Rekstur Bakkaganga í uppnámi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. október 2018 06:00 Jarðgöngin voru tekin í notkun fyrir rúmu ári síðan og kostuðu ríkið hátt á fjórða milljarð. Mynd/Gaukur Hjartarson Enginn kannast við að eiga eða bera ábyrgð á rekstri jarðganga sem kostuðu hátt á fjórða milljarð úr ríkissjóði og eru hluti stórrar ríkisframkvæmdar vegna stóriðjuuppbyggingarinnar á Bakka við Húsavík. Í bréfi forstjóra Vegagerðarinnar til byggðarráðs Norðurþings kemur fram að göngin séu ekki á forræði Vegagerðarinnar. Stofnunin muni þar af leiðandi ekki þjónusta göngin og afskiptum af þeim verði formlega hætt frá og með 1. nóvember næstkomandi. „Við lítum svo á að við megum ekki þjónusta göngin, þau eru ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð leyfð um þau. Þess vegna má vegagerðin ekki nota opinbert fé til að þjónusta þau,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og bætir við: „Við fengum bara það hlutverk að byggja göngin og við höfum lokið því verki.“ „Ríkið á þessi göng, það er ekkert að fara að breytast. Ríkið kostaði þessu til og nú þarf að leysa úr því hvernig á að þjónusta þau,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, og lætur þess getið að hann ætli ekki að taka við göngunum. Fyrrgreint erindi Vegagerðarinnar var til umræðu í byggðarráði Norðurþings 15. október síðastliðinn og í bókun ráðsins um málið segir að útilokað sé að sveitarfélagið muni taka að sér rekstur og viðhald ganganna.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Fréttablaðið/Auðunn„Málið er komið í einhvern hnút sem enginn virðist vita hvernig eigi að leysa,“ segir Kristján um stöðu málsins. Hann segir það sitja fast í einhverri ráðuneytapólitík í fjármála-, atvinnuvega- og í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Göngin voru upphaflega á forræði atvinnuvegaráðuneytisins en um uppbygginguna á Bakka og fjármögnun hennr voru sett sérstök lög árið 2013. Áætlaður kostnaður við gangagerðina var upphaflega 1,8 milljarðar en síðar kom í ljós að kostnaðurinn var stórlega vanáætlaður. Ekki var til að mynda gert ráð fyrir neinum kostnaði við hönnun ganganna. Því fékk Vegagerðin aukaframlög í fjárlögum fyrir árin 2015 og 2016 og heildarkostnaður við byggingu ganganna var hátt á fjórða milljarð. Sú þjónusta sem enginn virðist bera ábyrgð á lýtur, að sögn Kristjáns, fyrst og fremst að því að halda veginum opnum um vetrartímann. Þar fari um stórir bílar og ævintýralega þungir. Þeir sjái um að flytja hráefni milli athafnasvæðisins á Bakka og hafnarsvæðisins og akstursskilyrðin þurfi því að vera góð. „Það væri bara alveg agalegt ef þetta yrði til þess að það þurfi að fara að keyra efni á smærri bílum og í gegnum bæinn með tilheyrandi ónæði og slysahættu,“ segir Kristján. Hann tekur fram að þótt göngin séu á hafnverndarsvæði séu þau öllum opin sem fara þurfi um iðnaðarsvæðið á Bakka. Til framtíðar sjái menn einnig fyrir sér frekari umferð um veginn og göngin enda mikið um þungaflutninga að austan til dæmis með eldisfisk og fleira. „Við höfum hugsað okkur gott til glóðarinnar til framtíðar um að vegurinn muni með tíð og tíma tengjast 85 þjóðveginum og þá verði hægt að rúlla sér þarna niður eftir beina leið, þannig að þetta er ekki bara einhver vegur sem er eingöngu ætlaður PCC,“ segir Kristján og bendir á að farið hafi verið yfir alla framkvæmdina með ESA og gæta þurfi að öllu sem flokkast geti til ívilnana til fyrirtækisins. Ekki náðist í neinn þeirra ráðherra sem haft gæti málið á sínu borði í gær en starfsmenn umræddra ráðuneyta sem Fréttablaðið náði tali af bentu ýmist á önnur ráðuneyti eða sögðust ekki þekkja til málsins. Síðdegis í gær náðist í Sigtrygg Magnason, aðstoðarmann Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem sagði málið til skoðunar milli ráðuneytanna þriggja. Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira
Enginn kannast við að eiga eða bera ábyrgð á rekstri jarðganga sem kostuðu hátt á fjórða milljarð úr ríkissjóði og eru hluti stórrar ríkisframkvæmdar vegna stóriðjuuppbyggingarinnar á Bakka við Húsavík. Í bréfi forstjóra Vegagerðarinnar til byggðarráðs Norðurþings kemur fram að göngin séu ekki á forræði Vegagerðarinnar. Stofnunin muni þar af leiðandi ekki þjónusta göngin og afskiptum af þeim verði formlega hætt frá og með 1. nóvember næstkomandi. „Við lítum svo á að við megum ekki þjónusta göngin, þau eru ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð leyfð um þau. Þess vegna má vegagerðin ekki nota opinbert fé til að þjónusta þau,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og bætir við: „Við fengum bara það hlutverk að byggja göngin og við höfum lokið því verki.“ „Ríkið á þessi göng, það er ekkert að fara að breytast. Ríkið kostaði þessu til og nú þarf að leysa úr því hvernig á að þjónusta þau,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, og lætur þess getið að hann ætli ekki að taka við göngunum. Fyrrgreint erindi Vegagerðarinnar var til umræðu í byggðarráði Norðurþings 15. október síðastliðinn og í bókun ráðsins um málið segir að útilokað sé að sveitarfélagið muni taka að sér rekstur og viðhald ganganna.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Fréttablaðið/Auðunn„Málið er komið í einhvern hnút sem enginn virðist vita hvernig eigi að leysa,“ segir Kristján um stöðu málsins. Hann segir það sitja fast í einhverri ráðuneytapólitík í fjármála-, atvinnuvega- og í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Göngin voru upphaflega á forræði atvinnuvegaráðuneytisins en um uppbygginguna á Bakka og fjármögnun hennr voru sett sérstök lög árið 2013. Áætlaður kostnaður við gangagerðina var upphaflega 1,8 milljarðar en síðar kom í ljós að kostnaðurinn var stórlega vanáætlaður. Ekki var til að mynda gert ráð fyrir neinum kostnaði við hönnun ganganna. Því fékk Vegagerðin aukaframlög í fjárlögum fyrir árin 2015 og 2016 og heildarkostnaður við byggingu ganganna var hátt á fjórða milljarð. Sú þjónusta sem enginn virðist bera ábyrgð á lýtur, að sögn Kristjáns, fyrst og fremst að því að halda veginum opnum um vetrartímann. Þar fari um stórir bílar og ævintýralega þungir. Þeir sjái um að flytja hráefni milli athafnasvæðisins á Bakka og hafnarsvæðisins og akstursskilyrðin þurfi því að vera góð. „Það væri bara alveg agalegt ef þetta yrði til þess að það þurfi að fara að keyra efni á smærri bílum og í gegnum bæinn með tilheyrandi ónæði og slysahættu,“ segir Kristján. Hann tekur fram að þótt göngin séu á hafnverndarsvæði séu þau öllum opin sem fara þurfi um iðnaðarsvæðið á Bakka. Til framtíðar sjái menn einnig fyrir sér frekari umferð um veginn og göngin enda mikið um þungaflutninga að austan til dæmis með eldisfisk og fleira. „Við höfum hugsað okkur gott til glóðarinnar til framtíðar um að vegurinn muni með tíð og tíma tengjast 85 þjóðveginum og þá verði hægt að rúlla sér þarna niður eftir beina leið, þannig að þetta er ekki bara einhver vegur sem er eingöngu ætlaður PCC,“ segir Kristján og bendir á að farið hafi verið yfir alla framkvæmdina með ESA og gæta þurfi að öllu sem flokkast geti til ívilnana til fyrirtækisins. Ekki náðist í neinn þeirra ráðherra sem haft gæti málið á sínu borði í gær en starfsmenn umræddra ráðuneyta sem Fréttablaðið náði tali af bentu ýmist á önnur ráðuneyti eða sögðust ekki þekkja til málsins. Síðdegis í gær náðist í Sigtrygg Magnason, aðstoðarmann Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem sagði málið til skoðunar milli ráðuneytanna þriggja.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira