Finnur orkuna í óvissunni Starri Freyr Jónsson skrifar 13. október 2018 21:00 Guðmundur Hafsteinsson hóf starfsferil sinn hjá Google árið 2005. Hér kynnir hann Google Assistant í Macau í Kína en hann var um tíma yfir vöruþróun þess. Á sviðinu aðstoðaði hjálpartólið honum að elda. Undanfarin fimmtán hefur Guðmundur Hafsteinsson búið og starfað í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði fyrst MBA-nám við einn virtasta háskóla heims, MIT, og starfaði síðar hjá Google, Apple og nokkrum öðrum tæknifyrirtækjum. Nýlega flutti hann heim til Íslands ásamt eiginkonu sinni og þremur dætrum þeirra en hann tók við formennsku í stýrihópi stjórnvalda um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í síðasta mánuði, ásamt því að sinna áfram spennandi verkefnum hjá Google. „Það var kominn tími á að koma heim til Íslands aftur og eyða meiri tíma með mínum nánustu, og þá sérstaklega konunni minni, Eddu Hafsteinsdóttur. Hún hefur stutt óendanlega við mig í gegnum allt þetta ævintýri og verið sérstaklega þolinmóð. Nú er kominn tími á að ég elti hana í eitthvert ævintýri, ásamt dætrum okkar þremur, sem er mjög spennandi tilhugsun.“Skipti um gír Starfsferill Guðmundar er nokkuð ævintýralegur. Eftir útskrift frá MIT árið 2005 hóf hann störf hjá einu þekktasta fyrirtæki heims, Google, þar sem hann var yfir vöruþróun á Google Maps fyrir farsíma. Hann átti þátt í að koma þeirri vöru á markað og starfaði við verkefnið þar til Google samdi við Apple um að setja Google Maps á fyrsta iPhone-símann. „Þá skipti ég aðeins um gír og vann með mjög góðum hópi innan fyrirtækisins við að búa til nýja vöru sem gerði fólki kleift að tala við leitarvélina. Þetta var algjör bylting á þeim tíma og þar hófst í raun kafli sem leiddi að lokum til þeirrar vinnu sem ég er að sinna í dag, að búa til sýndaraðstoðarmann sem getur hjálpað fólki með hvað sem það þarf.“Nýir starfsmenn hjá Google fá derhúfu sem Guðmundur segir að lýsi vel nördaanda fyrirtækisins.Stofnaði eigið fyrirtæki Stuttu síðar sagði góður vinur Guðmundar, Dag Kittlaus, honum frá litlu fyrirtæki sem hét Siri en hann hafði stofnað það ásamt tveimur af fremstu sérfræðingum heims í gervigreind, Adam Cheyer og Tom Gruber. „Hann bað mig um að slást í lið með þeim og leiða vöruþróunina, sem ég féllst á. Við bjuggum svo til það sem allir þekkja í dag sem Siri á iPhone-símum, enda var fyrirtækið keypt af Apple og ég starfaði þar í sama hlutverki í nokkur ár.“ Nokkru síðar fannst honum tími kominn til að reyna eitthvað sjálfur þannig að hann sagði upp hjá Apple og stofnaði eigið fyrirtæki sem fékk heitið Emu. „Ég réð smá hóp með mér og við bjuggum til spjallforrit sem var með sýndaraðstoðarmann í hverju samtali. Ef fólk var t.d. að spjalla sín á milli um að fara í bíó þá gæti aðstoðarmaðurinn stungið upp á hvaða myndir væri hægt að sjá og jafnvel boðið upp miðakaup inni í miðju samtalinu.“ Emu var að lokum keypt af Google og þessi þróun varð svo grunnurinn að því sem nú heitir Google Assistant segir Guðmundur. „Í dag er ég starfandi hjá Google og hef verið yfir vöruþróun á Google Assistant frá upphafi. Ég hef einnig tekið að mér nokkur hlutverk á Íslandi, t.d. stjórnarsetu í Icelandair, sit í fjárfestingarráði Crowberry Capital og tók svo nú nýlega við formennsku í stýrihópnum.“Einstakur vinnustaður Hann segir Google vera einstakan vinnustað. „Það er áhugavert að margir einblína svo oft á hlunnindin sem fylgja því að vinna þar, t.d. matinn eða nuddaðstöðuna. En það er bara lítil ástæða þess að starfsfólk er almennt mjög ánægt þar. Það sem helst stendur upp úr í mínum huga er hvað stofnendur og stjórnendur Google hafa mikinn skilning á því að langtíma hugsun með áherslu á tækniþróun getur tekist á við ótrúlega stór og mikilvæg verkefni. Það leiðir af sér að þangað sækja einstaklingar til starfa með sömu markmið, að reyna að finna krefjandi erfið verkefni sem leysa stór vandamál í heiminum. Fyrir vikið eru allir samstarfsmenn á sömu bylgjulengd og það er ótrúlega gefandi að vinna með bjartsýnu fólki sem er klárara en maður sjálfur.