Langflestir útlendingar í Landmannalaugum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. október 2018 06:00 Af þeim 25 sem hér busla í Landmannalaugum má áætla að aðeins þrír hafi verið íslenskir, til dæmis þeir sem eru innan hringsins. Vísir/Vilhelm Áætlað er að 1.381 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið í Rangárvallasýslu árið 2017. Þetta kemur fram í skýrslu um ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2017. Fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. gerði skýrsluna fyrir Rangárþing ytra. Eins og við er að búast er fjölgun ferðamanna á svæðinu á þessum tíu árum gríðarleg. Þangað komu 230 þúsund ferðamenn árið 2008 miðað við þá 1.381 þúsund sem áður eru nefndir. Um er að ræða sexföldun. „Þetta þýðir að 69 prósent erlendra ferðamanna til Íslands með flugi eða ferju árið 2017 komu í Rangárvallasýslu en 46 prósent þeirra árið 2008. Samkvæmt því hefur Rangárvallasýsla aukið hlut sinn um 50 prósent á tímabilinu,“ segir um helstu niðurstöður skýrslunnar á vef Rangárþings ytra. Fjölgunin er miklu meiri að vetrarlagi en yfir sumarið samkvæmt niðurstöðunum.Laugavegurinn er vinsæl gönguleið milli Landmannalaugar og Þórsmerkur.Vísir/Vilhelm„Sumarmánuðina þrjá er áætlað að erlendum gestum sem komu í sýsluna hafi fjölgað úr 167 þúsund árið 2008 í 569 þúsund árið 2017, eða 3,4 falt. Hins vegar fjölgaði erlendum vetrargestum í sýslunni mikið meira á sama árabili, úr 63 þúsund í um 812 þúsund, eða 13 falt,“ segir á vef sveitarfélagsins. „Þessar niðurstöður sýna ótvírætt að ferðamannatíminn í Rangárvallasýslu hefur lengst jafnt og þétt og að nú koma ferðamenn þangað einnig í miklum mæli allt árið. Ferðaþjónusta er því orðin öflug heilsársatvinnugrein á svæðinu.“ Þá kemur fram að áætlað sé að af 1.381 þúsund erlendum gestum á láglendi Rangárvallasýslu árið 2017 hafi 458 þúsund gist þar að jafnaði í 1,6 nætur hver. Dagsgestir hafi þá verið 923 þúsund. „Því eru erlendar gistinætur á láglendi sýslunnar áætlaðar um 713 þúsund árið 2017. Þar við bætast áætlaðar 60 til 70 þúsund gistinætur á hálendi sýslunnar.“ Sérstaklega er rætt um erlenda ferðamenn í Landmannalaugum og öðrum hálendisstöðum. „Áætlað er að árið 2017 hafi 144 þúsund erlendir ferðamenn komið í Landmannalaugar en 68 þúsund árið 2008, sem er rúmlega tvöföldun,“ segir um heimsóknir á þennan vinsæla áfangastað íslenskra ferðamanna í gegn um áratugina. „Erlendir ferðamenn voru samkvæmt könnunum RRF í yfirgnæfandi meirihluta gesta í Landmannalaugum árið 2017, 88 prósent, og á Hellu, 79 prósent, og í miklum meirihluta í Nýjadal, 61 prósent. Hins vegar var mjórra á munum í Hrauneyjum og Þykkvabæ en Íslendingar í miklum meirihluta í Veiðivötnum, 72 prósent,“ segir um gestakomur á þessa staði. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Áætlað er að 1.381 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið í Rangárvallasýslu árið 2017. Þetta kemur fram í skýrslu um ferðamenn í Rangárþingi ytra 2008-2017. Fyrirtækið Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf. gerði skýrsluna fyrir Rangárþing ytra. Eins og við er að búast er fjölgun ferðamanna á svæðinu á þessum tíu árum gríðarleg. Þangað komu 230 þúsund ferðamenn árið 2008 miðað við þá 1.381 þúsund sem áður eru nefndir. Um er að ræða sexföldun. „Þetta þýðir að 69 prósent erlendra ferðamanna til Íslands með flugi eða ferju árið 2017 komu í Rangárvallasýslu en 46 prósent þeirra árið 2008. Samkvæmt því hefur Rangárvallasýsla aukið hlut sinn um 50 prósent á tímabilinu,“ segir um helstu niðurstöður skýrslunnar á vef Rangárþings ytra. Fjölgunin er miklu meiri að vetrarlagi en yfir sumarið samkvæmt niðurstöðunum.Laugavegurinn er vinsæl gönguleið milli Landmannalaugar og Þórsmerkur.Vísir/Vilhelm„Sumarmánuðina þrjá er áætlað að erlendum gestum sem komu í sýsluna hafi fjölgað úr 167 þúsund árið 2008 í 569 þúsund árið 2017, eða 3,4 falt. Hins vegar fjölgaði erlendum vetrargestum í sýslunni mikið meira á sama árabili, úr 63 þúsund í um 812 þúsund, eða 13 falt,“ segir á vef sveitarfélagsins. „Þessar niðurstöður sýna ótvírætt að ferðamannatíminn í Rangárvallasýslu hefur lengst jafnt og þétt og að nú koma ferðamenn þangað einnig í miklum mæli allt árið. Ferðaþjónusta er því orðin öflug heilsársatvinnugrein á svæðinu.“ Þá kemur fram að áætlað sé að af 1.381 þúsund erlendum gestum á láglendi Rangárvallasýslu árið 2017 hafi 458 þúsund gist þar að jafnaði í 1,6 nætur hver. Dagsgestir hafi þá verið 923 þúsund. „Því eru erlendar gistinætur á láglendi sýslunnar áætlaðar um 713 þúsund árið 2017. Þar við bætast áætlaðar 60 til 70 þúsund gistinætur á hálendi sýslunnar.“ Sérstaklega er rætt um erlenda ferðamenn í Landmannalaugum og öðrum hálendisstöðum. „Áætlað er að árið 2017 hafi 144 þúsund erlendir ferðamenn komið í Landmannalaugar en 68 þúsund árið 2008, sem er rúmlega tvöföldun,“ segir um heimsóknir á þennan vinsæla áfangastað íslenskra ferðamanna í gegn um áratugina. „Erlendir ferðamenn voru samkvæmt könnunum RRF í yfirgnæfandi meirihluta gesta í Landmannalaugum árið 2017, 88 prósent, og á Hellu, 79 prósent, og í miklum meirihluta í Nýjadal, 61 prósent. Hins vegar var mjórra á munum í Hrauneyjum og Þykkvabæ en Íslendingar í miklum meirihluta í Veiðivötnum, 72 prósent,“ segir um gestakomur á þessa staði.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira