Goðsögn fagnaði frábæru marki með því að fá sér bjórsopa í miðjum leik | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 10:30 Kennedy Bakircioglu hefur spilað með Birki Má Sævarssyni, Ögmundi Kristinssyni, Arnóri Smárasyni og fleirum. vísir/getty Kennedy Bakircioglu er ekki bara goðsögn í lifandi lífi hjá Football Manager-spilurum heldur er hann dýrkaður og dáður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. Ástin á milli hans og stuðningsmannanna minnkaði svo ekkert í gærkvöldi þegar að hann fagnaði marki með því að fá sér bjórsopa. Kennedy, sem er orðinn 37 ára gamall, hefur fengið minna að spila en áður hjá Stokkhólmsliðinu en hann er áfram í Guðatölu hjá stuðningsmönnunum. Þegar að hann byrjaði að gera sig kláran fyrir innkomu af bekknum fóru þeir að syngja nafn hans og miðjumaðurinn kom svo inn á þremur mínútum síðar. Hann var aðeins búinn að vera inn á vellinum í sex mínútur þegar að Hammarby fékk aukaspyrnu af tæplega 30 metra færi. Kennedy gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr spyrnunni algjörlega geggjað mark sem að má sjá hér. Síðasta markið í 3-0 sigri.Så kan man också fira en riktig frisparkskanon! pic.twitter.com/E11VYzQ155 — Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 1, 2018 Aldni höfðinginn tók á rás að stúkunni til að fagna með stuðningsmönnum Hammarby sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu en einn gleymdi sér í gleðinni og kastaði bjórflösku úr plasti að leikmanninum. Kennedy gerði sér lítið fyrir og greip flöskuna í miðjum fagnaðarlátunum og það á ferð. Hann gerði svo enn betur og kláraði síðasta sopann áður en hann var svo faðmaður í ræmur úti við hornfánann af samherjum og stuðningsmönnum. „Þetta var alveg bilað. Það var einhver sem henti að mér bjór þannig ég varð bara að klára hann. Þetta var mjög gaman og hlutirnir verða ekki meira Hammarby en þetta,“ sagði kampakátur Kennedy Bakircioglu eftir leikinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Sjá meira
Kennedy Bakircioglu er ekki bara goðsögn í lifandi lífi hjá Football Manager-spilurum heldur er hann dýrkaður og dáður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. Ástin á milli hans og stuðningsmannanna minnkaði svo ekkert í gærkvöldi þegar að hann fagnaði marki með því að fá sér bjórsopa. Kennedy, sem er orðinn 37 ára gamall, hefur fengið minna að spila en áður hjá Stokkhólmsliðinu en hann er áfram í Guðatölu hjá stuðningsmönnunum. Þegar að hann byrjaði að gera sig kláran fyrir innkomu af bekknum fóru þeir að syngja nafn hans og miðjumaðurinn kom svo inn á þremur mínútum síðar. Hann var aðeins búinn að vera inn á vellinum í sex mínútur þegar að Hammarby fékk aukaspyrnu af tæplega 30 metra færi. Kennedy gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr spyrnunni algjörlega geggjað mark sem að má sjá hér. Síðasta markið í 3-0 sigri.Så kan man också fira en riktig frisparkskanon! pic.twitter.com/E11VYzQ155 — Fotbollskanalen (@fotbollskanal) October 1, 2018 Aldni höfðinginn tók á rás að stúkunni til að fagna með stuðningsmönnum Hammarby sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu en einn gleymdi sér í gleðinni og kastaði bjórflösku úr plasti að leikmanninum. Kennedy gerði sér lítið fyrir og greip flöskuna í miðjum fagnaðarlátunum og það á ferð. Hann gerði svo enn betur og kláraði síðasta sopann áður en hann var svo faðmaður í ræmur úti við hornfánann af samherjum og stuðningsmönnum. „Þetta var alveg bilað. Það var einhver sem henti að mér bjór þannig ég varð bara að klára hann. Þetta var mjög gaman og hlutirnir verða ekki meira Hammarby en þetta,“ sagði kampakátur Kennedy Bakircioglu eftir leikinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Sjá meira