Dóra Björt um leikþáttinn: Fannst frammistaðan betri en hún hafði ímyndað sér Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2018 18:53 Forseti borgarstjórnar lætur gagnrýni á ræðu sína sem vind um eyru fjúka og segir takmarkinu með henni náð. Vísir/Vilhelm Gagnrýni á ræðu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar, truflar hana ekki neitt og hún er þeirrar skoðunar að hún hafi staðið sig mun betur við að flytja þennan leikþátt en hún átti von á. Hún segir að auk þess hafi takmarkinu verið náð með þessu uppátæki, nú sé mun fleiri meðvitaðir um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni en áður. Dóra Björt kvað sér hljóðs á fundi borgarstjórnar fyrr í dag þar sem hún flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“. Um var að ræða leiklestur á atriði úr bresku gamanþáttunum Little Britain þar sem gert er grín að stirðu viðmóti þjónustufólks sem fer í einu og öllu eftir því sem tölvan segir. Hún gerði þetta til að sýna fram á hvað kerfi Reykjavíkurborgar getur verið svifaseint en með innleiðingu nýrrar þjónustustefnu, sem Halldór Auðar Svansson Pírata leiddi á síðasta kjörtímabili, er ætlunin að þjónustan snúist um notandann en ekki kerfið sjálft. Margir hafa rætt þessa ræðu Dóru á samfélagsmiðlum og sumir gengið svo langt að segja hana pínlega og vandræðalega.Hægt er að sjá ræðu Dóru Bjartar hér fyrir neðan:„Það truflar mig ekki neitt. Mér finnst bara fyndið að fólk skuli vera að tala um þetta á þessum nótum. Ég horfði á þetta og fannst frammistaða mín betri en ég hafði í raun ímyndað mér. Ég hélt að ég myndi fá kjánahroll yfir þessu en mér fannst þetta bara í góðu lagi,“ segir Dóra Björt. Hún segist hafa fengið hugmynd að því að flytja þennan leikþátt þegar hún sat við skriftir á ræðunni í dag. Hún hafði hugsað leiðir til að koma því til skila hvað þessi innleiðing nýrrar þjónustustefnu mun þýða fyrir borgarbúa sem kannast að hennar sögn alltof margir við hvað það getur verið erfitt að sækja þjónustu hjá borginni sem þeir eiga rétt á. Dóra Björt vildi „pimpa“ ræðuna upp til að gera hana skiljanlegri fyrir þá sem eiga erfitt með að átta sig á hvað innleiðing nýrrar þjónustustefnu þýðir.Vísir/VilhemMeð þessari nýju þjónustustefnu á að móta þjónustuna í kringum notandann en ekki í kringum kerfið. „Þessi tillaga getur hljómað mjög þurr og að hún komi okkur ekkert við. Tillagan snýst hins vegar húm að breyta kerfinu þannig að enginn upplifi lengur þetta Computer says no-viðmót sem sumir hafa kvartað undan. Ég hafði heyrt af því að fólk skyldi ekki hvað þetta gengur út á og hvers vegna þetta skiptir máli,“ segir Dóra Björt. Hún segir takmarkinu með ræðunni náð þar sem að nú hafi mun fleiri vitneskju um þessa nýju þjónustustefnu en ella. „Mér finnst mikilvægt að hlutirnir séu settir í samhengi og sagðir í skýrum orðum þannig að fólk skilji hvað við erum að tala um. Stundum erum við að tala svolítið tæknilega og bjúrókratískt og það er bara drulluleiðinlegt og ég vildi bara aðeins pimpa þetta upp.“ Tengdar fréttir Sjáðu umtöluðustu ræðu dagsins: Dóra Björt flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“ Gerði það til að fjalla um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni. 16. október 2018 18:15 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Gagnrýni á ræðu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar, truflar hana ekki neitt og hún er þeirrar skoðunar að hún hafi staðið sig mun betur við að flytja þennan leikþátt en hún átti von á. Hún segir að auk þess hafi takmarkinu verið náð með þessu uppátæki, nú sé mun fleiri meðvitaðir um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni en áður. Dóra Björt kvað sér hljóðs á fundi borgarstjórnar fyrr í dag þar sem hún flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“. Um var að ræða leiklestur á atriði úr bresku gamanþáttunum Little Britain þar sem gert er grín að stirðu viðmóti þjónustufólks sem fer í einu og öllu eftir því sem tölvan segir. Hún gerði þetta til að sýna fram á hvað kerfi Reykjavíkurborgar getur verið svifaseint en með innleiðingu nýrrar þjónustustefnu, sem Halldór Auðar Svansson Pírata leiddi á síðasta kjörtímabili, er ætlunin að þjónustan snúist um notandann en ekki kerfið sjálft. Margir hafa rætt þessa ræðu Dóru á samfélagsmiðlum og sumir gengið svo langt að segja hana pínlega og vandræðalega.Hægt er að sjá ræðu Dóru Bjartar hér fyrir neðan:„Það truflar mig ekki neitt. Mér finnst bara fyndið að fólk skuli vera að tala um þetta á þessum nótum. Ég horfði á þetta og fannst frammistaða mín betri en ég hafði í raun ímyndað mér. Ég hélt að ég myndi fá kjánahroll yfir þessu en mér fannst þetta bara í góðu lagi,“ segir Dóra Björt. Hún segist hafa fengið hugmynd að því að flytja þennan leikþátt þegar hún sat við skriftir á ræðunni í dag. Hún hafði hugsað leiðir til að koma því til skila hvað þessi innleiðing nýrrar þjónustustefnu mun þýða fyrir borgarbúa sem kannast að hennar sögn alltof margir við hvað það getur verið erfitt að sækja þjónustu hjá borginni sem þeir eiga rétt á. Dóra Björt vildi „pimpa“ ræðuna upp til að gera hana skiljanlegri fyrir þá sem eiga erfitt með að átta sig á hvað innleiðing nýrrar þjónustustefnu þýðir.Vísir/VilhemMeð þessari nýju þjónustustefnu á að móta þjónustuna í kringum notandann en ekki í kringum kerfið. „Þessi tillaga getur hljómað mjög þurr og að hún komi okkur ekkert við. Tillagan snýst hins vegar húm að breyta kerfinu þannig að enginn upplifi lengur þetta Computer says no-viðmót sem sumir hafa kvartað undan. Ég hafði heyrt af því að fólk skyldi ekki hvað þetta gengur út á og hvers vegna þetta skiptir máli,“ segir Dóra Björt. Hún segir takmarkinu með ræðunni náð þar sem að nú hafi mun fleiri vitneskju um þessa nýju þjónustustefnu en ella. „Mér finnst mikilvægt að hlutirnir séu settir í samhengi og sagðir í skýrum orðum þannig að fólk skilji hvað við erum að tala um. Stundum erum við að tala svolítið tæknilega og bjúrókratískt og það er bara drulluleiðinlegt og ég vildi bara aðeins pimpa þetta upp.“
Tengdar fréttir Sjáðu umtöluðustu ræðu dagsins: Dóra Björt flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“ Gerði það til að fjalla um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni. 16. október 2018 18:15 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Sjáðu umtöluðustu ræðu dagsins: Dóra Björt flutti leikþáttinn „Tölvan segir nei“ Gerði það til að fjalla um innleiðingu nýrrar þjónustustefnu hjá borginni. 16. október 2018 18:15