Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Daníel Freyr Birkisson skrifar 17. október 2018 07:00 Frá Mathöllinni við Hlemm. Fréttablaðið/Eyþór Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Miðflokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá.Upphafleg kostnaðaráætlun vegna mathallarinnar hljóðaði upp á 99 milljónir en hún var kynnt í febrúar 2016. Samhliða því var greint frá því að starfsemi mathallarinnar skyldi hefjast síðar á árinu. Raunin varð aftur á móti sú að Hlemmur Mathöll tók til starfa í ágústmánuði ári síðar.Í júlímánuði á þessu ári kom síðan í ljós að kostnaður við framkvæmdirnar nam 308 milljónum króna. Í greinargerðinni segir að það sé óviðunandi að leggja málið til Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem biðtími þar sé of langur.Á borgarstjórnarfundi var einnig tekin fyrir tillaga Sjálfstæðisflokksins um heildarúttekt á framkvæmdum við Nauthólsveg 100. Þar var gamall braggi gerður upp en heildarkostnaður framkvæmdanna hljóðar upp á 415 milljónir króna.Upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 158 milljónum samkvæmt upplýsingum frá borginni.Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ómyrkur í máli og sagði að því færi fjarri að um einstök mál væri að ræða. Hann boðaði að flokkurinn myndi á næstu vikum og mánuðum leggja fram fleiri mál sem sýna fram á framúrkeyrslu í framkvæmdum hins opinbera.Að neðan má sjá upptöku frá fundinum. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Miðflokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá.Upphafleg kostnaðaráætlun vegna mathallarinnar hljóðaði upp á 99 milljónir en hún var kynnt í febrúar 2016. Samhliða því var greint frá því að starfsemi mathallarinnar skyldi hefjast síðar á árinu. Raunin varð aftur á móti sú að Hlemmur Mathöll tók til starfa í ágústmánuði ári síðar.Í júlímánuði á þessu ári kom síðan í ljós að kostnaður við framkvæmdirnar nam 308 milljónum króna. Í greinargerðinni segir að það sé óviðunandi að leggja málið til Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem biðtími þar sé of langur.Á borgarstjórnarfundi var einnig tekin fyrir tillaga Sjálfstæðisflokksins um heildarúttekt á framkvæmdum við Nauthólsveg 100. Þar var gamall braggi gerður upp en heildarkostnaður framkvæmdanna hljóðar upp á 415 milljónir króna.Upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 158 milljónum samkvæmt upplýsingum frá borginni.Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ómyrkur í máli og sagði að því færi fjarri að um einstök mál væri að ræða. Hann boðaði að flokkurinn myndi á næstu vikum og mánuðum leggja fram fleiri mál sem sýna fram á framúrkeyrslu í framkvæmdum hins opinbera.Að neðan má sjá upptöku frá fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Sjá meira