnum yfir ýmsu og menn hafa viljað kalla eftir breytingum á vinnuaðstöðu, launakjörum og vaktafyrirkomulagi en einnig samskiptum við yfirmenn. Undanfarið hafa skjólstæðingar okkar verið ósáttir við stjórnunarstílinn,“ segir formaður Framsýnar í Þingeyjarsýslum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Sjá meira