Hringdi bjöllum í Braggamáli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. október 2018 07:00 Borgarstjóri varð ekki við beiðni blaðsins um viðtal í gær. Í færslu á Facebook sagði Dagur þó að málið væri alvarlegt og kallaði á skýringar. Fréttablaðið/Stefán Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í grein sinni í blaðinu í dag að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði átt að „taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum“ um framúrkeyrslu í Braggamálinu svokallaða. Segir Örn aukinheldur að hann hafi sjálfur spurst fyrir um málið í desember 2017 og að tvær athugasemdir hafi borist borgarlögmanni sumarið 2017. Borgarstjóri varð ekki við beiðni blaðsins um viðtal í gær. Í færslu á Facebook sagði Dagur þó að málið væri alvarlegt og kallaði á skýringar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, vill ekki tjá sig um innihald greinar Arnar fyrr en að rannsókn Braggamálsins lokinni.„En það er alveg ljóst í mínum huga að þetta ferli hefur verið meingallað frá upphafi. Þarna er illa farið með almannafé og mér finnst þetta mjög alvarlegt. Nú síðast með þessi strá,“ segir Þórdís Lóa. „Við í Viðreisn komum inn í borgarstjórn og vissum að borgin væri stórt fyrirtæki og örugglega mörg mál sem væru á þannig stað að mætti gera betur. En verkefnin eru stærri en ég átti von á. Ég ætla ekki að setja mig í neinn rannsóknarstól, en það er algjörlega ljóst að þarna er illa farið með fé.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að meðferð málsins sé skólabókardæmi um fúsk í rekstri borgarinnar. „Auðvitað koma meirihlutar og fara. Málið er búið að vera í gangi núna í um tvö ár. En sá sem er búinn að vera við stýrið er framkvæmdastjórinn, Dagur B. Eggertsson,“ segir Eyþór og bætir því við að borgarstjóri hafi bæði séð athugasemdir Arnar og ákall innkauparáðs til borgarlögmanns. „Það má segja að viðvörunarbjöllur hafi hringt og rauð ljós hafi blikkað. Framkvæmdastjórinn hafi ekki sinnt sínu starfi. Hann hefur kannski verið upptekinn í kosningabaráttu eða einhverju öðru. En hann getur ekki bent á aðra starfsmenn því hann fær þessar fundargerðir,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segist vera að afla sér gagna um málið. Samkvæmt því sem hún hafi séð hafi málið ekki komið fyrir borgarráð, sem fer með fjármál borgarinnar, fyrr en of seint. „Samkvæmt því sem ég hef séð finnst mér undarlegt að það hafi ekki verið leitað sterkara umboðs kjörinna fulltrúa í meiri- og minnihluta. Ég get ekki séð að það hafi verið gert eins og góðir starfshættir kveða á um,“ segir Dóra Björt en bætir því við að hún geti ekki svarað fyrir grein Arnar. Hún hafi ekki nægar upplýsingar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í grein sinni í blaðinu í dag að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefði átt að „taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum“ um framúrkeyrslu í Braggamálinu svokallaða. Segir Örn aukinheldur að hann hafi sjálfur spurst fyrir um málið í desember 2017 og að tvær athugasemdir hafi borist borgarlögmanni sumarið 2017. Borgarstjóri varð ekki við beiðni blaðsins um viðtal í gær. Í færslu á Facebook sagði Dagur þó að málið væri alvarlegt og kallaði á skýringar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, vill ekki tjá sig um innihald greinar Arnar fyrr en að rannsókn Braggamálsins lokinni.„En það er alveg ljóst í mínum huga að þetta ferli hefur verið meingallað frá upphafi. Þarna er illa farið með almannafé og mér finnst þetta mjög alvarlegt. Nú síðast með þessi strá,“ segir Þórdís Lóa. „Við í Viðreisn komum inn í borgarstjórn og vissum að borgin væri stórt fyrirtæki og örugglega mörg mál sem væru á þannig stað að mætti gera betur. En verkefnin eru stærri en ég átti von á. Ég ætla ekki að setja mig í neinn rannsóknarstól, en það er algjörlega ljóst að þarna er illa farið með fé.“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að meðferð málsins sé skólabókardæmi um fúsk í rekstri borgarinnar. „Auðvitað koma meirihlutar og fara. Málið er búið að vera í gangi núna í um tvö ár. En sá sem er búinn að vera við stýrið er framkvæmdastjórinn, Dagur B. Eggertsson,“ segir Eyþór og bætir því við að borgarstjóri hafi bæði séð athugasemdir Arnar og ákall innkauparáðs til borgarlögmanns. „Það má segja að viðvörunarbjöllur hafi hringt og rauð ljós hafi blikkað. Framkvæmdastjórinn hafi ekki sinnt sínu starfi. Hann hefur kannski verið upptekinn í kosningabaráttu eða einhverju öðru. En hann getur ekki bent á aðra starfsmenn því hann fær þessar fundargerðir,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, segist vera að afla sér gagna um málið. Samkvæmt því sem hún hafi séð hafi málið ekki komið fyrir borgarráð, sem fer með fjármál borgarinnar, fyrr en of seint. „Samkvæmt því sem ég hef séð finnst mér undarlegt að það hafi ekki verið leitað sterkara umboðs kjörinna fulltrúa í meiri- og minnihluta. Ég get ekki séð að það hafi verið gert eins og góðir starfshættir kveða á um,“ segir Dóra Björt en bætir því við að hún geti ekki svarað fyrir grein Arnar. Hún hafi ekki nægar upplýsingar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira