Aðeins ein verðfyrirspurn og samningarnir allir munnlegir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. október 2018 09:15 Þó útboðsskylda myndist ekki ber sveitarfélögum að viðhafa samkeppni með verðfyrirspurnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK REYKJAVÍK Engir skriflegir verksamningar liggja til grundvallar framkvæmd við uppbyggingu og endurnýjun braggans við Nauthólsvík 100 og aðeins eru til í einu tilviki gögn sem sýna fram á að samanburðartilboða hafi verið leitað. Verkið fór aldrei í formlegt innkaupaferli heldur var samningum komið á með munnlegum hætti. Þetta kemur fram í áliti borgarlögmanns á fylgni við innkaupareglur við gerð samninga um braggann. Kostnaður við hann stendur nú í tæplega þrefalt hærri upphæð en upphafleg kostnaðaráætlun, í kringum 150 milljónir króna, gerði ráð fyrir. Í álitinu kemur fram að verkið hafi ekki verið útboðsskylt samkvæmt þágildandi lögum um opinber innkaup en hins vegar hafi innkaupareglur Reykjavíkurborgar voru þverbrotnar. Samkvæmt innkaupareglum borgarinnar er skylt að viðhafa innkaupaferli ef áætluð samningsfjárhæð er yfir 28 milljónum króna. Þó upphæð nái ekki útboðsfjárhæð er opinberum aðilum skylt að viðhafa samkeppni við innkaup, til dæmis með verðfyrirspurn meðal mögulegra þjónustuveitenda eða birgja. Í máli braggans var það aðeins einu sinni gert en sú fyrirspurn sneri að innkaupum á flísum. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi innkauparáðs er vikið að svari Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 2. október. „Ég ítreka það að það sem kom fram, að það hafi verið farið í verðfyrirspurnir en ekki útboð, það er það sem hefur komið fram í umfjöllun um málið.“ Í bókun fulltrúa meirihlutans segir að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar (SEA) hafi haldið því fram við borgarstjóra og aðra kjörna fulltrúa að notast hafi verið við verðfyrirspurnir í verkefninu. Erfitt sé fyrir kjörna fulltrúa að ganga út frá öðru en að slíkt sé rétt. Álit borgarlögmanns var lagt fram á fundi innkauparáðs borgarinnar í gær. Innkauparáð óskaði eftir því að álitið yrði unnið á fundi eftir fund þess 18. ágúst 2017. Ekki tókst að skila því fyrr en nú þar sem SEA veitti borgarlögmanni ekki tilskilin gögn til að unnt væri að vinna álitið. Beiðni um afhendingu gagnanna var ítrekuð í september, nóvember og desember í fyrra og aftur í janúar, febrúar, mars, maí, ágúst, september og október þessa árs. Ekki liggur fyrir hvers vegna það tók SEA svo langan tíma að svara erindinu. „Fengust svör [frá SEA þann 24. maí 2018] í tölvupósti að leggja þyrfti lokahönd á minnisblað sem yrði klárað eftir helgi og að síðan yrði samantekt unnin úr upplýsingum SEA um kostnað. Hvorugt barst og var sú beiðni ítrekuð 14. ágúst 2018. Þeirri beiðni svaraði verkefnastjóri SEA með tölvupósti 16. ágúst og kvaðst koma með gögnin í næstu viku,“ segir í áliti borgarlögmanns. Minnisblaðið lá fyrir um miðjan september. Ekki náðist í Óla Jón Hertervig, deildarstjóra SEA, eða Guðlaugu S. Sigurðardóttur, fjármálastjóra SEA, þrátt fyrir tilraunir þess efnis. Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún furðar sig á ofsafenginni umræðu um braggamálið Fyrrverandi borgarstjóri segir endurbyggingu braggans eiga fullan rétt á sér. 18. október 2018 21:00 Hrólfur axlar ábyrgð en vill uppbyggilegri umræðu í braggamálinu Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, segir að ríkt hafi óvissa um kostnað við braggann í Nauthólsvík. 18. október 2018 10:37 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
REYKJAVÍK Engir skriflegir verksamningar liggja til grundvallar framkvæmd við uppbyggingu og endurnýjun braggans við Nauthólsvík 100 og aðeins eru til í einu tilviki gögn sem sýna fram á að samanburðartilboða hafi verið leitað. Verkið fór aldrei í formlegt innkaupaferli heldur var samningum komið á með munnlegum hætti. Þetta kemur fram í áliti borgarlögmanns á fylgni við innkaupareglur við gerð samninga um braggann. Kostnaður við hann stendur nú í tæplega þrefalt hærri upphæð en upphafleg kostnaðaráætlun, í kringum 150 milljónir króna, gerði ráð fyrir. Í álitinu kemur fram að verkið hafi ekki verið útboðsskylt samkvæmt þágildandi lögum um opinber innkaup en hins vegar hafi innkaupareglur Reykjavíkurborgar voru þverbrotnar. Samkvæmt innkaupareglum borgarinnar er skylt að viðhafa innkaupaferli ef áætluð samningsfjárhæð er yfir 28 milljónum króna. Þó upphæð nái ekki útboðsfjárhæð er opinberum aðilum skylt að viðhafa samkeppni við innkaup, til dæmis með verðfyrirspurn meðal mögulegra þjónustuveitenda eða birgja. Í máli braggans var það aðeins einu sinni gert en sú fyrirspurn sneri að innkaupum á flísum. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi innkauparáðs er vikið að svari Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarstjórnar 2. október. „Ég ítreka það að það sem kom fram, að það hafi verið farið í verðfyrirspurnir en ekki útboð, það er það sem hefur komið fram í umfjöllun um málið.“ Í bókun fulltrúa meirihlutans segir að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar (SEA) hafi haldið því fram við borgarstjóra og aðra kjörna fulltrúa að notast hafi verið við verðfyrirspurnir í verkefninu. Erfitt sé fyrir kjörna fulltrúa að ganga út frá öðru en að slíkt sé rétt. Álit borgarlögmanns var lagt fram á fundi innkauparáðs borgarinnar í gær. Innkauparáð óskaði eftir því að álitið yrði unnið á fundi eftir fund þess 18. ágúst 2017. Ekki tókst að skila því fyrr en nú þar sem SEA veitti borgarlögmanni ekki tilskilin gögn til að unnt væri að vinna álitið. Beiðni um afhendingu gagnanna var ítrekuð í september, nóvember og desember í fyrra og aftur í janúar, febrúar, mars, maí, ágúst, september og október þessa árs. Ekki liggur fyrir hvers vegna það tók SEA svo langan tíma að svara erindinu. „Fengust svör [frá SEA þann 24. maí 2018] í tölvupósti að leggja þyrfti lokahönd á minnisblað sem yrði klárað eftir helgi og að síðan yrði samantekt unnin úr upplýsingum SEA um kostnað. Hvorugt barst og var sú beiðni ítrekuð 14. ágúst 2018. Þeirri beiðni svaraði verkefnastjóri SEA með tölvupósti 16. ágúst og kvaðst koma með gögnin í næstu viku,“ segir í áliti borgarlögmanns. Minnisblaðið lá fyrir um miðjan september. Ekki náðist í Óla Jón Hertervig, deildarstjóra SEA, eða Guðlaugu S. Sigurðardóttur, fjármálastjóra SEA, þrátt fyrir tilraunir þess efnis.
Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún furðar sig á ofsafenginni umræðu um braggamálið Fyrrverandi borgarstjóri segir endurbyggingu braggans eiga fullan rétt á sér. 18. október 2018 21:00 Hrólfur axlar ábyrgð en vill uppbyggilegri umræðu í braggamálinu Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, segir að ríkt hafi óvissa um kostnað við braggann í Nauthólsvík. 18. október 2018 10:37 Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Ingibjörg Sólrún furðar sig á ofsafenginni umræðu um braggamálið Fyrrverandi borgarstjóri segir endurbyggingu braggans eiga fullan rétt á sér. 18. október 2018 21:00
Hrólfur axlar ábyrgð en vill uppbyggilegri umræðu í braggamálinu Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg, segir að ríkt hafi óvissa um kostnað við braggann í Nauthólsvík. 18. október 2018 10:37
Dönsku stráin, náðhúsið og allt heila braggaklabbið Vísir birtir alla reikninga sem snúa að byggingu braggans í Nauthólsvík. 17. október 2018 14:30