Tekið rúm þrjú ár að afgreiða tillögur innri endurskoðunar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2018 06:30 Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vinnur nú að úttekt vegna braggans við Nauthólsveg 100. Fréttablaðið/Anton Brink Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) skilaði rekstrarúttekt um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) árið 2015. Sem stendur er unnið að annarri úttekt á starfsemi SEA af sama aðila en að þessu sinni vegna framúrkeyrslu við byggingu braggans við Nauthólsveg. Í eldri skýrslunni kemur fram að starfsmenn SEA eigi í „þó nokkrum“ samskiptum við borgarstjóra. Í skýrslunni eru taldar upp þrjátíu ábendingar um það sem betur mætti fara og eru þær jafn misjafnar og þær eru margar. Í kjölfar þess að skýrslunni var skilað var skipaður starfshópur til að fara yfir ábendingarnar og gera tillögur um úrbætur. „Ég er ekki með nákvæma tölu um það hver stór hluti ábendinganna hefur verið afgreiddur. Ég kom inn í hópinn þegar ég tók við á síðasta ári og það eru útistandandi ýmis af þessum verkefnum. Áfangaskýrslu var skilað í sumar og unnið er að því að stilla allt af,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari. Hann tók sæti í hópnum þegar hann tók við sem borgarritari í fyrra. Stefán segir þá vinnu sem eftir er unna í miklu samráði SEA, fjármálaskrifstofu og umhverfis- og skipulagssviðs (USK). Aðspurður segir hann að búið sé að afgreiða um fjórðung til þriðjung þeirra ábendinga sem fram komu í úttekt SEA. Í úttekt IER er meðal annars vikið að stjórnskipulegri stöðu SEA. Skrifstofan heyri undir borgarritara og borgarstjóra. Vikið er að því að engar formlegar verklagsreglur gildi um fyrirkomulag samskipta SEA við áðurnefndu embættin tvö. „Í viðtölum við starfsmenn SEA kom fram að [þáverandi] borgarritari hafi frekar lítil afskipti af SEA, þó einna helst við skrifstofustjóra. Aftur á móti eru starfsmenn SEA í þó nokkrum samskiptum við borgarstjóra í tengslum við verkefni sem þeir vinna að,“ segir í skýrslunni. Þá segir fyrr í skýrslunni að starfsmenn SEA eigi í miklum samskiptum við borgarstjóra, USK, fjármálaskrifstofu, borgarlögmann og fagsvið. Aðspurður um hvort breyting hafi orðið á samskiptum SEA við borgarritara og borgarstjóra segir Stefán að hann þekki ekki nákvæmlega samanburðinn á því þar sem hann tók við í fyrra. „Það er ágætis samvinna milli aðila sem hittast reglulega á fundum. Ég held það sé engin grundvallarbreyting á fyrirkomulaginu og ekkert óeðlilegt við það.“ „Það er ljóst að IER hefur gert margar athugasemdir við SEA og það er líka ljóst að þeim ábendingum hefur ekki verið sinnt nema að hluta. Þessi strúktúr í borginni er greinilega í ólagi, um það er ekki lengur deilt. Að það taki þrjú og hálft ár að fá formleg viðbrögð er alltof langur tími,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ef ekkert hefur breyst varðandi það að borgarstjóri var með afskipti af einstökum verkefnum SEA þá kallar það á spurningar varðandi aðkomu borgarstjóra að þeim verkefnum sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun,“ segir Eyþór. Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) skilaði rekstrarúttekt um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) árið 2015. Sem stendur er unnið að annarri úttekt á starfsemi SEA af sama aðila en að þessu sinni vegna framúrkeyrslu við byggingu braggans við Nauthólsveg. Í eldri skýrslunni kemur fram að starfsmenn SEA eigi í „þó nokkrum“ samskiptum við borgarstjóra. Í skýrslunni eru taldar upp þrjátíu ábendingar um það sem betur mætti fara og eru þær jafn misjafnar og þær eru margar. Í kjölfar þess að skýrslunni var skilað var skipaður starfshópur til að fara yfir ábendingarnar og gera tillögur um úrbætur. „Ég er ekki með nákvæma tölu um það hver stór hluti ábendinganna hefur verið afgreiddur. Ég kom inn í hópinn þegar ég tók við á síðasta ári og það eru útistandandi ýmis af þessum verkefnum. Áfangaskýrslu var skilað í sumar og unnið er að því að stilla allt af,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari. Hann tók sæti í hópnum þegar hann tók við sem borgarritari í fyrra. Stefán segir þá vinnu sem eftir er unna í miklu samráði SEA, fjármálaskrifstofu og umhverfis- og skipulagssviðs (USK). Aðspurður segir hann að búið sé að afgreiða um fjórðung til þriðjung þeirra ábendinga sem fram komu í úttekt SEA. Í úttekt IER er meðal annars vikið að stjórnskipulegri stöðu SEA. Skrifstofan heyri undir borgarritara og borgarstjóra. Vikið er að því að engar formlegar verklagsreglur gildi um fyrirkomulag samskipta SEA við áðurnefndu embættin tvö. „Í viðtölum við starfsmenn SEA kom fram að [þáverandi] borgarritari hafi frekar lítil afskipti af SEA, þó einna helst við skrifstofustjóra. Aftur á móti eru starfsmenn SEA í þó nokkrum samskiptum við borgarstjóra í tengslum við verkefni sem þeir vinna að,“ segir í skýrslunni. Þá segir fyrr í skýrslunni að starfsmenn SEA eigi í miklum samskiptum við borgarstjóra, USK, fjármálaskrifstofu, borgarlögmann og fagsvið. Aðspurður um hvort breyting hafi orðið á samskiptum SEA við borgarritara og borgarstjóra segir Stefán að hann þekki ekki nákvæmlega samanburðinn á því þar sem hann tók við í fyrra. „Það er ágætis samvinna milli aðila sem hittast reglulega á fundum. Ég held það sé engin grundvallarbreyting á fyrirkomulaginu og ekkert óeðlilegt við það.“ „Það er ljóst að IER hefur gert margar athugasemdir við SEA og það er líka ljóst að þeim ábendingum hefur ekki verið sinnt nema að hluta. Þessi strúktúr í borginni er greinilega í ólagi, um það er ekki lengur deilt. Að það taki þrjú og hálft ár að fá formleg viðbrögð er alltof langur tími,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ef ekkert hefur breyst varðandi það að borgarstjóri var með afskipti af einstökum verkefnum SEA þá kallar það á spurningar varðandi aðkomu borgarstjóra að þeim verkefnum sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun,“ segir Eyþór.
Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira