Tvöfalt högg fyrir ungt fólk í leit að fyrstu íbúð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2018 15:30 Elvar Orri Hreinsson er höfundur nýrrar skýrslu Íslandsbanka um húsnæðismarkaðinn. Það hefur aldrei verið erfiðara að kaupa sér sína fyrstu eign miðað við laun en í dag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn sem kom út í dag. Elvar Orri Hreinsson, skýrsluhöfundur og sérfræðingur hjá samskiptum og greiningu hjá bankanum, segir skýrsluna leiða í ljós að rót vandans á húsnæðismarkaði sé lítið framboð á íbúðum undanfarin ár og þá skortir sérstaklega smærri eignir. Þær hafa líka hækkað mest í verði undanfarna tvo áratugi og er raunverð smærri íbúða í sögulegu hámarki nú. Elvar Orri segir að þeirri miklu eftirspurn sem hefur verið eftir smærri íbúðum hafi ekki verið svarað með byggingu nýrra íbúða. „Ef við horfum á hvernig eignir hafa verið byggðar á undanförnum áratugum þá hefur framboðshliðin verið að byggja hlutfallslega meira af íbúðum sem eru stærri og þá erum við að horfa á íbúðir sem eru 110 fermetrar plús. Á sama tíma þá hefur lýðfræðileg þróun öll verið á þann veg að auka eftirspurn eftir smærri íbúðum. Það hefur verið að gerast í áraraðir og hefur því mátt liggja ljóst fyrir í lengri tíma. Þarna tala framboðs- og eftirspurnarhliðin ekki nógu vel saman. Við bendum á að þetta gæti verið vegna skorts á heildrænni stefnumótun á íbúðamarkaði því augljóslega viltu byggja íbúðir sem þörf er fyrir,“ segir Elvar Orri og bendir á að þjóðin sé að eldast.Eftirspurn eftir smærri íbúðum getur bæði verið hjá eldra fólki sem og hjá fólki á þrítugsaldri sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum.vísir/vilhelmUngt fólk með minni kaupgetu en þeir eldri Þannig sé eldra fólk líklegra til að minnka við sig þegar það fer á ellilífeyri þar sem það hafi þá mögulega minna á milli handanna. Eftirspurn eftir smærri íbúðum geti því verið hjá þeim hópi sem og hjá fólki á þrítugsaldri sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði en sá hópur er jafnframt stærsti aldurshópur þjóðarinnar. „Þessi hópur býr yfir minni kaupgetu og fjölskyldustærð er líka iðulega minni en hjá eldri hópum samfélagsins. Eigið fé og aldur hangir að talsverðu leyti saman, eftir því sem þú ert eldri ertu líklegri til að eiga meira eigið fé, en þessi ungi hópur er stærsti hópur þjóðarinnar og hann er líklegri til að kaupa sér smærri eign heldur en stærri.“Gögnin benda til þess að launahækkanir séu töluvert lægri hjá ungu fólki Spurður út í samspil íbúðaverðs og launa fyrir fyrstu kaupendur í ljósi þess að kaupmáttur launa hefur hækkað minnst hjá yngsta hópnum segir Elvar Orri það vissulega vera til staðar. „Ef fasteignaverð er alltaf að hækka og launin þín halda ekki í við þær hækkanir þá verður auðvitað erfiðara fyrir þig að spara fyrir útborgun,“ segir Elvar Orri og bætir við: „Ef þú skoðar íbúðaverðsþróun miðað við laun hjá ákveðnum aldurshópum og við tökum ákveðið dæmi með aldurshópinn 25 til 29 ára þá benda gögnin til þess að þarna séu launahækkanir töluvert lægri en hjá eldri hópum. Við vitum að launahækkanir almennt hafa verið háar en hjá þessum aldurshópi eru þær undir meðaltalinu á meðan hann er að horfa á eignir sem hafa hækkað hvað mest.“ Höggið fyrir unga fólkið sé því tvöfalt ef svo má segja þar sem kaupmáttur þeirra hefur hækkað hlutfallslega minna en íbúðirnar sem hópurinn vill kaupa hafa hækkað hlutfallslega mest.Alltaf bara væl í unga fólkinu. Senda þau í sveit og á sjóinn. "Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkaði langmest í aldurshópnum 75 ára og eldri árið 2017, eða um 14%, en um 7% eða minna í öðrum aldurshópum."https://t.co/QrGhLRbw4Xpic.twitter.com/ia4gbeIevf — Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) August 24, 2018Skýrslu Íslandsbanka um húsnæðismarkaðinn má nálgast í heild sinni hér. Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi“ Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður. 30. september 2018 14:09 Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01 Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Það hefur aldrei verið erfiðara að kaupa sér sína fyrstu eign miðað við laun en í dag. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn sem kom út í dag. Elvar Orri Hreinsson, skýrsluhöfundur og sérfræðingur hjá samskiptum og greiningu hjá bankanum, segir skýrsluna leiða í ljós að rót vandans á húsnæðismarkaði sé lítið framboð á íbúðum undanfarin ár og þá skortir sérstaklega smærri eignir. Þær hafa líka hækkað mest í verði undanfarna tvo áratugi og er raunverð smærri íbúða í sögulegu hámarki nú. Elvar Orri segir að þeirri miklu eftirspurn sem hefur verið eftir smærri íbúðum hafi ekki verið svarað með byggingu nýrra íbúða. „Ef við horfum á hvernig eignir hafa verið byggðar á undanförnum áratugum þá hefur framboðshliðin verið að byggja hlutfallslega meira af íbúðum sem eru stærri og þá erum við að horfa á íbúðir sem eru 110 fermetrar plús. Á sama tíma þá hefur lýðfræðileg þróun öll verið á þann veg að auka eftirspurn eftir smærri íbúðum. Það hefur verið að gerast í áraraðir og hefur því mátt liggja ljóst fyrir í lengri tíma. Þarna tala framboðs- og eftirspurnarhliðin ekki nógu vel saman. Við bendum á að þetta gæti verið vegna skorts á heildrænni stefnumótun á íbúðamarkaði því augljóslega viltu byggja íbúðir sem þörf er fyrir,“ segir Elvar Orri og bendir á að þjóðin sé að eldast.Eftirspurn eftir smærri íbúðum getur bæði verið hjá eldra fólki sem og hjá fólki á þrítugsaldri sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum.vísir/vilhelmUngt fólk með minni kaupgetu en þeir eldri Þannig sé eldra fólk líklegra til að minnka við sig þegar það fer á ellilífeyri þar sem það hafi þá mögulega minna á milli handanna. Eftirspurn eftir smærri íbúðum geti því verið hjá þeim hópi sem og hjá fólki á þrítugsaldri sem er að stíga sín fyrstu skref á húsnæðismarkaði en sá hópur er jafnframt stærsti aldurshópur þjóðarinnar. „Þessi hópur býr yfir minni kaupgetu og fjölskyldustærð er líka iðulega minni en hjá eldri hópum samfélagsins. Eigið fé og aldur hangir að talsverðu leyti saman, eftir því sem þú ert eldri ertu líklegri til að eiga meira eigið fé, en þessi ungi hópur er stærsti hópur þjóðarinnar og hann er líklegri til að kaupa sér smærri eign heldur en stærri.“Gögnin benda til þess að launahækkanir séu töluvert lægri hjá ungu fólki Spurður út í samspil íbúðaverðs og launa fyrir fyrstu kaupendur í ljósi þess að kaupmáttur launa hefur hækkað minnst hjá yngsta hópnum segir Elvar Orri það vissulega vera til staðar. „Ef fasteignaverð er alltaf að hækka og launin þín halda ekki í við þær hækkanir þá verður auðvitað erfiðara fyrir þig að spara fyrir útborgun,“ segir Elvar Orri og bætir við: „Ef þú skoðar íbúðaverðsþróun miðað við laun hjá ákveðnum aldurshópum og við tökum ákveðið dæmi með aldurshópinn 25 til 29 ára þá benda gögnin til þess að þarna séu launahækkanir töluvert lægri en hjá eldri hópum. Við vitum að launahækkanir almennt hafa verið háar en hjá þessum aldurshópi eru þær undir meðaltalinu á meðan hann er að horfa á eignir sem hafa hækkað hvað mest.“ Höggið fyrir unga fólkið sé því tvöfalt ef svo má segja þar sem kaupmáttur þeirra hefur hækkað hlutfallslega minna en íbúðirnar sem hópurinn vill kaupa hafa hækkað hlutfallslega mest.Alltaf bara væl í unga fólkinu. Senda þau í sveit og á sjóinn. "Kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkaði langmest í aldurshópnum 75 ára og eldri árið 2017, eða um 14%, en um 7% eða minna í öðrum aldurshópum."https://t.co/QrGhLRbw4Xpic.twitter.com/ia4gbeIevf — Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) August 24, 2018Skýrslu Íslandsbanka um húsnæðismarkaðinn má nálgast í heild sinni hér.
Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi“ Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður. 30. september 2018 14:09 Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01 Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
„Það að búa í öruggu húsnæði flokkast bara undir mannréttindi“ Kjörin var ný stjórn Samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna í gær. Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona, betur þekkt sem Magga Stína, var kjörin formaður. 30. september 2018 14:09
Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01
Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25. september 2018 20:00