Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2018 21:30 Hörður Míó Ólafsson, hellabóndi í Víðgelmi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. Hafísárin í kringum 1968 eru talin hafa bjargað dropasteinum og hraunstráum frá eyðileggingu en þá lokaðist hellirinn vegna ísmyndunar. Rætt var við Hörð Míó Ólafsson, hellabónda í Fljótstungu, í fréttum Stöðvar 2. Hallmundarhraun er eitt hellaauðugasta svæði landsins, en jörðin Fljótstunga stendur við hraunjaðarinn. Þar hafði hefðbundinn búskapur lagst af þegar hjón frá Akureyri keyptu jörðina fyrir þremur árum, þau Stefán Stefánsson og Þórhalla Guðmundsdóttir. Þau hófu að gera út á hellinn Víðgelmi, sem er í landi þeirra, með því að selja ferðamönnum aðgang en elsti sonurinn, Hörður Míó Ólafsson, stýrir rekstrinum.Við hellismunna Víðgelmis. Ofar í Hallmundarhrauni eru Surtshellir og Stefánshellir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það hefur gengið bara vonum framar. Við erum með opið allt árið og auðvitað er sumarið okkar aðaltími en veturnir hafa verið glettilega góðir líka. Þannig að við erum brattir hér í Fljótstungu,” segir Hörður. Þjónustuhús var reist og hellirinn gerður aðgengilegri með stigum og göngupöllum. Í sumar unnu fimmtán manns við að sýna hellinn en eru helmingi færri í vetur. „Þetta erum bara við. Þetta er bara fjölskyldan, - fjölskyldufyrirtæki. Ég hér og pabbi, bróðir minn og systir mín, mamma.” Og fyrir vikið telst Fljótstunga nú í byggð. Þar sem stórgrýtið er mest er búið að smíða göngupalla til að auðvelda ferðafólki för um hellinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðkvæmar hraunmyndanir hafa varðveist betur í Víðgelmi en í mörgum öðrum hellum, þar sem ferðafólk komst lengi vel ekki inn í hann. „Fyrst var það ís sem lokaði honum í kjölfarið á hafísárunum. Hann var síðan opnaður árið 1991 og eftir það var sett upp hlið í hellinn þannig að hann var lokaður. Þetta er á þessum tíma þegar við erum að sækja meira inn á þessi svæði í þessa hella og kannski þá kunnum ekki alveg að fara um þetta eins og við gerum í dag. Og fyrir vikið þá eru hér þessar viðkvæmu hraunmyndanir, hraunkerti og hraunstrá, og það er nóg eftir af þeim hér,” segir Hörður. Nánar verður fjallað um samfélagið í efstu byggð Borgarfjarðar, í Hvítársíðu og Hálsasveit, í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Frétt Stöðvar 2 um hellabúskapinn í Víðgelmi má sjá hér: Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00 Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. Hafísárin í kringum 1968 eru talin hafa bjargað dropasteinum og hraunstráum frá eyðileggingu en þá lokaðist hellirinn vegna ísmyndunar. Rætt var við Hörð Míó Ólafsson, hellabónda í Fljótstungu, í fréttum Stöðvar 2. Hallmundarhraun er eitt hellaauðugasta svæði landsins, en jörðin Fljótstunga stendur við hraunjaðarinn. Þar hafði hefðbundinn búskapur lagst af þegar hjón frá Akureyri keyptu jörðina fyrir þremur árum, þau Stefán Stefánsson og Þórhalla Guðmundsdóttir. Þau hófu að gera út á hellinn Víðgelmi, sem er í landi þeirra, með því að selja ferðamönnum aðgang en elsti sonurinn, Hörður Míó Ólafsson, stýrir rekstrinum.Við hellismunna Víðgelmis. Ofar í Hallmundarhrauni eru Surtshellir og Stefánshellir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það hefur gengið bara vonum framar. Við erum með opið allt árið og auðvitað er sumarið okkar aðaltími en veturnir hafa verið glettilega góðir líka. Þannig að við erum brattir hér í Fljótstungu,” segir Hörður. Þjónustuhús var reist og hellirinn gerður aðgengilegri með stigum og göngupöllum. Í sumar unnu fimmtán manns við að sýna hellinn en eru helmingi færri í vetur. „Þetta erum bara við. Þetta er bara fjölskyldan, - fjölskyldufyrirtæki. Ég hér og pabbi, bróðir minn og systir mín, mamma.” Og fyrir vikið telst Fljótstunga nú í byggð. Þar sem stórgrýtið er mest er búið að smíða göngupalla til að auðvelda ferðafólki för um hellinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðkvæmar hraunmyndanir hafa varðveist betur í Víðgelmi en í mörgum öðrum hellum, þar sem ferðafólk komst lengi vel ekki inn í hann. „Fyrst var það ís sem lokaði honum í kjölfarið á hafísárunum. Hann var síðan opnaður árið 1991 og eftir það var sett upp hlið í hellinn þannig að hann var lokaður. Þetta er á þessum tíma þegar við erum að sækja meira inn á þessi svæði í þessa hella og kannski þá kunnum ekki alveg að fara um þetta eins og við gerum í dag. Og fyrir vikið þá eru hér þessar viðkvæmu hraunmyndanir, hraunkerti og hraunstrá, og það er nóg eftir af þeim hér,” segir Hörður. Nánar verður fjallað um samfélagið í efstu byggð Borgarfjarðar, í Hvítársíðu og Hálsasveit, í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Frétt Stöðvar 2 um hellabúskapinn í Víðgelmi má sjá hér:
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00 Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00
Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15