Prins Jóló er sjúkur jólapervert Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. október 2018 07:00 Prins Jóló hatar ekki jólin og heldur þau heilög með góðum gestum á jólagiggi 15. desember. Fréttablaðið/Anton Brink Prins Póló er kominn í jólafílinginn – Póló er orðið Jóló og jólatónleikar komnir á dagskrána – 15. desember er dagurinn. Það er ekki seinna vænna að koma sér í fílinginn núna. „Málið er það að ég er sjúkur jólapervert. Það hefur farið svona mishátt – við byrjuðum í hljómsveitinni Rúnk þar sem við gáfum út jólaplötu um aldamótin. Þetta gerði ég með góðu fólki eins og Benna Hemm Hemm, Hildi Guðnadóttur, hinum annálaða Borko, Óbó og fleiri meisturum. Síðan þá hef ég alltaf búið til eitt og eitt jólalag þannig að ég á uppsafnaðan góðan lager af jólalögum. Í öllum hljómsveitum sem ég hef verið í hef ég alltaf haft þá reglu að semja eitt jólalag – bara svona upp á fílinginn. Þessi jólalög fara mishátt – sum mjög lágt. Svo vill líka til að ég verð í bænum þarna í kringum jólin þannig að ég athugaði hvort ég gæti ekki hent í eitt jólagigg,“ segir Prinsinn alveg í skýjunum af jólafíling enda er hann kominn með Gamla bíó undir giggið og einvalalið fólks með sér til að gera þetta sem jólalegast.Benni Hemmi Hemm verður í jólabandinu.„Ég ætla að gera þetta í dálítið óhefðbundnum búningi. Benedikt Hermann Hermannsson, Benni Hemm Hemm, hann ætlar að vera með mér á píanói – hann er alveg geðsjúkur píanisti – einn af okkar fremstu píanistum. Örn Eldjárn gítarvirtúós verður þarna að búa til þykkan hljóðvegg með gítarnum. Svo verður Margrét Arnardóttir á harmonikku. Þetta er bandið sem ég hef búið til úr þessum hirðingjum. Þetta er gott band enda er þetta fólk annálaðir öðlingar og snillingar. Þetta miðast allt við það að mesta pressan fari af mér yfir á þau – mitt hlutverk er að fanga jólaandann á sviðinu og svo fæ ég þessa snillinga til að leika lögin mín í hátíðlegum útsetningum.“ Prinsinn vill undirstrika það að þetta verða bara hans eigin lög sem verða leikin – líklega mun Jólahjól til dæmis ekki fá að heyrast þetta kvöld. „Ég er ekkert bara að fara að taka einhver helvítis jólalög, ég myndi aldrei snerta einhver jólalög eftir aðra enda hef ég algjöra óbeit á coverlagadrasli … en það er bara út af því að ég gæti aldrei lært þau – þetta er bara minnimáttarkennd í mér. Mér finnst jólalög alveg fín. En ég ætla fyrst og fremst að taka lög Prins Póló og svo eitthvað af þessum jólalögum sem ég hef verið að semja í gegnum árin.“ Aðspurður hvort þarna verði einhvers konar húllumhæ – einhver atriði eða annað segist Prinsinn ekki alveg vera viss. „Ég veit ekkert – það verður eiginlega að ráðast. Hvort við sitjum á gólfinu, stöndum á borðum eða stöndum á haus, það verður allt að koma í ljós. En þetta verður allavegana eins og ég hugsaði með mér, „helgislepja með hátíðarbragði“. Þó er hann ansi hræddur um að það verði eitthvað af jólaskrauti – líklega tré á sviðinu og fleira. „Það þarf að efla sjónrænu hliðina enn frekar, enda eru jólin sjónrænt ævintýri. Þar sem maður er nú líka Breiðhyltingur hugsa ég að ég láti Breiðholtsseríuna ekki vanta – það verða Breiðholtsseríur, ég get lofað því.“ Miðasala er hafin á Tix.is. Það verða bara þessir einu tónleikar þannig að fólk verður að stökkva til og næla sér í miða vilji það ekki koma að lokuðum dyrum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
Prins Póló er kominn í jólafílinginn – Póló er orðið Jóló og jólatónleikar komnir á dagskrána – 15. desember er dagurinn. Það er ekki seinna vænna að koma sér í fílinginn núna. „Málið er það að ég er sjúkur jólapervert. Það hefur farið svona mishátt – við byrjuðum í hljómsveitinni Rúnk þar sem við gáfum út jólaplötu um aldamótin. Þetta gerði ég með góðu fólki eins og Benna Hemm Hemm, Hildi Guðnadóttur, hinum annálaða Borko, Óbó og fleiri meisturum. Síðan þá hef ég alltaf búið til eitt og eitt jólalag þannig að ég á uppsafnaðan góðan lager af jólalögum. Í öllum hljómsveitum sem ég hef verið í hef ég alltaf haft þá reglu að semja eitt jólalag – bara svona upp á fílinginn. Þessi jólalög fara mishátt – sum mjög lágt. Svo vill líka til að ég verð í bænum þarna í kringum jólin þannig að ég athugaði hvort ég gæti ekki hent í eitt jólagigg,“ segir Prinsinn alveg í skýjunum af jólafíling enda er hann kominn með Gamla bíó undir giggið og einvalalið fólks með sér til að gera þetta sem jólalegast.Benni Hemmi Hemm verður í jólabandinu.„Ég ætla að gera þetta í dálítið óhefðbundnum búningi. Benedikt Hermann Hermannsson, Benni Hemm Hemm, hann ætlar að vera með mér á píanói – hann er alveg geðsjúkur píanisti – einn af okkar fremstu píanistum. Örn Eldjárn gítarvirtúós verður þarna að búa til þykkan hljóðvegg með gítarnum. Svo verður Margrét Arnardóttir á harmonikku. Þetta er bandið sem ég hef búið til úr þessum hirðingjum. Þetta er gott band enda er þetta fólk annálaðir öðlingar og snillingar. Þetta miðast allt við það að mesta pressan fari af mér yfir á þau – mitt hlutverk er að fanga jólaandann á sviðinu og svo fæ ég þessa snillinga til að leika lögin mín í hátíðlegum útsetningum.“ Prinsinn vill undirstrika það að þetta verða bara hans eigin lög sem verða leikin – líklega mun Jólahjól til dæmis ekki fá að heyrast þetta kvöld. „Ég er ekkert bara að fara að taka einhver helvítis jólalög, ég myndi aldrei snerta einhver jólalög eftir aðra enda hef ég algjöra óbeit á coverlagadrasli … en það er bara út af því að ég gæti aldrei lært þau – þetta er bara minnimáttarkennd í mér. Mér finnst jólalög alveg fín. En ég ætla fyrst og fremst að taka lög Prins Póló og svo eitthvað af þessum jólalögum sem ég hef verið að semja í gegnum árin.“ Aðspurður hvort þarna verði einhvers konar húllumhæ – einhver atriði eða annað segist Prinsinn ekki alveg vera viss. „Ég veit ekkert – það verður eiginlega að ráðast. Hvort við sitjum á gólfinu, stöndum á borðum eða stöndum á haus, það verður allt að koma í ljós. En þetta verður allavegana eins og ég hugsaði með mér, „helgislepja með hátíðarbragði“. Þó er hann ansi hræddur um að það verði eitthvað af jólaskrauti – líklega tré á sviðinu og fleira. „Það þarf að efla sjónrænu hliðina enn frekar, enda eru jólin sjónrænt ævintýri. Þar sem maður er nú líka Breiðhyltingur hugsa ég að ég láti Breiðholtsseríuna ekki vanta – það verða Breiðholtsseríur, ég get lofað því.“ Miðasala er hafin á Tix.is. Það verða bara þessir einu tónleikar þannig að fólk verður að stökkva til og næla sér í miða vilji það ekki koma að lokuðum dyrum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“