Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2018 21:00 Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, bendir á svæðið þar sem deilt er um framtiðarlegu Vestfjarðavegar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari, með minna umferðaröryggi og segja að slík leið myndi tefja verkið um tvö til þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Þverun yfir mynni Þorskafjarðar sýnd með 900 metra langri brú. Hún er talin kosta 11,2 milljarða króna en Teigsskógarleiðin 7,3 milljarða króna.Grafík/Vegagerðin.Nýjasti kaflinn í sögunni endalausu er að meta Þ-H leið um Teigsskóg í samanburði við svokallaða R-leið, sem norskir ráðgjafar kynntu síðastliðið sumar, en hún gerir ráð fyrir stórri brú og vegfyllingu þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Reykhólahreppur óskaði eftir því að Vegagerðin tæki þennan valkost til skoðunar og nú liggur niðurstaða hennar fyrir.Veglína þvert yfir mynni Þorskafjarðar er í skýrslu Vegagerðarinnar talin 3,9 milljörðum króna dýrari en veglína um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við komumst að þeirri niðurstöðu að þessi leið er til muna dýrari, - munar tæpum fjórum milljörðum,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin lagði einnig mat á umhverfisáhrif brúarlausnar og segir þau töluverð. Kanna þurfi hvort hún sé matsskyld. Þá telur Vegagerðin að ný stefnumörkun um Þorskafjarðarbrú myndi tefja verkið enn frekar, um tvö til þrjú ár.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin.Vegagerðin stendur því við fyrri tillögu, um að Vestfjarðavegur fari um Teigsskóg, en hún felur jafnframt í sér þrjár fjarðaþveranir með brúm, yfir Gufufjörð, Djúpafjörð og Þorskafjörð innanverðan.Brú kæmi yfir Þorskafjörð innanverðan, yrði veglína valin um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við hjá Vegagerðinni erum þeirrar skoðunar að Þ-H leiðin svokallaða, eða um Teigsskóg, sé hagstæðasta leiðin og það er það sem við munum leggja til,“ segir Magnús.Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, samkvæmt Þ-H leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Boltinn fer nú til sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem þarf að ákveða hvort hún fallist á Teigsskógarleiðina. En hvenær væri þá hægt að byrja?Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt Teigsskógarleið.Grafík/Vegagerðin.„Ef allt gengur ljúft og smurt væri hugsanlegt að fara af stað haustið 2019,“ svarar Magnús. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari, með minna umferðaröryggi og segja að slík leið myndi tefja verkið um tvö til þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Þverun yfir mynni Þorskafjarðar sýnd með 900 metra langri brú. Hún er talin kosta 11,2 milljarða króna en Teigsskógarleiðin 7,3 milljarða króna.Grafík/Vegagerðin.Nýjasti kaflinn í sögunni endalausu er að meta Þ-H leið um Teigsskóg í samanburði við svokallaða R-leið, sem norskir ráðgjafar kynntu síðastliðið sumar, en hún gerir ráð fyrir stórri brú og vegfyllingu þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Reykhólahreppur óskaði eftir því að Vegagerðin tæki þennan valkost til skoðunar og nú liggur niðurstaða hennar fyrir.Veglína þvert yfir mynni Þorskafjarðar er í skýrslu Vegagerðarinnar talin 3,9 milljörðum króna dýrari en veglína um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við komumst að þeirri niðurstöðu að þessi leið er til muna dýrari, - munar tæpum fjórum milljörðum,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin lagði einnig mat á umhverfisáhrif brúarlausnar og segir þau töluverð. Kanna þurfi hvort hún sé matsskyld. Þá telur Vegagerðin að ný stefnumörkun um Þorskafjarðarbrú myndi tefja verkið enn frekar, um tvö til þrjú ár.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin.Vegagerðin stendur því við fyrri tillögu, um að Vestfjarðavegur fari um Teigsskóg, en hún felur jafnframt í sér þrjár fjarðaþveranir með brúm, yfir Gufufjörð, Djúpafjörð og Þorskafjörð innanverðan.Brú kæmi yfir Þorskafjörð innanverðan, yrði veglína valin um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við hjá Vegagerðinni erum þeirrar skoðunar að Þ-H leiðin svokallaða, eða um Teigsskóg, sé hagstæðasta leiðin og það er það sem við munum leggja til,“ segir Magnús.Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, samkvæmt Þ-H leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Boltinn fer nú til sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem þarf að ákveða hvort hún fallist á Teigsskógarleiðina. En hvenær væri þá hægt að byrja?Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt Teigsskógarleið.Grafík/Vegagerðin.„Ef allt gengur ljúft og smurt væri hugsanlegt að fara af stað haustið 2019,“ svarar Magnús. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00