Sumar kröfur verkalýðshreyfinga ríma við aðgerðir stjórnvalda Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 13. október 2018 16:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vera algjörlega ólíðandi í okkar samfélagi sem býr við góða hagsæld og öflugt velferðarkerfi að það sé pottur brotin varðandi vinnumál. „Það á ekki að líðast að fyrirtæki komist upp með að varpa skugga á atvinnulífið sem heild. Þegar svona mál koma upp er það ekki gott fyrir neinn. Það er ekki gott heldur fyrir þá atvinnurekendur sem reka sín fyrirtæki heiðarlega og borga kjör í samræmi við það sem tíðkast. Þannig að við eigum að taka höndum saman. Ég skynja sterkan vilja bæði frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum til þess að koma í þetta verkefni með okkur. Þetta á að vera forgangsmál,“ segir Katrín. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag og fór yfir víðan völl. Katrín sagði að kröfur verkalýðshreyfinga fyrir komandi viðræður vera mjög víðtækar en sumt af því rími við aðgerðir stjórnvalda um þessar mundir. Þar nefnir Katrín aukning á barnabótum, hækkun á persónuafslætti fram yfir neysluvísitölu og að verið sé að færa efri og neðri skattbil til samræmis við neysluvísitölu. Katrín fór einnig yfir umhverfismál í spjalli sínu við Heimi. „Við kynntum okkar áætlun núna í september og hún er metnaðarfyllsta loftslagáætlun sem að stjórnvöld hafa lagt fram hér á Íslandi og það hafa náttúrulega orðið algjör straumhvörf í fjárveitingu til loftslagsmála. Þar förum við yfir þessi tvö flaggskip okkar, sem við ætlum að byrja á, sem eru orkuskipti í samgöngum annars vegar og hins vegar aukin kolefnisbinding,“ segir Katrín. Viðtalið við Katrínu má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vera algjörlega ólíðandi í okkar samfélagi sem býr við góða hagsæld og öflugt velferðarkerfi að það sé pottur brotin varðandi vinnumál. „Það á ekki að líðast að fyrirtæki komist upp með að varpa skugga á atvinnulífið sem heild. Þegar svona mál koma upp er það ekki gott fyrir neinn. Það er ekki gott heldur fyrir þá atvinnurekendur sem reka sín fyrirtæki heiðarlega og borga kjör í samræmi við það sem tíðkast. Þannig að við eigum að taka höndum saman. Ég skynja sterkan vilja bæði frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum til þess að koma í þetta verkefni með okkur. Þetta á að vera forgangsmál,“ segir Katrín. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag og fór yfir víðan völl. Katrín sagði að kröfur verkalýðshreyfinga fyrir komandi viðræður vera mjög víðtækar en sumt af því rími við aðgerðir stjórnvalda um þessar mundir. Þar nefnir Katrín aukning á barnabótum, hækkun á persónuafslætti fram yfir neysluvísitölu og að verið sé að færa efri og neðri skattbil til samræmis við neysluvísitölu. Katrín fór einnig yfir umhverfismál í spjalli sínu við Heimi. „Við kynntum okkar áætlun núna í september og hún er metnaðarfyllsta loftslagáætlun sem að stjórnvöld hafa lagt fram hér á Íslandi og það hafa náttúrulega orðið algjör straumhvörf í fjárveitingu til loftslagsmála. Þar förum við yfir þessi tvö flaggskip okkar, sem við ætlum að byrja á, sem eru orkuskipti í samgöngum annars vegar og hins vegar aukin kolefnisbinding,“ segir Katrín. Viðtalið við Katrínu má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði