Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2018 11:41 Jón Steinar mun, á vettvangi laganema í HR eftir viku, ræða ákvörðun Ara Kristins rektors að hafa rekið Kristinn Sigurjónsson. Hugmyndir voru uppi um að Dr. Bjarni Már myndi mæta Jóni Steinari en af því verður ekki. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins Sigurjónssonar lektors, sem var rekinn frá Háskóla Reykjavíkur vegna umdeildra ummæla, telur Ara Kristinn Jónsson rektor hafa stórskaðað skólann með fyrirvaralausum brottrekstrinum. „Að sjálfsögðu rennur mér þetta til rifja sem prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ég var þar á árunum 2002 til 2004 en hætti að sjálfsögðu þegar ég var skipaður dómari við Hæstarétt. Mér er þessi skóli kær,“ segir Jón Steinar og vísar í því samhengi meðal annars til baráttu fyrir hönd HR við HÍ um að skólinn nyti jafnræðis. „Rektor er að stórskaða skólann með svona hátterni og mér finnst þetta hið versta mál,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Lögrétta, félag laganema við HR, hyggst efna til hádegisfundar eftir viku og hafa fengið Jón Steinar til að fjalla um málið á sínum vettvangi. Þá hugðust skipuleggjendur fá Dr. Bjarni Már Magnússon dósent við lagadeild HR til að tala á fundinum en hann hefur gefið það út að svo verði ekki. En, Bjarni Már telur að hugsanlega sé um hatursorðræðu að ræða af hálfu Kristins Sigurjónssonar og því sé brottreksturinn réttmætur.Dylgjað um mismunun og hatur Jón Steinar sendi Ara Kristni bréf í síðustu viku þar sem hann bauð honum að draga uppsögnina til baka eða mæta sér í dómssal. Jóni Steinari hefur enn ekki borist svar frá rektor og telur að það hljóti að fara að berast. Hins vegar furðar hann sig á yfirlýsingu sem rektor sendi frá sér.Kristinn situr nú heima, fjarri kennslu við Háskóla Íslands, en mál hans hafa vakið mikla athygli.visir/Vilhelm„Hann byrjar á því að segja að stjórnendur skólans tjái sig ekki um starfslok einstakra starfsmanna en svo tekur hann til við að gera það og gefur til kynna að um sé að ræða hatur á grundvelli kyns?! Að það verði ekki liðið innan háskólans. Með öðru orðum er verið að dylgja um að umbjóðandi minn hafi hvatt til mismununar og haturs. Það er heldur brött yfirlýsing um mann sem hefur starfað áratugum saman við skólann. Vegna komments hans á lokuðu netsvæði.“ Þá segir Jón Steinar það liggja fyrir að Kristinn hafi alla tíð starfað með konum án vandkvæða. Ekkert annað liggi fyrir.Meintur barbaraháttur rektors Jón Steinar bendir á að Kristinn hafi 30 til 40 ára starfsreynslu sem kennari á háskólastigi. Hann var áður hjá Tækniskólanum og nýtur því réttinda opinberra starfsmanna. „Hann hefur flekklausan feril. Hann hefur aldrei mismunað neinum, það staðhæfir skjólstæðingur minn. Þvert á móti þá skilst mér að hann hafi haft uppi sérstakar ráðstafanir til þess að draga úr persónulegu mati á prófúrlausnum. Hann hefur þannig lagt sérstaka áherslu á að gæta sín á því að það sé engin hætta á mismunun.Svo situr maðurinn undir því að rektor skólans dylgjar um að hann hvetji til mismununar! Hverskonar barbaraháttur er þetta?“ Jón Steinar telur þetta harla kaldar kveðjur, að reka manninn og sparka í hann að auki með því sem lögmaðurinn telur augljós meiðyrði. Hann telur einsýnt að Ari Kristinn rektor hafi gert mistök með hinni fyrirvaralausu brottvikningu. Hægur leikur hefði verið að kynna sér feril Kristins í þessum efnum, hvort þar hallaði á konur? Þá er það svo að nemendur sem telja sér mismunað eiga þess kost að kalla til óháða matsaðila. Lögmaðurinn telur ljóst hvernig þetta kemur til; Ari Kristinn rektor hafi viljað sýna einhverjum hópi í kringum sig fram á hversu „góður gæi“ hann er; fordómalaus og réttsýnn en hafi einmitt sýnt hið gagnstæða með gjörðum sínum. Boðin laun í þrjá mánuði „Okkur verður öllum á. Þá snýst þetta um það hvort við erum menn til að viðurkenna það, biðjast afsökunar og jafna það. Þannig eigum við að haga okkur í siðuðu samfélagi,“ segir Jón Steinar sem telur það sæta furðu hversu erfitt menn eigi með að horfast í augu við mistök sín. Enn liggur á borðinu að skólinn eigi kost á að draga uppsögnina til baka. „Þá er hægt að ljúka málinu á þeim punkti, en svo virðist alltaf vera að menn eigi erfitt með að sjá að sér. Þeir hljóta að svara bréfinu. Ég þarf kannski að ítreka erindi en ef það koma engin svör þá ráðlegg ég skjólstæðingi mínum ef til vill að mæta í vinnuna? Hann hefur ekki fengið neitt formlegt uppsagnabréf. Fyrir hann var lagt uppsagnabréf óundirritað og annað; drög að samningi við skólann um að hætta við skólann og fær þá þriggja mánaða laun. Það er eins og þau við skólann hafi ekki áttað sig á því að Kristinn nýtur réttinda opinberra starfsmanna.“Uppfært klukkan 13:35 Misskilnings gætti um tímasetningu væntanlegs fundar laganema við HR, hann er fyrirhugaður eftir viku, ekki á morgun eins og stóð í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar. Það hefur nú verið lagfært. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessari missögn. Þá skal ítrekað að Dr. Bjarni Már Magnússon dósent hefur gefið það út við ritstjórn Vísis að hann muni ekki flytja tölu á téðum fundi, en í fyrri útgáfu var sá möguleiki opinn. Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Rektor HR segir hatur á grundvelli kyns ekki liðið innan skólans Ari Kristinn Jónsson sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann tekur fram að hann ætli ekki að tjá sig um umdeilt mál Kristins Sigurjónssonar. 12. október 2018 10:35 Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins Sigurjónssonar lektors, sem var rekinn frá Háskóla Reykjavíkur vegna umdeildra ummæla, telur Ara Kristinn Jónsson rektor hafa stórskaðað skólann með fyrirvaralausum brottrekstrinum. „Að sjálfsögðu rennur mér þetta til rifja sem prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ég var þar á árunum 2002 til 2004 en hætti að sjálfsögðu þegar ég var skipaður dómari við Hæstarétt. Mér er þessi skóli kær,“ segir Jón Steinar og vísar í því samhengi meðal annars til baráttu fyrir hönd HR við HÍ um að skólinn nyti jafnræðis. „Rektor er að stórskaða skólann með svona hátterni og mér finnst þetta hið versta mál,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Lögrétta, félag laganema við HR, hyggst efna til hádegisfundar eftir viku og hafa fengið Jón Steinar til að fjalla um málið á sínum vettvangi. Þá hugðust skipuleggjendur fá Dr. Bjarni Már Magnússon dósent við lagadeild HR til að tala á fundinum en hann hefur gefið það út að svo verði ekki. En, Bjarni Már telur að hugsanlega sé um hatursorðræðu að ræða af hálfu Kristins Sigurjónssonar og því sé brottreksturinn réttmætur.Dylgjað um mismunun og hatur Jón Steinar sendi Ara Kristni bréf í síðustu viku þar sem hann bauð honum að draga uppsögnina til baka eða mæta sér í dómssal. Jóni Steinari hefur enn ekki borist svar frá rektor og telur að það hljóti að fara að berast. Hins vegar furðar hann sig á yfirlýsingu sem rektor sendi frá sér.Kristinn situr nú heima, fjarri kennslu við Háskóla Íslands, en mál hans hafa vakið mikla athygli.visir/Vilhelm„Hann byrjar á því að segja að stjórnendur skólans tjái sig ekki um starfslok einstakra starfsmanna en svo tekur hann til við að gera það og gefur til kynna að um sé að ræða hatur á grundvelli kyns?! Að það verði ekki liðið innan háskólans. Með öðru orðum er verið að dylgja um að umbjóðandi minn hafi hvatt til mismununar og haturs. Það er heldur brött yfirlýsing um mann sem hefur starfað áratugum saman við skólann. Vegna komments hans á lokuðu netsvæði.“ Þá segir Jón Steinar það liggja fyrir að Kristinn hafi alla tíð starfað með konum án vandkvæða. Ekkert annað liggi fyrir.Meintur barbaraháttur rektors Jón Steinar bendir á að Kristinn hafi 30 til 40 ára starfsreynslu sem kennari á háskólastigi. Hann var áður hjá Tækniskólanum og nýtur því réttinda opinberra starfsmanna. „Hann hefur flekklausan feril. Hann hefur aldrei mismunað neinum, það staðhæfir skjólstæðingur minn. Þvert á móti þá skilst mér að hann hafi haft uppi sérstakar ráðstafanir til þess að draga úr persónulegu mati á prófúrlausnum. Hann hefur þannig lagt sérstaka áherslu á að gæta sín á því að það sé engin hætta á mismunun.Svo situr maðurinn undir því að rektor skólans dylgjar um að hann hvetji til mismununar! Hverskonar barbaraháttur er þetta?“ Jón Steinar telur þetta harla kaldar kveðjur, að reka manninn og sparka í hann að auki með því sem lögmaðurinn telur augljós meiðyrði. Hann telur einsýnt að Ari Kristinn rektor hafi gert mistök með hinni fyrirvaralausu brottvikningu. Hægur leikur hefði verið að kynna sér feril Kristins í þessum efnum, hvort þar hallaði á konur? Þá er það svo að nemendur sem telja sér mismunað eiga þess kost að kalla til óháða matsaðila. Lögmaðurinn telur ljóst hvernig þetta kemur til; Ari Kristinn rektor hafi viljað sýna einhverjum hópi í kringum sig fram á hversu „góður gæi“ hann er; fordómalaus og réttsýnn en hafi einmitt sýnt hið gagnstæða með gjörðum sínum. Boðin laun í þrjá mánuði „Okkur verður öllum á. Þá snýst þetta um það hvort við erum menn til að viðurkenna það, biðjast afsökunar og jafna það. Þannig eigum við að haga okkur í siðuðu samfélagi,“ segir Jón Steinar sem telur það sæta furðu hversu erfitt menn eigi með að horfast í augu við mistök sín. Enn liggur á borðinu að skólinn eigi kost á að draga uppsögnina til baka. „Þá er hægt að ljúka málinu á þeim punkti, en svo virðist alltaf vera að menn eigi erfitt með að sjá að sér. Þeir hljóta að svara bréfinu. Ég þarf kannski að ítreka erindi en ef það koma engin svör þá ráðlegg ég skjólstæðingi mínum ef til vill að mæta í vinnuna? Hann hefur ekki fengið neitt formlegt uppsagnabréf. Fyrir hann var lagt uppsagnabréf óundirritað og annað; drög að samningi við skólann um að hætta við skólann og fær þá þriggja mánaða laun. Það er eins og þau við skólann hafi ekki áttað sig á því að Kristinn nýtur réttinda opinberra starfsmanna.“Uppfært klukkan 13:35 Misskilnings gætti um tímasetningu væntanlegs fundar laganema við HR, hann er fyrirhugaður eftir viku, ekki á morgun eins og stóð í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar. Það hefur nú verið lagfært. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessari missögn. Þá skal ítrekað að Dr. Bjarni Már Magnússon dósent hefur gefið það út við ritstjórn Vísis að hann muni ekki flytja tölu á téðum fundi, en í fyrri útgáfu var sá möguleiki opinn.
Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir Rektor HR segir hatur á grundvelli kyns ekki liðið innan skólans Ari Kristinn Jónsson sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann tekur fram að hann ætli ekki að tjá sig um umdeilt mál Kristins Sigurjónssonar. 12. október 2018 10:35 Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Rektor HR segir hatur á grundvelli kyns ekki liðið innan skólans Ari Kristinn Jónsson sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann tekur fram að hann ætli ekki að tjá sig um umdeilt mál Kristins Sigurjónssonar. 12. október 2018 10:35
Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20
Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00