Ósátt við að jarðstrengur verði ónýttur Sveinn Arnarsson skrifar 13. október 2018 08:45 Vestfirðingar furða sig á því að þurfa að bíða í fimm ár til að geta tekið tilbúinn jarðstreng í Dýrafjarðargöngum í notkun. Fréttablaðið/Pjetur Óánægju gætir á Vestfjörðum með áætlun Landsnets um að taka í notkun jarðstreng í gegnum Dýrafjarðargöng fimm árum eftir að hann hefur verið lagður í jörð. Gísli Eiríksson verkfræðingur vekur máls á þessu í pistli sínum á vef Bæjarins besta og skorar á Landsnet að hefjast þegar handa þannig að tenging verði virk árið 2020. Landsnet segir nokkrar ástæður liggja að baki því að jarðstrengurinn verði ekki tekinn strax í notkun. „Það er með ólíkindum að strengurinn verði ekki tekinn í notkun um leið og hann er tilbúinn til notkunar. Á meðan þurfum við að búa við ótryggt ástand þegar kemur að afhendingaröryggi raforku. Við erum undrandi á þessum áformum og skorum á Landsnet að breyta afstöðu sinni,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Dýrafjarðargöng munu liggja á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og koma í stað núverandi vegar yfir Hrafnseyrarheiði og rjúfa þannig vetrareinangrun norðanverðs Arnarfjarðar. Vestfjarðavegur mun styttast um 27,4 kílómetra. Samhliða á að leggja jarðstreng í gegnum göngin til að auka afhendingaröryggi í fjórðungnum. Raforkuöryggi á svæðinu er það minnsta á Íslandi. Framkvæmdum lýkur 2020. Strengurinn verður ekki tekinn í notkun fyrr en fimm árum síðar. Jarðstrengur í Dýrafjarðargöngum leysir af veðurfarslega erfiðan kafla flutningslínu Breiðadalslínu 1 um Flatafjall. Athugasemd barst frá Vestfjörðum vegna málsins: „Óskað er að þessu verkefni verði hraðað þannig að úrbætur í flutningskerfi nýtist strax og þær liggja fyrir.“ Landsnet segir hins vegar að þeir ætli ekki í málið fyrr en að afskriftartíma Breiðadalslínu 1 lýkur 2025. „Breiðadalslína 1 er frá árinu 1975 og er því 42 ára gömul, en hlutar hennar yngri. Afskriftartími loftlína er 50 ár. Það eru nokkrar meginástæður fyrir því að ekki stendur til að taka jarðstrenginn í notkun um leið og jarðgöngin á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verða tilbúin,“ segir í svari Landsnets. „Sú fyrsta snýr að ástæðu þess að ráðist var í verkefnið á þessum tímapunkti. Hún er eingöngu sú að nýta þann glugga sem opnaðist við framkvæmd Vegagerðarinnar við jarðgöngin, en verkefnið hefði annars ekki verið á áætlun Landsnets á þessum tímapunkti.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Óánægju gætir á Vestfjörðum með áætlun Landsnets um að taka í notkun jarðstreng í gegnum Dýrafjarðargöng fimm árum eftir að hann hefur verið lagður í jörð. Gísli Eiríksson verkfræðingur vekur máls á þessu í pistli sínum á vef Bæjarins besta og skorar á Landsnet að hefjast þegar handa þannig að tenging verði virk árið 2020. Landsnet segir nokkrar ástæður liggja að baki því að jarðstrengurinn verði ekki tekinn strax í notkun. „Það er með ólíkindum að strengurinn verði ekki tekinn í notkun um leið og hann er tilbúinn til notkunar. Á meðan þurfum við að búa við ótryggt ástand þegar kemur að afhendingaröryggi raforku. Við erum undrandi á þessum áformum og skorum á Landsnet að breyta afstöðu sinni,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfjarða. Dýrafjarðargöng munu liggja á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og koma í stað núverandi vegar yfir Hrafnseyrarheiði og rjúfa þannig vetrareinangrun norðanverðs Arnarfjarðar. Vestfjarðavegur mun styttast um 27,4 kílómetra. Samhliða á að leggja jarðstreng í gegnum göngin til að auka afhendingaröryggi í fjórðungnum. Raforkuöryggi á svæðinu er það minnsta á Íslandi. Framkvæmdum lýkur 2020. Strengurinn verður ekki tekinn í notkun fyrr en fimm árum síðar. Jarðstrengur í Dýrafjarðargöngum leysir af veðurfarslega erfiðan kafla flutningslínu Breiðadalslínu 1 um Flatafjall. Athugasemd barst frá Vestfjörðum vegna málsins: „Óskað er að þessu verkefni verði hraðað þannig að úrbætur í flutningskerfi nýtist strax og þær liggja fyrir.“ Landsnet segir hins vegar að þeir ætli ekki í málið fyrr en að afskriftartíma Breiðadalslínu 1 lýkur 2025. „Breiðadalslína 1 er frá árinu 1975 og er því 42 ára gömul, en hlutar hennar yngri. Afskriftartími loftlína er 50 ár. Það eru nokkrar meginástæður fyrir því að ekki stendur til að taka jarðstrenginn í notkun um leið og jarðgöngin á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verða tilbúin,“ segir í svari Landsnets. „Sú fyrsta snýr að ástæðu þess að ráðist var í verkefnið á þessum tímapunkti. Hún er eingöngu sú að nýta þann glugga sem opnaðist við framkvæmd Vegagerðarinnar við jarðgöngin, en verkefnið hefði annars ekki verið á áætlun Landsnets á þessum tímapunkti.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira