Unnt að nota símann sem greiðslukort Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. október 2018 07:00 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Fréttablaðið/Eyþór Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. Töluverð reynsla er af þessari lausn í Bandaríkjunum. „Með því að ná í kortaappið getur þú notað símann alveg eins og þú sért með kortið í hendinni um allan heim,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Markaðinn, en hún hefur sjálf prófað appið undanfarnar vikur. „Þetta getur einfaldað lífið á margvíslegan hátt, til dæmis þegar maður fer út að hlaupa og skilur veskið eftir heima.“ Kortaappið var gert aðgengilegt í Google Play Store í byrjun október og er nú í prófunum. Skrá þarf kortaupplýsingar í appið en óþarfi er að opna appið til að greiða. Einungis þarf að opna símann og leggja hann að posanum. Þremur sekúndum eftir að færslan fer í gegn fær viðkomandi tilkynningu um viðskiptin í símann. Lilja Björk segir að Landsbankinn hafi sett stafræna þróun í forgang og að samstarfið við VISA komi sér vel í þeim efnum. „Við sláum nokkrar flugur í einu höggi með því að vera í samstarfi við stórt fyrirtæki sem sér um þróun og útbreiðslu á alþjóðavísu. Þá getum við nýtt hönnuði og þróunarteymi okkar í önnur stafræn verkefni. Eftir að við innleiddum nýtt grunnkerfi í fyrra höfum við getað sett aukinn kraft í að búa til stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini.“ Fyrst um sinn verður aðeins hægt að hlaða appinu niður í Android-símum. Það verður ekki aðgengilegt í iPhone-símum fyrr en Apple opnar fyrir Apple Pay á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Fjártækni Greiðslumiðlun Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Landsbankinn verður fyrsti bankinn á Íslandi og þriðja fjármálafyrirtækið í Evrópu til að innleiða nýja greiðslulausn VISA sem felur í sér að hægt verður að greiða fyrir vörur og þjónustu með símanum einum og sér. Töluverð reynsla er af þessari lausn í Bandaríkjunum. „Með því að ná í kortaappið getur þú notað símann alveg eins og þú sért með kortið í hendinni um allan heim,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í samtali við Markaðinn, en hún hefur sjálf prófað appið undanfarnar vikur. „Þetta getur einfaldað lífið á margvíslegan hátt, til dæmis þegar maður fer út að hlaupa og skilur veskið eftir heima.“ Kortaappið var gert aðgengilegt í Google Play Store í byrjun október og er nú í prófunum. Skrá þarf kortaupplýsingar í appið en óþarfi er að opna appið til að greiða. Einungis þarf að opna símann og leggja hann að posanum. Þremur sekúndum eftir að færslan fer í gegn fær viðkomandi tilkynningu um viðskiptin í símann. Lilja Björk segir að Landsbankinn hafi sett stafræna þróun í forgang og að samstarfið við VISA komi sér vel í þeim efnum. „Við sláum nokkrar flugur í einu höggi með því að vera í samstarfi við stórt fyrirtæki sem sér um þróun og útbreiðslu á alþjóðavísu. Þá getum við nýtt hönnuði og þróunarteymi okkar í önnur stafræn verkefni. Eftir að við innleiddum nýtt grunnkerfi í fyrra höfum við getað sett aukinn kraft í að búa til stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini.“ Fyrst um sinn verður aðeins hægt að hlaða appinu niður í Android-símum. Það verður ekki aðgengilegt í iPhone-símum fyrr en Apple opnar fyrir Apple Pay á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Fjártækni Greiðslumiðlun Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira