Dagur fer í veikindaleyfi Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. október 2018 07:00 Dagur er með alvarlegan gigtarsjúkdóm. Fréttablaðið/Anton brink Alvarleg sýking, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk í kviðarholið síðasta haust, hefur tekið sig upp að nýju. Í samráði við lækna var Dagur settur á viðeigandi meðferð í fyrradag til að sýkingin gangi ekki jafn langt og síðast. Hann tekur sér nokkra daga frá vinnu, að sinni. Dagur greindist í sumar með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingarinnar, svokallaða fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Hann segist ekki ætla í lengra veikindaleyfi að sinni. „Ég tók þá ákvörðun að ég þyrfti að jafna mig og fékk staðgengla til þess að sinna mínum skyldum á meðan. Ég bý svo vel að eiga góða samstarfsmenn. Ég vonast til að til að vera orðinn betri eftir helgi, en þarf að meta það með mínum læknum.“ Mikið hefur mætt á meirihluta borgarstjórnar. Braggamálið svokallaða, hundraða milljóna króna framúrkeyrsla í framkvæmdum á vegum borgarinnar, hefur vakið athygli sem og starfsmannamál Orkuveitunnar, en á hvorum tveggja vígstöðvum fer fram úttekt á því sem þar fór úrskeiðis. Álagið er mikið og fjölmiðlar liggja á borgarstjóranum. Hann vill ekki slá því föstu að vinnuálag spili inn í veikindin. „Vikurnar eru ólíkar, en það er alltaf álag í þessu starfi. Mér hefur fundist meðferðin ganga vel við gigtinni,“ segir Dagur, sem er á sterkum krabbameinslyfjum til að halda henni niðri. „Mér hefur þótt ganga vel að sameina þetta allt vinnunni. Kannski hef ég gengið á lagið og hlaðið á mig. En ég bind vonir við það að ná sýkingunni niður á einhverjum dögum, þó að ég verði á lyfjunum í einhverjar vikur, og að ég verði kominn fljótlega aftur til vinnu,“ útskýrir hann. „Þetta núna tengist ekki einhverjum fjölmiðlamálum. Það er verra að vera ekki í hringiðunni þegar svona er,“ en bent hefur verið á í pistlum að það sé óheppilegt að nú þegar braggamálið sé í hámæli sé ekki hægt að ná tali af borgarstjóra. „Ég tók það skref í sumar að segja frá því að ég væri með þennan sjúkdóm og vissi ekki hvernig framhaldið yrði. Það var kannski til þess að það kæmi ekki á óvart ef ég væri oftar með staðgengla eða legði línurnar öðruvísi. Það eru vonbrigði að í fyrsta sinn sem ég hef þurft að taka frí, fari strax á loft samsæriskenningar. Ég vona að lærdómurinn sé ekki sá að manni hefnist fyrir að vera opinn. Ég vil ekki að það gangi tröllasögur um að ég liggi fyrir dauðanum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Alvarleg sýking, sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk í kviðarholið síðasta haust, hefur tekið sig upp að nýju. Í samráði við lækna var Dagur settur á viðeigandi meðferð í fyrradag til að sýkingin gangi ekki jafn langt og síðast. Hann tekur sér nokkra daga frá vinnu, að sinni. Dagur greindist í sumar með sjaldgæfan gigtarsjúkdóm í kjölfar kviðarholssýkingarinnar, svokallaða fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Hann segist ekki ætla í lengra veikindaleyfi að sinni. „Ég tók þá ákvörðun að ég þyrfti að jafna mig og fékk staðgengla til þess að sinna mínum skyldum á meðan. Ég bý svo vel að eiga góða samstarfsmenn. Ég vonast til að til að vera orðinn betri eftir helgi, en þarf að meta það með mínum læknum.“ Mikið hefur mætt á meirihluta borgarstjórnar. Braggamálið svokallaða, hundraða milljóna króna framúrkeyrsla í framkvæmdum á vegum borgarinnar, hefur vakið athygli sem og starfsmannamál Orkuveitunnar, en á hvorum tveggja vígstöðvum fer fram úttekt á því sem þar fór úrskeiðis. Álagið er mikið og fjölmiðlar liggja á borgarstjóranum. Hann vill ekki slá því föstu að vinnuálag spili inn í veikindin. „Vikurnar eru ólíkar, en það er alltaf álag í þessu starfi. Mér hefur fundist meðferðin ganga vel við gigtinni,“ segir Dagur, sem er á sterkum krabbameinslyfjum til að halda henni niðri. „Mér hefur þótt ganga vel að sameina þetta allt vinnunni. Kannski hef ég gengið á lagið og hlaðið á mig. En ég bind vonir við það að ná sýkingunni niður á einhverjum dögum, þó að ég verði á lyfjunum í einhverjar vikur, og að ég verði kominn fljótlega aftur til vinnu,“ útskýrir hann. „Þetta núna tengist ekki einhverjum fjölmiðlamálum. Það er verra að vera ekki í hringiðunni þegar svona er,“ en bent hefur verið á í pistlum að það sé óheppilegt að nú þegar braggamálið sé í hámæli sé ekki hægt að ná tali af borgarstjóra. „Ég tók það skref í sumar að segja frá því að ég væri með þennan sjúkdóm og vissi ekki hvernig framhaldið yrði. Það var kannski til þess að það kæmi ekki á óvart ef ég væri oftar með staðgengla eða legði línurnar öðruvísi. Það eru vonbrigði að í fyrsta sinn sem ég hef þurft að taka frí, fari strax á loft samsæriskenningar. Ég vona að lærdómurinn sé ekki sá að manni hefnist fyrir að vera opinn. Ég vil ekki að það gangi tröllasögur um að ég liggi fyrir dauðanum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira