Einfalt með Evu: Súkkalaðikaka með blautri miðju Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2018 16:30 Sjöundi þátturinn af Einfalt með Evu var á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldið. Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Á miðvikudagskvöldið sýndi Eva Laufey hvernig hún reiðir fram grænan hristing, seasar salat, grænmetislasagna og súkkulaðiköku með blautri miðju. Hér að neðan má sjá hvernig maður reiðir fram þessa girnilegu súkkulaðiköku. Grænn hristingur Handfylli spínat 1 dl frosið mangó 1 msk chia fræ ½ - 1 msk hampfræ Möndlumjólk, magn eftir smekk ½ banani 2 cm engiferrót Aðferð: Setjið öll hráefnin í blandara og maukið þar til drykkurinn er silkimjúkur.Sesar salat - Hvítlauks-og parmesansósa 3 dl sýrður rjómi 1 tsk dijon sinnep 1/2 hvítlauksrif safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 60 g nýrifinn parmesan ostur Aðferð: Maukið öll hráefnin saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél, smakkið ykkur til með salti og pipar. Það er gott að kæla sósuna aðeins í ísskáp áður en hún er borin fram með salatinu. Brauðteningar Brauð að eigin vali Ólífuolía Salt og pipar Aðferð: Skerið brauð í jafn stóra teninga, hitið ólífuolíu á pönnu og steikið þar til brauðteningarnir eru gullinbrúnir og stökkir. Salatið 4 kjúklingalæri með legg 1 msk ólífuolía Salt og pipar, magn eftir smekk 1 höfuð romain kál 1 askja kirsuberjatómatar 1 agúrka 150 g beikon, steikt Parmesan ostur, magn eftir smekk Aðferð: Sáldrið ólífuolíu yfir kjúklinginn og kryddið til með salti og pipar, hitið pönnu (pannan verður að vera funheit, mjög mikilvægt!) og steikið kjúklinginn þar til skinnið verður stökkt. Leggið síðan kjúklingabitana á pappírsklædda ofnplötu og eldið í ofni við 180°C í 20 - 25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Steikið beikon þar til það er orðið vel stökkt. Skolið kálið vel og leggið á fat, skerið niður tómata og agúrku og leggið yfir. Því næst fer kjúklingurinn, nýrifinn parmesan og brauðteningar. Berið salatið fram með hvítlauks-og parmesansósunni. Grænmetislasagna með eggaldinplötum 1 msk ólífuolía 1 rauðlaukur 2 hvítlauksrif 1 rauð paprika 3 gulrætur ½ kúrbítur ½ spergilkálshöfuð 3 sveppir 1 msk tómatpúrra 1 krukka maukaðir tómatar (425 g) 1 grænmetisteningur 1 msk smátt söxuð basilíka Salt og pipar 2 eggaldin Rifinn ostur 1 stór dós kotasæla Ferskur aspas Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Hitið ólífuolíu á pönnu. Skerið lauk og hvítlauk og steikið upp úr olíu þar til laukurinn er mjúkur í gegn. Skerið öll hráefnin mjög smátt, bætið þeim út á pönnuna og steikið áfram þar til grænmetið er orðið mjúkt í gegn. Bætið maukuðum tómötum, tómatpúrru og grænmetistening út á pönnuna. Kryddið til með salti og pipar og leyfið grænmetisblöndunni að malla við vægan hita í smá stund. Skerið niður eggaldinplötur mjög þunnt. Setjið grænmetisfyllingu í botninn á eldföstu móti, því næst fara eggaldinplötur og kotasælan er smurð yfir plöturnar. Sáldrið rifnum osti yfir og endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með tvö – þrjú lög. Setjið gjarnan aspas yfir réttinn í lokin. Eldið réttinn við 180°C í 25 – 30 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn. Berið fram með gómsætu kasjúhnetupestói. Kasjúhnetupestó 100 g kasjúhnetur Handfylli basilíka Handfylli blandað salat 2 hvítlauksrif 1 dl rifinn parmesan ostur Salt og pipar Ólífuolía, magn eftir smekk Safi úr hálfri sítrónu Aðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Súkkalaðikaka með blautri miðju 120 g smjör 200 g súkkulaði 30 g hveiti 60 g flórsykur salt á hnífsoddi 2 eggjarauður 2 egg Aðferð: Hitið ofninn í 210°C Smyrjið lítil form mjög vel. Bræðið smjör og saxið súkkulaði smátt, bætið súkkulaðinu saman við og bræðið við vægan hita. Sigtið saman þurrefni. Pískið egg og eggjarauður saman í annarri skál. Hellið eggjablöndunni saman við hveitiblönduna og hrærið. Næsta skref er að hella deiginum út í skál með bræddu súkkulaði og hræra öllu mjög vel saman. Skiptið deiginu niður í form og bakið við 210°C í 10 – 12 mínútur. (ég bakaði mínar í nákvæmlega 12 mínútur og þær voru fullkomnar) *Ofnar eru mjög misjafnir og mögulega þurfið þið aðeins minni eða meiri baksturstíma, þið finnið það best sjálf. Ef þið viljið æfa ykkur þá mæli ég með því að baka eina köku í einu, en með því getið þið fundið út hvaða tími sé bestur í ykkar ofni. Eva Laufey Grænmetisréttir Kökur og tertur Pastaréttir Salat Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Einfalt með Evu fór í loftið á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum matreiðir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir frábæra en á sama tíma einfalda rétti. Uppskriftirnar verða ávallt aðgengilegar hér á Vísi. Á miðvikudagskvöldið sýndi Eva Laufey hvernig hún reiðir fram grænan hristing, seasar salat, grænmetislasagna og súkkulaðiköku með blautri miðju. Hér að neðan má sjá hvernig maður reiðir fram þessa girnilegu súkkulaðiköku. Grænn hristingur Handfylli spínat 1 dl frosið mangó 1 msk chia fræ ½ - 1 msk hampfræ Möndlumjólk, magn eftir smekk ½ banani 2 cm engiferrót Aðferð: Setjið öll hráefnin í blandara og maukið þar til drykkurinn er silkimjúkur.Sesar salat - Hvítlauks-og parmesansósa 3 dl sýrður rjómi 1 tsk dijon sinnep 1/2 hvítlauksrif safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 60 g nýrifinn parmesan ostur Aðferð: Maukið öll hráefnin saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél, smakkið ykkur til með salti og pipar. Það er gott að kæla sósuna aðeins í ísskáp áður en hún er borin fram með salatinu. Brauðteningar Brauð að eigin vali Ólífuolía Salt og pipar Aðferð: Skerið brauð í jafn stóra teninga, hitið ólífuolíu á pönnu og steikið þar til brauðteningarnir eru gullinbrúnir og stökkir. Salatið 4 kjúklingalæri með legg 1 msk ólífuolía Salt og pipar, magn eftir smekk 1 höfuð romain kál 1 askja kirsuberjatómatar 1 agúrka 150 g beikon, steikt Parmesan ostur, magn eftir smekk Aðferð: Sáldrið ólífuolíu yfir kjúklinginn og kryddið til með salti og pipar, hitið pönnu (pannan verður að vera funheit, mjög mikilvægt!) og steikið kjúklinginn þar til skinnið verður stökkt. Leggið síðan kjúklingabitana á pappírsklædda ofnplötu og eldið í ofni við 180°C í 20 - 25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Steikið beikon þar til það er orðið vel stökkt. Skolið kálið vel og leggið á fat, skerið niður tómata og agúrku og leggið yfir. Því næst fer kjúklingurinn, nýrifinn parmesan og brauðteningar. Berið salatið fram með hvítlauks-og parmesansósunni. Grænmetislasagna með eggaldinplötum 1 msk ólífuolía 1 rauðlaukur 2 hvítlauksrif 1 rauð paprika 3 gulrætur ½ kúrbítur ½ spergilkálshöfuð 3 sveppir 1 msk tómatpúrra 1 krukka maukaðir tómatar (425 g) 1 grænmetisteningur 1 msk smátt söxuð basilíka Salt og pipar 2 eggaldin Rifinn ostur 1 stór dós kotasæla Ferskur aspas Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Hitið ólífuolíu á pönnu. Skerið lauk og hvítlauk og steikið upp úr olíu þar til laukurinn er mjúkur í gegn. Skerið öll hráefnin mjög smátt, bætið þeim út á pönnuna og steikið áfram þar til grænmetið er orðið mjúkt í gegn. Bætið maukuðum tómötum, tómatpúrru og grænmetistening út á pönnuna. Kryddið til með salti og pipar og leyfið grænmetisblöndunni að malla við vægan hita í smá stund. Skerið niður eggaldinplötur mjög þunnt. Setjið grænmetisfyllingu í botninn á eldföstu móti, því næst fara eggaldinplötur og kotasælan er smurð yfir plöturnar. Sáldrið rifnum osti yfir og endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með tvö – þrjú lög. Setjið gjarnan aspas yfir réttinn í lokin. Eldið réttinn við 180°C í 25 – 30 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn. Berið fram með gómsætu kasjúhnetupestói. Kasjúhnetupestó 100 g kasjúhnetur Handfylli basilíka Handfylli blandað salat 2 hvítlauksrif 1 dl rifinn parmesan ostur Salt og pipar Ólífuolía, magn eftir smekk Safi úr hálfri sítrónu Aðferð: Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota. Súkkalaðikaka með blautri miðju 120 g smjör 200 g súkkulaði 30 g hveiti 60 g flórsykur salt á hnífsoddi 2 eggjarauður 2 egg Aðferð: Hitið ofninn í 210°C Smyrjið lítil form mjög vel. Bræðið smjör og saxið súkkulaði smátt, bætið súkkulaðinu saman við og bræðið við vægan hita. Sigtið saman þurrefni. Pískið egg og eggjarauður saman í annarri skál. Hellið eggjablöndunni saman við hveitiblönduna og hrærið. Næsta skref er að hella deiginum út í skál með bræddu súkkulaði og hræra öllu mjög vel saman. Skiptið deiginu niður í form og bakið við 210°C í 10 – 12 mínútur. (ég bakaði mínar í nákvæmlega 12 mínútur og þær voru fullkomnar) *Ofnar eru mjög misjafnir og mögulega þurfið þið aðeins minni eða meiri baksturstíma, þið finnið það best sjálf. Ef þið viljið æfa ykkur þá mæli ég með því að baka eina köku í einu, en með því getið þið fundið út hvaða tími sé bestur í ykkar ofni.
Eva Laufey Grænmetisréttir Kökur og tertur Pastaréttir Salat Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira