Sakar borgarstjóra um að hafa „hrútskýrt“ fyrir sér hvernig fjárframlög eru reiknuð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2018 19:55 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki lengur greina muninn á Samfylkingu og Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir vísar ásökunum á bug og segir að það sé leiðigjarnt að horfa upp á borgarfulltrúa slá ódýrar og pólitískar keilur. Hún hlakki til að vinna með tillöguna í borgarráði. FBL/sigtryggur Ari Tillögu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um jöfn fjárframlög með börnum í leik-og grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar óháð rekstrarformi var vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur tók til máls á Facebook síðu sinni og sakaði Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, um að hafa „hrútskýrt“ fyrir sér hvernig fjárframlög til grunnskóla og leikskóla í borginni eru reiknuð. „Hann sagði tillöguna vanhugsaða og byggða á þekkingarleysi. Er þetta ekki dæmigert?“ spyr Hildur. Hún segir að tillaga sín, sem ætluð er til að koma í veg fyrir innheimtu skólagjalda og tryggja öllum borgum jöfn tækifæri til að sækja ólíka skóla í borginni hafi verið ítarleg og vel ígrunduð. Tillagan hafi verið unnin í nánu samstarfi við skólastjórnendur sjálfstæðra grunnskóla og leikskóla og hagsmunasamtök sjálfstæðra skóla. „Hrútskýringar borgarstjóra voru því ekki eingöngu ósmekklegar, heldur fullkomlega óþarfar,“ segir Hildur.Segir meirihlutann finnast rétt að mismuna í sparnaðarskyni Hildur segir meirihlutann í borginni virðast þykja rétt að mismuna börnum í sparnaðarskyni í ljósi þess að fulltrúar meirihlutann hafi lýst yfir áhyggjum af kostnaði. „Það væri óskandi að borgarstjóri horfði með sama hætti í hverja krónu þegar hver framkvæmdin á fætur annarri fer margfalt fram úr áætlunum á hans vakt. Það mætti eflaust fjármagna tillöguna með einum Bragga. Til dæmis,“ segir Hildur. Hún segir að það vaki athygli að Viðreisn hafi ekki treyst sér til að styðja við töllöguna þrátt fyrir „fögur fyrirheit í kosningabaráttu“. Hún bætir við að hún geti ekki lengur séð muninn á stjórnmálaflokkunum Samfylkingu og Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að sér leiðist að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKVerið að slá ódýrar pólitískar keilur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík, svarar ummælum Hildar og annarra í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hún segir að sem formaður borgarráðs leiðist sér að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur. Það sé hvorki verið að fela né flækja tillögur með því að vísa þeim til borgarráðs. „Það er nefnilega ekki svo heldur er tilgangurinn að vinna tillögurnar áfram. Þannig vill meirihlutinn vinna með minnihlutanum að góðum málum,“ segir Þórdís. Segist hlakka til að vinna með tillöguna í borgarráði Hún segist hlakka til að takast á við tillögurnar tvær, sem annars vegar lúta að grunnskólum og frístundaheimilum og hins vegar leikskólum. „Það kemur engum á óvart að Viðreisn styður fjölbreytt rekstrarform og sjálfstæði skóla en við þurfum að skoða þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða leikskólana, grunnskólana og frístundina,“ segir Þórdís. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Tillögu Hildar Björnsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um jöfn fjárframlög með börnum í leik-og grunnskólum og frístundaheimilum borgarinnar óháð rekstrarformi var vísað til borgarráðs á fundi borgarstjórnar í dag. Hildur tók til máls á Facebook síðu sinni og sakaði Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, um að hafa „hrútskýrt“ fyrir sér hvernig fjárframlög til grunnskóla og leikskóla í borginni eru reiknuð. „Hann sagði tillöguna vanhugsaða og byggða á þekkingarleysi. Er þetta ekki dæmigert?“ spyr Hildur. Hún segir að tillaga sín, sem ætluð er til að koma í veg fyrir innheimtu skólagjalda og tryggja öllum borgum jöfn tækifæri til að sækja ólíka skóla í borginni hafi verið ítarleg og vel ígrunduð. Tillagan hafi verið unnin í nánu samstarfi við skólastjórnendur sjálfstæðra grunnskóla og leikskóla og hagsmunasamtök sjálfstæðra skóla. „Hrútskýringar borgarstjóra voru því ekki eingöngu ósmekklegar, heldur fullkomlega óþarfar,“ segir Hildur.Segir meirihlutann finnast rétt að mismuna í sparnaðarskyni Hildur segir meirihlutann í borginni virðast þykja rétt að mismuna börnum í sparnaðarskyni í ljósi þess að fulltrúar meirihlutann hafi lýst yfir áhyggjum af kostnaði. „Það væri óskandi að borgarstjóri horfði með sama hætti í hverja krónu þegar hver framkvæmdin á fætur annarri fer margfalt fram úr áætlunum á hans vakt. Það mætti eflaust fjármagna tillöguna með einum Bragga. Til dæmis,“ segir Hildur. Hún segir að það vaki athygli að Viðreisn hafi ekki treyst sér til að styðja við töllöguna þrátt fyrir „fögur fyrirheit í kosningabaráttu“. Hún bætir við að hún geti ekki lengur séð muninn á stjórnmálaflokkunum Samfylkingu og Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir að sér leiðist að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKVerið að slá ódýrar pólitískar keilur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík, svarar ummælum Hildar og annarra í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. Hún segir að sem formaður borgarráðs leiðist sér að sjá borgarfulltrúa slá ódýrar pólitískar keilur. Það sé hvorki verið að fela né flækja tillögur með því að vísa þeim til borgarráðs. „Það er nefnilega ekki svo heldur er tilgangurinn að vinna tillögurnar áfram. Þannig vill meirihlutinn vinna með minnihlutanum að góðum málum,“ segir Þórdís. Segist hlakka til að vinna með tillöguna í borgarráði Hún segist hlakka til að takast á við tillögurnar tvær, sem annars vegar lúta að grunnskólum og frístundaheimilum og hins vegar leikskólum. „Það kemur engum á óvart að Viðreisn styður fjölbreytt rekstrarform og sjálfstæði skóla en við þurfum að skoða þetta í stærra samhengi. Við þurfum að skoða leikskólana, grunnskólana og frístundina,“ segir Þórdís.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent