Á að djamma? Guðmundur Steingrímsson skrifar 1. október 2018 07:00 Á að djamma um helgina?“ er spurning sem maður hefur ótal sinnum spurt og ótal sinnum svarað á lífsleiðinni. Hennar gætir reyndar í minna mæli eftir því sem aldurinn færist yfir, einhverra hluta vegna, en á ákveðnu skeiði lífsins var hún fastur liður í vikulokin. Glaðhlakkalegur kunningi spurði mann að þessu fullur eftirvæntingar. Maður greindi gáskafullur frá áformum sínum um djamm einhvers staðar og aðrir greindu frá sínum. Svo var djammað. Nú þegar næsta helgi nálgast óðfluga hefur þessi spurning öðlast dýpri og þrungnari samfélagslega merkingu. Hvernig á maður að haga sér á 10 ára afmæli efnahagshrunsins á Íslandi? Það er á laugardaginn. Á að djamma? Spurningin er fyrst og fremst orðin aðkallandi vegna tíðinda sem bárust í síðustu viku, um að forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hefðu ákveðið að fresta árshátíð stjórnarráðsins, sem átti að fara fram á laugardaginn. Það þótti semsagt ekki tilhlýðilegt að á þessum degi, þegar Geir bað guð að blessa Ísland, væri starfsfólk stjórnarráðsins að djamma. Ræðið Þetta þarf að ræða, finnst mér. Hvað er hrunið? Hvað gerðist? Hvað hefur gerst síðan þá? Hvað ætlum við að gera með þetta, sem þjóð? Er 6. október sorgardagur? Á maður að vera í svörtu? Dó eitthvað sem við syrgjum nú? Syrgjum við samfélagið, stemminguna, skuldum drifna góðærið og gullpastað? Það er engin ástæða til að gera lítið úr viðburðunum. Þeir voru án fordæma. Stærðin var gígantísk. Fólk missti vinnu. Fólk missti fé. Allt bankakerfið hrundi. Fólk hrundi. En til að setja hlutina í samhengi, þá finnst mér þessum viðburðum einna best lýst með hinum ódauðlegu orðum sem skrifuð voru á mótmælaspjald sem rataði á fræga fréttaljósmynd: Helvítis fokking fokk. Það er það sem gerðist. Það fór allt í kúk. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt að reyna að líta slíkan skítastorm réttum augum. Þjóðarmorð eiga sér stað í veröldinni. Skelfilegar náttúruhamfarir líka, hér á landi og annars staðar. Fólk deyr. Stríðsátök þurrka út heilu borgirnar. Hungur herjar á heilu samfélögin. Börn deyja. Íslendingar, hins vegar, misstu peningana sína. Sem þeir áttu aldrei. Óttinn við reiðina Mig langar ekkert í þá veröld aftur. Hún rann sitt skeið á enda. Ég held meira að segja, að innst inni séu ráðherrarnir því sammála. Það er fáránlegt að halda því fram að hrundagurinn 6. október sé dagur þjóðarharmleiks. Slíkt væri beinlínis smekklaust gagnvart þeim sem hafa upplifað raunverulega skelfingarviðburði mannkynssögunnar. Ég held að mun frekar hafi djammbannið verið sett út af ótta. Það ríkir á Íslandi ákveðin hræðsla við mjög reitt fólk. Ég held að það sé óhætt að gera ráð fyrir því að ef árshátíð stjórnarráðsins færi fram á laugardaginn, og myndir birtust af glöðu fólki á þeim vettvangi að djamma, myndi sumt fólk springa af bræði. Ákveðnar líkur eru á að alda hneykslunar færi um samfélagið. Ég held að ráðherrarnir hafi ekki nennt henni. Sérstaklega ekki í kjölfarið á klúðrinu á Þingvöllum. Og kaupum á skammlausri vinargreiðaskýrslu Hannesar um að hrunið sé útlendingum að kenna. Mögnuð vinna Ég held reyndar að það væri hægt að skrifa ágæta skýrslu um að hrunið sé frekar Hannesi að kenna, en hvað um það. Ég hef vissan skilning á þessu. Hver nennir að djamma ef fólk er rosalega reitt út í mann? Maður nennir ekki leiðindum. Það er margt annað hægt að gera um helgina. Fullt af nýjum þáttum á Netflix. En þetta situr samt í mér. Af hverju ekki að djamma? Hversu mörg ár í viðbót á reiðin að ráða? Á hún sífellt að trompa gleðina? Eitthvað það magnaðasta sem ég varð vitni að í eftirleik hrunsins, þegar ég sat á þingi, var hin þrotlausa og ósérhlífna vinna starfsfólks stjórnarráðsins, dag og nótt, við að endurreisa Ísland. Verkefnin voru gríðarleg. Það þurfti sterk bein og taugar. Ísland var í raun gjaldþrota. Það þurfti að endurreisa efnahaginn, fyrirtækin, heimilin, orðsporið. Alls konar fólk, í alls konar stöðum, lagði allt í sölurnar. Vinna þess rataði sjaldnast í fréttirnar, en það sem það gerði, það tókst. Það tókst að endurreisa efnahag þjóðarinnar. Til eru útreikningar sem sýna að þjóðarbúið beið á endanum engan fjárhagslegan skaða af hruninu. Það er ótrúlega magnað. Klikkað. Ekki það að nokkur hafi spurt mig, en ég sjálfur ætla ekki að djamma á laugardaginn. Í ljósi sögunnar, atburðanna og í krafti löngunar til þess að gleðin sigri reiðina skora ég hins vegar á starfsfólk stjórnarráðsins að sletta ærlega úr klaufunum, þótt það verði ekki árshátíð. Ef einhverjir eiga inni sturlað djamm um helgina, þá eru það þið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Á að djamma um helgina?“ er spurning sem maður hefur ótal sinnum spurt og ótal sinnum svarað á lífsleiðinni. Hennar gætir reyndar í minna mæli eftir því sem aldurinn færist yfir, einhverra hluta vegna, en á ákveðnu skeiði lífsins var hún fastur liður í vikulokin. Glaðhlakkalegur kunningi spurði mann að þessu fullur eftirvæntingar. Maður greindi gáskafullur frá áformum sínum um djamm einhvers staðar og aðrir greindu frá sínum. Svo var djammað. Nú þegar næsta helgi nálgast óðfluga hefur þessi spurning öðlast dýpri og þrungnari samfélagslega merkingu. Hvernig á maður að haga sér á 10 ára afmæli efnahagshrunsins á Íslandi? Það er á laugardaginn. Á að djamma? Spurningin er fyrst og fremst orðin aðkallandi vegna tíðinda sem bárust í síðustu viku, um að forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hefðu ákveðið að fresta árshátíð stjórnarráðsins, sem átti að fara fram á laugardaginn. Það þótti semsagt ekki tilhlýðilegt að á þessum degi, þegar Geir bað guð að blessa Ísland, væri starfsfólk stjórnarráðsins að djamma. Ræðið Þetta þarf að ræða, finnst mér. Hvað er hrunið? Hvað gerðist? Hvað hefur gerst síðan þá? Hvað ætlum við að gera með þetta, sem þjóð? Er 6. október sorgardagur? Á maður að vera í svörtu? Dó eitthvað sem við syrgjum nú? Syrgjum við samfélagið, stemminguna, skuldum drifna góðærið og gullpastað? Það er engin ástæða til að gera lítið úr viðburðunum. Þeir voru án fordæma. Stærðin var gígantísk. Fólk missti vinnu. Fólk missti fé. Allt bankakerfið hrundi. Fólk hrundi. En til að setja hlutina í samhengi, þá finnst mér þessum viðburðum einna best lýst með hinum ódauðlegu orðum sem skrifuð voru á mótmælaspjald sem rataði á fræga fréttaljósmynd: Helvítis fokking fokk. Það er það sem gerðist. Það fór allt í kúk. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt að reyna að líta slíkan skítastorm réttum augum. Þjóðarmorð eiga sér stað í veröldinni. Skelfilegar náttúruhamfarir líka, hér á landi og annars staðar. Fólk deyr. Stríðsátök þurrka út heilu borgirnar. Hungur herjar á heilu samfélögin. Börn deyja. Íslendingar, hins vegar, misstu peningana sína. Sem þeir áttu aldrei. Óttinn við reiðina Mig langar ekkert í þá veröld aftur. Hún rann sitt skeið á enda. Ég held meira að segja, að innst inni séu ráðherrarnir því sammála. Það er fáránlegt að halda því fram að hrundagurinn 6. október sé dagur þjóðarharmleiks. Slíkt væri beinlínis smekklaust gagnvart þeim sem hafa upplifað raunverulega skelfingarviðburði mannkynssögunnar. Ég held að mun frekar hafi djammbannið verið sett út af ótta. Það ríkir á Íslandi ákveðin hræðsla við mjög reitt fólk. Ég held að það sé óhætt að gera ráð fyrir því að ef árshátíð stjórnarráðsins færi fram á laugardaginn, og myndir birtust af glöðu fólki á þeim vettvangi að djamma, myndi sumt fólk springa af bræði. Ákveðnar líkur eru á að alda hneykslunar færi um samfélagið. Ég held að ráðherrarnir hafi ekki nennt henni. Sérstaklega ekki í kjölfarið á klúðrinu á Þingvöllum. Og kaupum á skammlausri vinargreiðaskýrslu Hannesar um að hrunið sé útlendingum að kenna. Mögnuð vinna Ég held reyndar að það væri hægt að skrifa ágæta skýrslu um að hrunið sé frekar Hannesi að kenna, en hvað um það. Ég hef vissan skilning á þessu. Hver nennir að djamma ef fólk er rosalega reitt út í mann? Maður nennir ekki leiðindum. Það er margt annað hægt að gera um helgina. Fullt af nýjum þáttum á Netflix. En þetta situr samt í mér. Af hverju ekki að djamma? Hversu mörg ár í viðbót á reiðin að ráða? Á hún sífellt að trompa gleðina? Eitthvað það magnaðasta sem ég varð vitni að í eftirleik hrunsins, þegar ég sat á þingi, var hin þrotlausa og ósérhlífna vinna starfsfólks stjórnarráðsins, dag og nótt, við að endurreisa Ísland. Verkefnin voru gríðarleg. Það þurfti sterk bein og taugar. Ísland var í raun gjaldþrota. Það þurfti að endurreisa efnahaginn, fyrirtækin, heimilin, orðsporið. Alls konar fólk, í alls konar stöðum, lagði allt í sölurnar. Vinna þess rataði sjaldnast í fréttirnar, en það sem það gerði, það tókst. Það tókst að endurreisa efnahag þjóðarinnar. Til eru útreikningar sem sýna að þjóðarbúið beið á endanum engan fjárhagslegan skaða af hruninu. Það er ótrúlega magnað. Klikkað. Ekki það að nokkur hafi spurt mig, en ég sjálfur ætla ekki að djamma á laugardaginn. Í ljósi sögunnar, atburðanna og í krafti löngunar til þess að gleðin sigri reiðina skora ég hins vegar á starfsfólk stjórnarráðsins að sletta ærlega úr klaufunum, þótt það verði ekki árshátíð. Ef einhverjir eiga inni sturlað djamm um helgina, þá eru það þið.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun