Furðu illa búin undir næstu „spænsku veiki“ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. október 2018 08:00 Inflúensa á borð við spænsku veikina myndi fella 2.060 Reykvíkinga yrði dánarhlutfallið það sama og það var árið 1918. Mynd/Magnús Ólafsson „Reynslan af hinum tiltölulega væga inflúensufaraldri 2009 og síðari tíma farsóttum sýnir að við erum furðulega illa undir slíka vágesti búin í margvíslegu tilliti,“ segir Magnús Gottfreðsson‚ sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum. Magnús sem er yfirlæknir við Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands ásamt því að vera ritstjóri Læknablaðsins fjallar um spænsku veikina í leiðara blaðsins. Eitt hundrað ár eru frá því að spænska veikin kom til Íslands. „Spænska veikin er einn stærsti hörmungaratburður í nútíma mannkynssögu. Talið er að 50-100 milljónir manna hafi týnt lífi í hinum þremur bylgjum veikinnar sem riðu yfir heimsbyggðina árin 1918-1919,“ skrifar Magnús. Talið er að spænska veikin hafi banað 484 Íslendingum, þar af 258 í Reykjavík. Þar veiktust 63 prósent íbúanna af þessari svæsnu inflúensu. Af þeim dóu 2,6 prósent. Árið 1918 bjuggu ríflega fimmtán þúsund manns í Reykjavík. Í dag um 126 þúsund. Ef jafn hátt hlutfall myndi veikjast nú samsvaraði það yfir 79 þúsund manns í Reykjavík einni. Þar af myndu yfir 2.060 deyja væri dánarhlutfallið það sama.Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum.„Læknisfræði þessa tíma bauð ekki upp á sértæka meðferð enda var inflúensuveiran enn þá óþekkt árið 1918. Súrefnisgjöf og sýklalyf til að meðhöndla fylgisýkingar stóðu ekki til boða,“ segir Magnús og bendir á að fátt á Íslandi nútímans minni á stöðuna 1918, Íslendingar séu nú með auðugustu þjóðum heims. „Sú vörn gegn smitsjúkdómum sem áður fólst í einangrun landsins er löngu fyrir bí. Íslendingar þurfa því að vera undir það búnir rétt eins og aðrir að hingað berist alvarlegir smitsjúkdómar sem geta breiðst hratt út,“ undirstrikar Magnús og nefnir sem dæmi um slíka sjúkdóma ebólu, skæðar sýkingar af völdum corona-veira og nýja stofna inflúensu. „WHO hefur sett þessa sjúkdóma í sérstakan forgang og nýlega bætt við „sjúkdómi X“ til að minna þá sem bera ábyrgð á undirbúningi og viðbragðsáætlunum á það að stærsta ógnin kunni enn að vera með öllu óþekkt, – sjúkdómsvá sem kemur okkur algerlega á óvart,“ segir í leiðaranum. Sem fyrr segir telur Magnús Íslendinga illa búna. Til dæmis sé aðstaða til einangrunar og fjöldi rúma á gjörgæsludeildum ófullnægjandi. „Í venjulegu árferði er spítali allra landsmanna iðulega yfirfullur og því knúinn til að lýsa yfir viðbúnaðarstigi vegna minni háttar aukningar á álagi,“ segir Magnús. „Aðrir veikleikar hjá okkur lúta að takmörkuðu birgðahaldi margra helstu nauðsynja og má þar nefna bæði lífsnauðsynleg lyf og ýmsa einnota hluti sem notaðir eru í meðferð fjölveikra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
„Reynslan af hinum tiltölulega væga inflúensufaraldri 2009 og síðari tíma farsóttum sýnir að við erum furðulega illa undir slíka vágesti búin í margvíslegu tilliti,“ segir Magnús Gottfreðsson‚ sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum. Magnús sem er yfirlæknir við Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands ásamt því að vera ritstjóri Læknablaðsins fjallar um spænsku veikina í leiðara blaðsins. Eitt hundrað ár eru frá því að spænska veikin kom til Íslands. „Spænska veikin er einn stærsti hörmungaratburður í nútíma mannkynssögu. Talið er að 50-100 milljónir manna hafi týnt lífi í hinum þremur bylgjum veikinnar sem riðu yfir heimsbyggðina árin 1918-1919,“ skrifar Magnús. Talið er að spænska veikin hafi banað 484 Íslendingum, þar af 258 í Reykjavík. Þar veiktust 63 prósent íbúanna af þessari svæsnu inflúensu. Af þeim dóu 2,6 prósent. Árið 1918 bjuggu ríflega fimmtán þúsund manns í Reykjavík. Í dag um 126 þúsund. Ef jafn hátt hlutfall myndi veikjast nú samsvaraði það yfir 79 þúsund manns í Reykjavík einni. Þar af myndu yfir 2.060 deyja væri dánarhlutfallið það sama.Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum.„Læknisfræði þessa tíma bauð ekki upp á sértæka meðferð enda var inflúensuveiran enn þá óþekkt árið 1918. Súrefnisgjöf og sýklalyf til að meðhöndla fylgisýkingar stóðu ekki til boða,“ segir Magnús og bendir á að fátt á Íslandi nútímans minni á stöðuna 1918, Íslendingar séu nú með auðugustu þjóðum heims. „Sú vörn gegn smitsjúkdómum sem áður fólst í einangrun landsins er löngu fyrir bí. Íslendingar þurfa því að vera undir það búnir rétt eins og aðrir að hingað berist alvarlegir smitsjúkdómar sem geta breiðst hratt út,“ undirstrikar Magnús og nefnir sem dæmi um slíka sjúkdóma ebólu, skæðar sýkingar af völdum corona-veira og nýja stofna inflúensu. „WHO hefur sett þessa sjúkdóma í sérstakan forgang og nýlega bætt við „sjúkdómi X“ til að minna þá sem bera ábyrgð á undirbúningi og viðbragðsáætlunum á það að stærsta ógnin kunni enn að vera með öllu óþekkt, – sjúkdómsvá sem kemur okkur algerlega á óvart,“ segir í leiðaranum. Sem fyrr segir telur Magnús Íslendinga illa búna. Til dæmis sé aðstaða til einangrunar og fjöldi rúma á gjörgæsludeildum ófullnægjandi. „Í venjulegu árferði er spítali allra landsmanna iðulega yfirfullur og því knúinn til að lýsa yfir viðbúnaðarstigi vegna minni háttar aukningar á álagi,“ segir Magnús. „Aðrir veikleikar hjá okkur lúta að takmörkuðu birgðahaldi margra helstu nauðsynja og má þar nefna bæði lífsnauðsynleg lyf og ýmsa einnota hluti sem notaðir eru í meðferð fjölveikra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira