Tilbúin í viðræður og rökræður um styttingu vinnuvikunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. október 2018 19:30 Stytting vinnuvikunnar úr 40 vinnustundum niður í 35 verður helsta baráttumál BSRB í komandi kjaraviðræðum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur var kjörin nýr formaður BSRB í dag en hún hyggst leggja áherslu á bætt starfsumhverfi, jafnréttismál og húsnæðismál. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en auk Sonju bauð Vésteinn Valgarðsson sig fram til formanns. Sonja hlaut yfirgnæfandi kosningu en hún fékk 158 atkvæði eða rúm 86% greiddra atkvæða. „Þingið er hérna að móta stefnuna þannig að auðvitað munum við fylgja henni eftir en kannski liður í því sem ég vil leggja meiri áherslu á er starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustunni og húsnæðismál,“ segir Sonja Ýr. „Ég hef verið að vinna mikið í jafnréttismálum þannig að þau auðvitað verða áfram mikilvæg í mínum huga.“ Í komandi kjaraviðræðum segir Sonja að áhersla verði lögð á styttingu vinnuvikunnar. „Stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 stundir og síðan að það sé 80% þar af fyrir vaktavinnufólk,“ segir Sonja. „Ég hef verið að fylgja eftir tilraunaverkefnum okkar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu þannig að maður hefur góða þekkingu inn í það, þannig að maður er tilbúinn í viðræðurnar og rökræðurnar um mikilvægi þess að við styttum vinnuvikuna sem er ávinningur fyrir alla.“ Á þinginu sem staðið hefur yfir undanfarna þrjá daga var mótuð stefna bandalagsins til næstu þriggja ára. Aðspurð segir Sonja að launahækkanir, hvort sem það eru krónutölu- eða prósentuhækkanir, hafi ekki verið til umræðu á þinginu. „Félögin okkar eru flest með lausa kjarasamninga í mars á næsta ári, það eru einhver núna um áramótin, þannig að þau eru ekki komin svona langt að móta þá stefnu.“ Vinnumarkaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar úr 40 vinnustundum niður í 35 verður helsta baráttumál BSRB í komandi kjaraviðræðum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur var kjörin nýr formaður BSRB í dag en hún hyggst leggja áherslu á bætt starfsumhverfi, jafnréttismál og húsnæðismál. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en auk Sonju bauð Vésteinn Valgarðsson sig fram til formanns. Sonja hlaut yfirgnæfandi kosningu en hún fékk 158 atkvæði eða rúm 86% greiddra atkvæða. „Þingið er hérna að móta stefnuna þannig að auðvitað munum við fylgja henni eftir en kannski liður í því sem ég vil leggja meiri áherslu á er starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustunni og húsnæðismál,“ segir Sonja Ýr. „Ég hef verið að vinna mikið í jafnréttismálum þannig að þau auðvitað verða áfram mikilvæg í mínum huga.“ Í komandi kjaraviðræðum segir Sonja að áhersla verði lögð á styttingu vinnuvikunnar. „Stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 stundir og síðan að það sé 80% þar af fyrir vaktavinnufólk,“ segir Sonja. „Ég hef verið að fylgja eftir tilraunaverkefnum okkar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu þannig að maður hefur góða þekkingu inn í það, þannig að maður er tilbúinn í viðræðurnar og rökræðurnar um mikilvægi þess að við styttum vinnuvikuna sem er ávinningur fyrir alla.“ Á þinginu sem staðið hefur yfir undanfarna þrjá daga var mótuð stefna bandalagsins til næstu þriggja ára. Aðspurð segir Sonja að launahækkanir, hvort sem það eru krónutölu- eða prósentuhækkanir, hafi ekki verið til umræðu á þinginu. „Félögin okkar eru flest með lausa kjarasamninga í mars á næsta ári, það eru einhver núna um áramótin, þannig að þau eru ekki komin svona langt að móta þá stefnu.“
Vinnumarkaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira