Ronaldo skoraði í óvæntu jafntefli Juventus Dagur Lárusson skrifar 20. október 2018 18:00 Ronaldo var á skotskónum í dag. Vísir/AP Cristiano Ronaldo og félagar í Juventus gerðu óvænt 1-1 jafntefli gegn Genoa í ítölsku deildinni í dag en Ronaldo skoraði mark Juventus. Ronaldo var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn en mark hans kom strax á 18. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleiknum. Eflaust bjuggust stuðningsmenn Juventus við enn einum öruggum sigri en það átti þó ekki eftir að vera raunin. Liðsmenn Genoa sýndu mikið hugrekki og náðu að skora á 67. mínútu og jafna leikinn. Liðsmenn Juventus reyndu hvað þeir gátu að skora sigurmarkið en allt kom fyrir ekki og því skildu liðin jöfn. Eftir leikinn er Juventus með 25 stig í efsta sæti deildarinnar á meðan Genoa er í 10.sæti með þrettán stig. Ítalski boltinn
Cristiano Ronaldo og félagar í Juventus gerðu óvænt 1-1 jafntefli gegn Genoa í ítölsku deildinni í dag en Ronaldo skoraði mark Juventus. Ronaldo var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn en mark hans kom strax á 18. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleiknum. Eflaust bjuggust stuðningsmenn Juventus við enn einum öruggum sigri en það átti þó ekki eftir að vera raunin. Liðsmenn Genoa sýndu mikið hugrekki og náðu að skora á 67. mínútu og jafna leikinn. Liðsmenn Juventus reyndu hvað þeir gátu að skora sigurmarkið en allt kom fyrir ekki og því skildu liðin jöfn. Eftir leikinn er Juventus með 25 stig í efsta sæti deildarinnar á meðan Genoa er í 10.sæti með þrettán stig.