Viðreisn telur sig ekki falla á pólitískt sverð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. október 2018 07:00 Rífleg framúrkeyrsla og undarlegir kostnaðarliðir við að gera upp braggann í Nauthólsvík hefur verið mikið til umræðu. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður borgarráðs telur ekki að flokkur hennar sé að taka skellinn fyrir mál sem eru honum óviðkomandi. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkurrar gremju hafi gætt innan baklands Viðreisnar vegna viðbragða kjörinna fulltrúa flokksins við málum liðinna vikna. Mál braggans í Nauthólsvík svo og starfsumhverfi innan Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og hefur nokkuð mætt á borgarfulltrúum af þeim sökum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í veikindaleyfi og hefur það því oft komið í hlut Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs og oddvita Viðreisnar, og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar og oddvita Pírata, að svara fyrir hönd meirihlutans þegar málin ber á góma. Sem kunnugt er fór Viðreisn í samstarf með síðasta meirihluta, sem samanstóð af Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum, að loknum kosningum í vor. Meðal Viðreisnarmanna hefur því verið fleygt að ekki sé rétt að flokkurinn þurfi að svara fyrir illa unnin verk annarra. Flokkurinn hafi ekki komið að þessum málum og eigi því ekki að falla á sverðið. „Fólk innan flokksins er með margs konar skoðanir á ýmsum málum og okkur finnst eðlilegt að það sé fjölbreytt sýn á hlutina. Við erum ekki með eina ríkisskoðun og teljum eðlilegt að fólk spyrji spurninga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að þau líti ekki svo á málið að þau séu að „falla á sverðið“. Í hvert skipti sem mál braggans víðfræga hafi verið rætt hafi Viðreisn sagt að málið sé alvarlegt og að gera þurfi gangskör í ferlinu þar að baki. „Við höfum ekki afsakað eitt né neitt heldur ítrekað að við teljum þetta alvarlegt. Eitt af stefnumálum Viðreisnar er að sýna gagnsæja og agaða fjármálastjórn. Þegar við fréttum af málinu fórum við fyrst fram á skoðun á því og nú síðast heildarskoðun þannig að ekkert verði skilið eftir. Vinnubrögð okkar eru að fá allt upp á borðið og taka síðan yfirvegaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Þórdís Lóa. Óánægjuraddir hafa einnig heyrst innan raða Pírata en í dag fer fram opinn félags- og borgarafundur um „braggasukkið í Nauthólsvík“. Fundurinn hefst klukkan 13 í höfuðstöðvum flokksins, Tortuga. Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Sjá meira
Formaður borgarráðs telur ekki að flokkur hennar sé að taka skellinn fyrir mál sem eru honum óviðkomandi. Heimildir Fréttablaðsins herma að nokkurrar gremju hafi gætt innan baklands Viðreisnar vegna viðbragða kjörinna fulltrúa flokksins við málum liðinna vikna. Mál braggans í Nauthólsvík svo og starfsumhverfi innan Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og hefur nokkuð mætt á borgarfulltrúum af þeim sökum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í veikindaleyfi og hefur það því oft komið í hlut Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns borgarráðs og oddvita Viðreisnar, og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar og oddvita Pírata, að svara fyrir hönd meirihlutans þegar málin ber á góma. Sem kunnugt er fór Viðreisn í samstarf með síðasta meirihluta, sem samanstóð af Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum, að loknum kosningum í vor. Meðal Viðreisnarmanna hefur því verið fleygt að ekki sé rétt að flokkurinn þurfi að svara fyrir illa unnin verk annarra. Flokkurinn hafi ekki komið að þessum málum og eigi því ekki að falla á sverðið. „Fólk innan flokksins er með margs konar skoðanir á ýmsum málum og okkur finnst eðlilegt að það sé fjölbreytt sýn á hlutina. Við erum ekki með eina ríkisskoðun og teljum eðlilegt að fólk spyrji spurninga,“ segir Þórdís Lóa. Hún segir að þau líti ekki svo á málið að þau séu að „falla á sverðið“. Í hvert skipti sem mál braggans víðfræga hafi verið rætt hafi Viðreisn sagt að málið sé alvarlegt og að gera þurfi gangskör í ferlinu þar að baki. „Við höfum ekki afsakað eitt né neitt heldur ítrekað að við teljum þetta alvarlegt. Eitt af stefnumálum Viðreisnar er að sýna gagnsæja og agaða fjármálastjórn. Þegar við fréttum af málinu fórum við fyrst fram á skoðun á því og nú síðast heildarskoðun þannig að ekkert verði skilið eftir. Vinnubrögð okkar eru að fá allt upp á borðið og taka síðan yfirvegaða og upplýsta ákvörðun,“ segir Þórdís Lóa. Óánægjuraddir hafa einnig heyrst innan raða Pírata en í dag fer fram opinn félags- og borgarafundur um „braggasukkið í Nauthólsvík“. Fundurinn hefst klukkan 13 í höfuðstöðvum flokksins, Tortuga. Ekki náðist í Dóru Björt við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58