Gríðarleg vinna að taka stöðuna á leikmönnunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2018 10:00 Guðmundur Guðmundsson á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm Talsverðar breytingar eru á íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 síðar í mánuðinum. Guðjón Valur Sigurðsson gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum og sömu sögu er að segja af Theodóri Sigurbjörnssyni. Þá hefur Vignir Svavarsson lagt landsliðsskóna á hilluna. Þrír kornungir leikstjórnendur eru í hópnum; Haukur Þrastarson (17 ára), Gísli Þorgeir Kristjánsson (19 ára) og Elvar Örn Jónsson (21 árs). Hinn 18 ára gamli markvörður Viktor Gísli Hallgrímsson er einnig í hópnum. „Flestir leikmannanna eru í mjög góðu standi. Ég hef verið í persónulegu sambandi við suma þeirra og þjálfara þeirra. Svo fylgjumst við með þeim. Það er gríðarleg vinna að taka stöðuna á þeim,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en leikmenn íslenska liðsins eru dreifðir víðs vegar um Evrópu. Sigvaldi Guðjónsson fær tækifæri í íslenska hópnum en þessi örvhenti hornamaður hefur gert góða hluti með norska liðinu Elverum. „Hann var fyrst hjá Bjerringbro/ Silkeborg og maður sá hann þar þótt hann hafi ekki verið í stóru hlutverki. Síðan flutti hann sig yfir til Århus. Þar sá ég meira af honum og hreifst af ýmsum þáttum í hans leik. Hann hefur spilað afskaplega vel með Elverum í Meistaradeildinni. Við vildum skoða hann að þessu sinni,“ sagði Guðmundur. Línumennirnir sem hann valdi í hópinn að þessu sinni, Ágúst Birgisson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, hafa litla landsliðsreynslu og Guðmundur segir að kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þessari stöðu. „Það er nýir menn að taka við keflinu í þessari stöðu. Þeir hafa ekki mikla reynslu,“ sagði Guðmundur. Fyrir utan að vinna leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi vill Guðmundur að íslenska liðið taki skref fram á við í þeim, enda styttist óðfluga í heimsmeistaramótið. „Ég vil sjá okkur þróa leik okkar og bæta okkur á öllum sviðum. Við þurfum að ná betri tökum á varnarleiknum og fá meira öryggi í hann,“ sagði Guðmundur. Hann hefur greint umspilsleikina gegn Litháen síðasta haust í þaula og segir íslenska liðið geta bætt ýmislegt í sínum leik. „Leikirnir gegn Litháen voru mjög erfiðir. Hluti af þeim var mjög góður en síðan komu kaflar sem ég var mjög óhress með,“ sagði Guðmundur. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15 Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00 Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Talsverðar breytingar eru á íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Grikklandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020 síðar í mánuðinum. Guðjón Valur Sigurðsson gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum og sömu sögu er að segja af Theodóri Sigurbjörnssyni. Þá hefur Vignir Svavarsson lagt landsliðsskóna á hilluna. Þrír kornungir leikstjórnendur eru í hópnum; Haukur Þrastarson (17 ára), Gísli Þorgeir Kristjánsson (19 ára) og Elvar Örn Jónsson (21 árs). Hinn 18 ára gamli markvörður Viktor Gísli Hallgrímsson er einnig í hópnum. „Flestir leikmannanna eru í mjög góðu standi. Ég hef verið í persónulegu sambandi við suma þeirra og þjálfara þeirra. Svo fylgjumst við með þeim. Það er gríðarleg vinna að taka stöðuna á þeim,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið í gær en leikmenn íslenska liðsins eru dreifðir víðs vegar um Evrópu. Sigvaldi Guðjónsson fær tækifæri í íslenska hópnum en þessi örvhenti hornamaður hefur gert góða hluti með norska liðinu Elverum. „Hann var fyrst hjá Bjerringbro/ Silkeborg og maður sá hann þar þótt hann hafi ekki verið í stóru hlutverki. Síðan flutti hann sig yfir til Århus. Þar sá ég meira af honum og hreifst af ýmsum þáttum í hans leik. Hann hefur spilað afskaplega vel með Elverum í Meistaradeildinni. Við vildum skoða hann að þessu sinni,“ sagði Guðmundur. Línumennirnir sem hann valdi í hópinn að þessu sinni, Ágúst Birgisson, Arnar Freyr Arnarsson og Ýmir Örn Gíslason, hafa litla landsliðsreynslu og Guðmundur segir að kynslóðaskipti séu að eiga sér stað í þessari stöðu. „Það er nýir menn að taka við keflinu í þessari stöðu. Þeir hafa ekki mikla reynslu,“ sagði Guðmundur. Fyrir utan að vinna leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi vill Guðmundur að íslenska liðið taki skref fram á við í þeim, enda styttist óðfluga í heimsmeistaramótið. „Ég vil sjá okkur þróa leik okkar og bæta okkur á öllum sviðum. Við þurfum að ná betri tökum á varnarleiknum og fá meira öryggi í hann,“ sagði Guðmundur. Hann hefur greint umspilsleikina gegn Litháen síðasta haust í þaula og segir íslenska liðið geta bætt ýmislegt í sínum leik. „Leikirnir gegn Litháen voru mjög erfiðir. Hluti af þeim var mjög góður en síðan komu kaflar sem ég var mjög óhress með,“ sagði Guðmundur.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15 Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00 Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Guðmundar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, valdi í dag hópinn sem mætir Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:15
Enginn Guðjón Valur í hópnum hjá Guðmundi Landsliðsfyrirliðinn verður ekki með á móti Grikklandi og Tyrklandi. 11. október 2018 13:00
Guðjón Valur gaf ekki kost á sér Guðjón Valur Sigurðsson er ekki hættur í landsliðinu þrátt fyrir að hann gefi ekki kost á sér fyrir komandi leiki í undankeppni HM 2020. 11. október 2018 13:13