Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. október 2018 22:00 Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. Hún segist auk þess sannfærð um að hreinar íslenskar vörur geti staðist erlendri samkeppni snúning.Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að íslenska ríkið hefði brotið gegn skuldbindingum sínum gagvart EES-samningnum með því að viðhalda banni við innflutningi á hráu kjöti ti landsins í vikunni. Bannið hefur falist í því að óheimilt er að flytja inn kjöt til landsins sem ekki hefur verið fryst.Stjórnvöld hafa málið nú til meðferðar en sitt sýnist hverjum um framhaldið. Bændur vilja halda í óbreytt ástand en innflytjendur vilja auka innflutning á fersku kjöti sem fyrst. Fari svo að rödd innflytjenda verði ofan á og tekið verður að flytja ferskt, útlenskt kjöt í meira mæli til landsins þurfa íslenskir bændur þó ekki að örvænta, að mati Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Nú þegar sé flutt inn mikið af kjöti og reynsla verslunarinnar sé sú að íslenskir neytendur haldi tryggð við íslenskar afurðir.Sjá einnig: Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart „Ég held að Íslendingar horfi mjög oft til íslenskra vara, það er eitthvað sem við höfum séð undanfarin ár. Til dæmis með íslenska grænmetið; að þrátt fyrir það að heimilt sé að flytja inn grænmeti þá er íslenska græmetið af það góðum gæðum að Íslendingar velja það,“ segir Gréta. „Það er eitthvað sem við myndum líka vilja sá í framleiðslu á kjöti - að við séum að keppa á gæðunum.“ Hún segir erfitt að segja til um það hvað áhrif aukinn innflutningur gæti haft á verðlag í kjötborðum landsins. Það ráðist af mörgum þáttum; eins og árstíðabundnu framboði, gengi krónunnar auk þess sem mismikill verðmunur er á milli afurða.Keppi á hreinleikanum Gréta segist þó sannfærð um það að íslenskur landbúnaður, fari svo að innflutningur á kjöt aukist, gegi hæglega staðist erlendri samkeppni snúning. Til þess að verða ekki undir í samkeppninni gæti íslenskur landbúnaður þó þurft að stilla miðið. „Við ættum að keppa út á það sem við höfum. Við höfum hreina náttúru, hreina orku og hreint vatn og við ættum því að keppa á þeim mörkuðum sem það nýtist.“Og hætta þá að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér?„Algjörlega. Ég held að í öllum fyrirtækjum þá ættirðu ekki að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir. Landbúnaður Matur Tengdar fréttir Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Sjá meira
Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. Hún segist auk þess sannfærð um að hreinar íslenskar vörur geti staðist erlendri samkeppni snúning.Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að íslenska ríkið hefði brotið gegn skuldbindingum sínum gagvart EES-samningnum með því að viðhalda banni við innflutningi á hráu kjöti ti landsins í vikunni. Bannið hefur falist í því að óheimilt er að flytja inn kjöt til landsins sem ekki hefur verið fryst.Stjórnvöld hafa málið nú til meðferðar en sitt sýnist hverjum um framhaldið. Bændur vilja halda í óbreytt ástand en innflytjendur vilja auka innflutning á fersku kjöti sem fyrst. Fari svo að rödd innflytjenda verði ofan á og tekið verður að flytja ferskt, útlenskt kjöt í meira mæli til landsins þurfa íslenskir bændur þó ekki að örvænta, að mati Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Nú þegar sé flutt inn mikið af kjöti og reynsla verslunarinnar sé sú að íslenskir neytendur haldi tryggð við íslenskar afurðir.Sjá einnig: Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart „Ég held að Íslendingar horfi mjög oft til íslenskra vara, það er eitthvað sem við höfum séð undanfarin ár. Til dæmis með íslenska grænmetið; að þrátt fyrir það að heimilt sé að flytja inn grænmeti þá er íslenska græmetið af það góðum gæðum að Íslendingar velja það,“ segir Gréta. „Það er eitthvað sem við myndum líka vilja sá í framleiðslu á kjöti - að við séum að keppa á gæðunum.“ Hún segir erfitt að segja til um það hvað áhrif aukinn innflutningur gæti haft á verðlag í kjötborðum landsins. Það ráðist af mörgum þáttum; eins og árstíðabundnu framboði, gengi krónunnar auk þess sem mismikill verðmunur er á milli afurða.Keppi á hreinleikanum Gréta segist þó sannfærð um það að íslenskur landbúnaður, fari svo að innflutningur á kjöt aukist, gegi hæglega staðist erlendri samkeppni snúning. Til þess að verða ekki undir í samkeppninni gæti íslenskur landbúnaður þó þurft að stilla miðið. „Við ættum að keppa út á það sem við höfum. Við höfum hreina náttúru, hreina orku og hreint vatn og við ættum því að keppa á þeim mörkuðum sem það nýtist.“Og hætta þá að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér?„Algjörlega. Ég held að í öllum fyrirtækjum þá ættirðu ekki að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir.
Landbúnaður Matur Tengdar fréttir Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00
Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27
Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29