“Starfa sinna vegna hjá Google hefur Guðmundur þurft að ferðast mikið og koma fram.Ólíkar skoðanir virtar Dvölin í Bandaríkjunum undanfarin fimmtán ár var góð að sögn Guðmundar sem segir íbúa landsins almennt vel upplýsta og viðkunnanlega. „Það sem kemur flestum á óvart er að þetta er land sem er búið til af innflytjendum og hefur sögulega leyft hvers konar viðhorfum og hugsjónum að þrífast. Það leiðir til þess að þar eru oft háværar raddir sem virðast ekki kannski alveg samsvara því sem við erum vön en á sama tíma er umræðan samt að eiga sér stað og það er almennt frekar mikil virðing borin fyrir því að við erum ekki öll sammála. Þetta hefur reyndar breyst til hins verra upp á síðkastið, vonandi er það bara tímabundið bakslag.“Einstök vinnusemi Annað sem er gott við bandarísku þjóðina að sögn Guðmundar er vinnusemin á öllum stigum samfélagsins. „Menntakerfið er almennt mjög sterkt, a.m.k. þar sem við bjuggum, og það eru óendanleg tækifæri fyrir fólk með metnað. Hins vegar er Ísland alltaf heimili manns og hér höfum við mjög náið samfélag þar sem allir hjálpast að við að hugsa hver um annan og það er gífurlegur styrkur. Ísland er að mínu mati einn besti staður sem ég þekki til að ala upp fjölskyldu, börn læra mjög fljótt að vera sjálfstæð sem ég tel mikinn styrk. Þetta sjálfstæði og þessi nánd gerir okkur svo óhrædd og hlutirnir einmitt reddast vegna þess. Við eigum að nýta þessa styrkleika markvisst til að gera þjóðfélagið okkar enn þá betra.“Á sviðinu í Macau.Mikill heiður Guðmundur segir formennsku sína í stýrihópnum hafa komið til fyrir hálfgerða tilviljun. Hann hefur um tíma talað fyrir hinum og þessum hópum á Íslandi um mikilvægi nýsköpunar og hvernig við getum lært af öðrum þjóðum á því sviði. „Ég hélt stutta kynningu á þessum nótum á vorfundi Tækniþróunarsjóðsins í upphafi sumars. Þar var m.a. stödd Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og ræddum við stuttlega saman. Í framhaldi af því kom boð frá þeim í ráðuneytinu um að taka þátt í þessu starfi, sem er auðvitað mjög mikill heiður. Það hefur margt mjög gott starf verið unnið á þessu sviði að undanförnu en þetta er umhverfi sem breytist hratt og við þurfum að halda í við það svo að það er fullt af áskorunum.“Reynslubanki til staðar Staða Íslands og Bandaríkjanna er nokkuð ólík þegar kemur að umhverfi nýsköpunarfyrirtækja og segir Guðmundur Íslendinga fyrst og fremst vera á allt öðrum stað í þroskaferlinu hvað varðar nýsköpun og tækniþróun. „Bandaríkin, með vinnu sem var að miklu leyti keyrð fyrst um sinn áfram af ríkisstjórninni og varnarmálaráðuneytinu, ákvað um miðja síðustu öld að tækninýsköpun væri lykillinn að góðri velsæld í framtíðinni. Þetta leiddi til gífurlegrar uppbyggingar á sviði vísinda og menntunar og einnig mikið í samstarfi við einkageirann sem m.a. lagði svo grunninn að svæðum eins og Kísildalnum. Góðu fréttirnar fyrir okkur er að við getum leitað í þennan reynslubanka og lært af þessu.“Um tíma starfaði hann einnig hjá Siri, Apple og hjá Emu en síðastnefnda fyrirtækið stofnaði hann sjálfur.Spenntur fyrir framtíðinni Utan vinnunnar segist hann hafa gaman af því að kynna sér allar þær tækninýjungar sem eru að líta dagsins ljós. „Þar fyrir utan les ég mikið og spila oft á gítar í frítímanum mínum. En fyrst og fremst finnst mér gaman að vera með mínum nánustu, fjölskyldunni og vinum, hvort sem það er að ferðast með þeim innan- og utanlands eða bara hittast yfir góðum mat og ræða málin.“ Og framtíðin er björt að hans mati. „Ég er gífurlega spenntur fyrir framtíðinni. Það eru auðvitað hin ýmsu verkefni á döfinni hjá mér eins og fram hefur komið, og það er fullt af krefjandi verkefnum þar. Svo er ég líka spenntur að uppgötva ný ævintýri með fjölskyldunni minni og láta það svolítið bara ráðast á næstu vikum og mánuðum. Það má segja að ég hafi alltaf fundið mína orku í óvissunni.“ Google Tækni Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Undanfarin fimmtán hefur Guðmundur Hafsteinsson búið og starfað í Bandaríkjunum þar sem hann stundaði fyrst MBA-nám við einn virtasta háskóla heims, MIT, og starfaði síðar hjá Google, Apple og nokkrum öðrum tæknifyrirtækjum. Nýlega flutti hann heim til Íslands ásamt eiginkonu sinni og þremur dætrum þeirra en hann tók við formennsku í stýrihópi stjórnvalda um mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland í síðasta mánuði, ásamt því að sinna áfram spennandi verkefnum hjá Google. „Það var kominn tími á að koma heim til Íslands aftur og eyða meiri tíma með mínum nánustu, og þá sérstaklega konunni minni, Eddu Hafsteinsdóttur. Hún hefur stutt óendanlega við mig í gegnum allt þetta ævintýri og verið sérstaklega þolinmóð. Nú er kominn tími á að ég elti hana í eitthvert ævintýri, ásamt dætrum okkar þremur, sem er mjög spennandi tilhugsun.“Skipti um gír Starfsferill Guðmundar er nokkuð ævintýralegur. Eftir útskrift frá MIT árið 2005 hóf hann störf hjá einu þekktasta fyrirtæki heims, Google, þar sem hann var yfir vöruþróun á Google Maps fyrir farsíma. Hann átti þátt í að koma þeirri vöru á markað og starfaði við verkefnið þar til Google samdi við Apple um að setja Google Maps á fyrsta iPhone-símann. „Þá skipti ég aðeins um gír og vann með mjög góðum hópi innan fyrirtækisins við að búa til nýja vöru sem gerði fólki kleift að tala við leitarvélina. Þetta var algjör bylting á þeim tíma og þar hófst í raun kafli sem leiddi að lokum til þeirrar vinnu sem ég er að sinna í dag, að búa til sýndaraðstoðarmann sem getur hjálpað fólki með hvað sem það þarf.“Nýir starfsmenn hjá Google fá derhúfu sem Guðmundur segir að lýsi vel nördaanda fyrirtækisins.Stofnaði eigið fyrirtæki Stuttu síðar sagði góður vinur Guðmundar, Dag Kittlaus, honum frá litlu fyrirtæki sem hét Siri en hann hafði stofnað það ásamt tveimur af fremstu sérfræðingum heims í gervigreind, Adam Cheyer og Tom Gruber. „Hann bað mig um að slást í lið með þeim og leiða vöruþróunina, sem ég féllst á. Við bjuggum svo til það sem allir þekkja í dag sem Siri á iPhone-símum, enda var fyrirtækið keypt af Apple og ég starfaði þar í sama hlutverki í nokkur ár.“ Nokkru síðar fannst honum tími kominn til að reyna eitthvað sjálfur þannig að hann sagði upp hjá Apple og stofnaði eigið fyrirtæki sem fékk heitið Emu. „Ég réð smá hóp með mér og við bjuggum til spjallforrit sem var með sýndaraðstoðarmann í hverju samtali. Ef fólk var t.d. að spjalla sín á milli um að fara í bíó þá gæti aðstoðarmaðurinn stungið upp á hvaða myndir væri hægt að sjá og jafnvel boðið upp miðakaup inni í miðju samtalinu.“ Emu var að lokum keypt af Google og þessi þróun varð svo grunnurinn að því sem nú heitir Google Assistant segir Guðmundur. „Í dag er ég starfandi hjá Google og hef verið yfir vöruþróun á Google Assistant frá upphafi. Ég hef einnig tekið að mér nokkur hlutverk á Íslandi, t.d. stjórnarsetu í Icelandair, sit í fjárfestingarráði Crowberry Capital og tók svo nú nýlega við formennsku í stýrihópnum.“Einstakur vinnustaður Hann segir Google vera einstakan vinnustað. „Það er áhugavert að margir einblína svo oft á hlunnindin sem fylgja því að vinna þar, t.d. matinn eða nuddaðstöðuna. En það er bara lítil ástæða þess að starfsfólk er almennt mjög ánægt þar. Það sem helst stendur upp úr í mínum huga er hvað stofnendur og stjórnendur Google hafa mikinn skilning á því að langtíma hugsun með áherslu á tækniþróun getur tekist á við ótrúlega stór og mikilvæg verkefni. Það leiðir af sér að þangað sækja einstaklingar til starfa með sömu markmið, að reyna að finna krefjandi erfið verkefni sem leysa stór vandamál í heiminum. Fyrir vikið eru allir samstarfsmenn á sömu bylgjulengd og það er ótrúlega gefandi að vinna með bjartsýnu fólki sem er klárara en maður sjálfur.“Starfa sinna vegna hjá Google hefur Guðmundur þurft að ferðast mikið og koma fram.Ólíkar skoðanir virtar Dvölin í Bandaríkjunum undanfarin fimmtán ár var góð að sögn Guðmundar sem segir íbúa landsins almennt vel upplýsta og viðkunnanlega. „Það sem kemur flestum á óvart er að þetta er land sem er búið til af innflytjendum og hefur sögulega leyft hvers konar viðhorfum og hugsjónum að þrífast. Það leiðir til þess að þar eru oft háværar raddir sem virðast ekki kannski alveg samsvara því sem við erum vön en á sama tíma er umræðan samt að eiga sér stað og það er almennt frekar mikil virðing borin fyrir því að við erum ekki öll sammála. Þetta hefur reyndar breyst til hins verra upp á síðkastið, vonandi er það bara tímabundið bakslag.“Einstök vinnusemi Annað sem er gott við bandarísku þjóðina að sögn Guðmundar er vinnusemin á öllum stigum samfélagsins. „Menntakerfið er almennt mjög sterkt, a.m.k. þar sem við bjuggum, og það eru óendanleg tækifæri fyrir fólk með metnað. Hins vegar er Ísland alltaf heimili manns og hér höfum við mjög náið samfélag þar sem allir hjálpast að við að hugsa hver um annan og það er gífurlegur styrkur. Ísland er að mínu mati einn besti staður sem ég þekki til að ala upp fjölskyldu, börn læra mjög fljótt að vera sjálfstæð sem ég tel mikinn styrk. Þetta sjálfstæði og þessi nánd gerir okkur svo óhrædd og hlutirnir einmitt reddast vegna þess. Við eigum að nýta þessa styrkleika markvisst til að gera þjóðfélagið okkar enn þá betra.“Á sviðinu í Macau.Mikill heiður Guðmundur segir formennsku sína í stýrihópnum hafa komið til fyrir hálfgerða tilviljun. Hann hefur um tíma talað fyrir hinum og þessum hópum á Íslandi um mikilvægi nýsköpunar og hvernig við getum lært af öðrum þjóðum á því sviði. „Ég hélt stutta kynningu á þessum nótum á vorfundi Tækniþróunarsjóðsins í upphafi sumars. Þar var m.a. stödd Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og ræddum við stuttlega saman. Í framhaldi af því kom boð frá þeim í ráðuneytinu um að taka þátt í þessu starfi, sem er auðvitað mjög mikill heiður. Það hefur margt mjög gott starf verið unnið á þessu sviði að undanförnu en þetta er umhverfi sem breytist hratt og við þurfum að halda í við það svo að það er fullt af áskorunum.“Reynslubanki til staðar Staða Íslands og Bandaríkjanna er nokkuð ólík þegar kemur að umhverfi nýsköpunarfyrirtækja og segir Guðmundur Íslendinga fyrst og fremst vera á allt öðrum stað í þroskaferlinu hvað varðar nýsköpun og tækniþróun. „Bandaríkin, með vinnu sem var að miklu leyti keyrð fyrst um sinn áfram af ríkisstjórninni og varnarmálaráðuneytinu, ákvað um miðja síðustu öld að tækninýsköpun væri lykillinn að góðri velsæld í framtíðinni. Þetta leiddi til gífurlegrar uppbyggingar á sviði vísinda og menntunar og einnig mikið í samstarfi við einkageirann sem m.a. lagði svo grunninn að svæðum eins og Kísildalnum. Góðu fréttirnar fyrir okkur er að við getum leitað í þennan reynslubanka og lært af þessu.“Um tíma starfaði hann einnig hjá Siri, Apple og hjá Emu en síðastnefnda fyrirtækið stofnaði hann sjálfur.Spenntur fyrir framtíðinni Utan vinnunnar segist hann hafa gaman af því að kynna sér allar þær tækninýjungar sem eru að líta dagsins ljós. „Þar fyrir utan les ég mikið og spila oft á gítar í frítímanum mínum. En fyrst og fremst finnst mér gaman að vera með mínum nánustu, fjölskyldunni og vinum, hvort sem það er að ferðast með þeim innan- og utanlands eða bara hittast yfir góðum mat og ræða málin.“ Og framtíðin er björt að hans mati. „Ég er gífurlega spenntur fyrir framtíðinni. Það eru auðvitað hin ýmsu verkefni á döfinni hjá mér eins og fram hefur komið, og það er fullt af krefjandi verkefnum þar. Svo er ég líka spenntur að uppgötva ný ævintýri með fjölskyldunni minni og láta það svolítið bara ráðast á næstu vikum og mánuðum. Það má segja að ég hafi alltaf fundið mína orku í óvissunni.“
Google Tækni Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira