Boða til samstöðuvöku fyrir lömbin við sláturhúsið á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2018 12:15 Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, segir Vigdís Þórðardóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Samtökin Reykjavík Animal Save hafa boðað til samstöðuvöku fyrir utan sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi á föstudaginn á milli 14:00 og 16:00 fyrir dýrin en ætlunin er að fylgjast með því þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar. „Við munum vera með þeim þeirra síðustu stundir, skrásetja aðstæður þeirra og dreifa eins mikilli samúð og ást og við getum. Með því að mæta þarna fyrir utan sláturhúsið sendum við sterk skilaboð um að þessir einstaklingar eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, og að þeirra dauði sé ekki falinn umheiminum,“ segir m.a. í tilkynningu um viðburðinn á Facebook. Fólk er beðið að koma með myndvél, sótthreinsispritt, föt með vegan skilaboðum, hlý föt eftir veðri án dýraafurða og lag, ljóð eða ræðu sem hægt er að beina að dýrunum, verkamönnunum, samfélaginu, vegönum eða öðrum á staðnum. Lömbin eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttmæti „Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti. Með því að vekja athygli á dýrunum sem þetta þurfa að þola vonumst við til þess að almenningur muni frekar þegar þau versla eða borða dýr að þau hafi andlit, vilja til að lifa og rétt. Það fer ekki á milli mála að það er ekkert mál að lifa góðu og heilbrigðu lífi án allra dýraafurða, milljónir manna hafa gert það í fjölda ára og virt samtök næringarfræðinga gefa út að vegan matarræði sé öruggt fyrir fólk á öllum lífskeiðum“, segir Vigdís Þórðardóttir, einn þáttakandi og skipuleggjandi vökunnar.Samstöðuvakan fer fram föstudaginn 5. október við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ást á dýrum Vigdís segir að hópurinn sem tilheyri Reykjavík Animal Save telji framleiðslu dýra til manneldis óþarfa og úrhelta starfsemi. „Við höfum jarðhita og vistvænt rafmagn, við getum alveg ræktað allan þann mat úr plönturíkinu sem okkur listir innandyra, afhverju ekki. Megnið af dýrunum sem við borðum eru ræktuð innandyra, lömbin ganga laus í fjóra mánuði á ári en mæður þeirra og feður húka inni í þröngum fjárhúsum restina af árinu.“ Vigdís tekur fram að samstöðuvakan á Selfossi sé ekki boðuð með óvild í garð þeirra sem neyta dýraafurða né starfsfólks Sláturfélags Suðurlands. „Save hreyfingin er byggð upp af ást fyrir dýrunum og erum við einungis á þessum vökum fyrir þau, engann annan“, segir Vigdís. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Samtökin Reykjavík Animal Save hafa boðað til samstöðuvöku fyrir utan sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi á föstudaginn á milli 14:00 og 16:00 fyrir dýrin en ætlunin er að fylgjast með því þegar lömb og kindur eru sendar til slátrunar. „Við munum vera með þeim þeirra síðustu stundir, skrásetja aðstæður þeirra og dreifa eins mikilli samúð og ást og við getum. Með því að mæta þarna fyrir utan sláturhúsið sendum við sterk skilaboð um að þessir einstaklingar eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti, og að þeirra dauði sé ekki falinn umheiminum,“ segir m.a. í tilkynningu um viðburðinn á Facebook. Fólk er beðið að koma með myndvél, sótthreinsispritt, föt með vegan skilaboðum, hlý föt eftir veðri án dýraafurða og lag, ljóð eða ræðu sem hægt er að beina að dýrunum, verkamönnunum, samfélaginu, vegönum eða öðrum á staðnum. Lömbin eiga rétt á umhyggju, frelsi og réttmæti „Tilgangur vökunnar er að sýna dýrum á leið í slátrun samstöðu, að þau eigi rétt á umhyggju, frelsi og réttlæti. Með því að vekja athygli á dýrunum sem þetta þurfa að þola vonumst við til þess að almenningur muni frekar þegar þau versla eða borða dýr að þau hafi andlit, vilja til að lifa og rétt. Það fer ekki á milli mála að það er ekkert mál að lifa góðu og heilbrigðu lífi án allra dýraafurða, milljónir manna hafa gert það í fjölda ára og virt samtök næringarfræðinga gefa út að vegan matarræði sé öruggt fyrir fólk á öllum lífskeiðum“, segir Vigdís Þórðardóttir, einn þáttakandi og skipuleggjandi vökunnar.Samstöðuvakan fer fram föstudaginn 5. október við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ást á dýrum Vigdís segir að hópurinn sem tilheyri Reykjavík Animal Save telji framleiðslu dýra til manneldis óþarfa og úrhelta starfsemi. „Við höfum jarðhita og vistvænt rafmagn, við getum alveg ræktað allan þann mat úr plönturíkinu sem okkur listir innandyra, afhverju ekki. Megnið af dýrunum sem við borðum eru ræktuð innandyra, lömbin ganga laus í fjóra mánuði á ári en mæður þeirra og feður húka inni í þröngum fjárhúsum restina af árinu.“ Vigdís tekur fram að samstöðuvakan á Selfossi sé ekki boðuð með óvild í garð þeirra sem neyta dýraafurða né starfsfólks Sláturfélags Suðurlands. „Save hreyfingin er byggð upp af ást fyrir dýrunum og erum við einungis á þessum vökum fyrir þau, engann annan“, segir Vigdís.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira