Segir íslenska pólitík með hausinn í sandinum Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2018 13:26 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Fréttablaðið/ERNIR Þorsteinn Víglundsson fyrrum félags- og jafnréttismálaráðherra Viðreisnar og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þingmennirnir tveir ræddu málefni íslensku krónunnar. Þorsteinn Víglundsson sagði íslenska stjórnmálamenn með hausinn ofan í sandinum yfir kostnaði vegna vaxtamunar.Full ástæða til að hafa áhyggjur Ég held það sé full ástæða til að hafa ákveðnar áhyggjur af þróuninni, krónan er búin að veikjast undanfarið ár. Nokkuð meira áberandi í haust, hún hefur tekið út 10% veikingu á skömmum tíma og það sér ekki alveg fyrir endann á þeirri þróun sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði rök þeirra sem vilja halda íslensku krónunni í stuttu máli snúa að aðlögunarhæfni hennar. Geta hennar til að falla þegar þarf á að halda sem hefur gerst á 7-10 ára fresti allt frá fullveldi. Ísland hafi aldrei náð tökum á þessu með sjálfstæðri mynt.Með hausinn í sandinum yfir vaxtamun Á meðan horfum við upp á nágranna okkar, Danmörku, Svíþjóð og Finnland sem hafa með ólíkum hætti fest lag sitt við evruna og hafa náð lægra vaxtarstigi, lægri verðbólgu og lægri kostnaði fyrir almenning og fyrirtæki í landinu heldur en hér á landi. Kostnað krónunnar segir Þorsteinn vera um 200 milljarðar á ári. Það mun vera sú upphæð sem er borguð í þann vaxtamun sem hefur hér að meðaltali verið síðan haftalítil sjálfstæð peningastefna var tekin upp á árunum 1993-1994. Þorsteinn segir enn fremur að ekki sjái fyrir endann á þessum vaxtamun. Á sama tíma hafa Norðurlöndin útrýmt vaxtamun við evru og segist Þorsteinn alltaf jafn hissa yfir því að íslensk pólitík stingi hausnum í sandinn yfir kostnaðinum sem heimili og fyrirtæki bera af þessu og segja að ekkert þurfi að gera í vaxtamuninum.Lilja AlfreðsdóttirEn eru íslenskir stjórnmálamenn með hausinn í sandinum? Alls ekki, segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja segir að einnig ætti að horfa til þess sem er að gerast í alþjóðahagkerfinu. Miklar deilur standi nú yfir milli Evrópusambandsins, framkvæmdastjórnarinnar og Ítalíu. Lilja segir að Ítalía sé nú talinn vera einn stærsti óvissuþátturinn í alþjóðahagkerfinu.„Ítalir eru mjög skuldugir og voru til dæmis að fá höfnun á fjárlagafrumvarpinu sínu. Af hverju er ég að nefna þetta? Vegna þess að það eru mikið af hagfræðingum sem segja að Evran sé ekki sjálfbær.“ „Hún byggir á kenningum Roberts Mondale og þar eru tvö lykilskilyrði.“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Hagsveiflur þurfi að vera ansi líkar „Í fyrsta lagi er sveigjanlegur vinnumarkaður og til þess að hafa sveigjanlegan vinnumarkað verður að hafa eitt tungumál svo að vinnuafl, til að mynda eins og í Bandaríkjunum, fari mjög auðveldlega milli norður og suðurs og suðurs og norðurs“. Með öðrum orðum að hægt sé að leita uppi vinnu þar sem hana er að hafa. „Í öðru lagi þurfa hagsveiflur að vera ansi líkar til þess að vaxtapólitíkin gangi upp. Fram komi í bók hagfræðingsins Ashoka Mody um Evruna að engin ástæða hafi verið fyrir því að evran var sett á.“ „Fyrst og fremst hafi verið um pólitík að ræða milli Pompidou og Willy Brandt og svo hafi Kohl komið inn sem lykil maður og þeir vissu það þetta væri erfitt vegna þess að hagsveiflurnar eru mjög ólíkar milli norðurríkjanna og suðurríkjanna.“ „Tengingin við Ísland er sú að ef menn ætla að kynna hérna annan gjaldmiðil verður að átta sig á að þá er Ísland að ganga inn i Evrópusambandið.“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og Menningarmálaráðherra. Efnahagsmál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson fyrrum félags- og jafnréttismálaráðherra Viðreisnar og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Framsóknar voru gestir Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þingmennirnir tveir ræddu málefni íslensku krónunnar. Þorsteinn Víglundsson sagði íslenska stjórnmálamenn með hausinn ofan í sandinum yfir kostnaði vegna vaxtamunar.Full ástæða til að hafa áhyggjur Ég held það sé full ástæða til að hafa ákveðnar áhyggjur af þróuninni, krónan er búin að veikjast undanfarið ár. Nokkuð meira áberandi í haust, hún hefur tekið út 10% veikingu á skömmum tíma og það sér ekki alveg fyrir endann á þeirri þróun sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði rök þeirra sem vilja halda íslensku krónunni í stuttu máli snúa að aðlögunarhæfni hennar. Geta hennar til að falla þegar þarf á að halda sem hefur gerst á 7-10 ára fresti allt frá fullveldi. Ísland hafi aldrei náð tökum á þessu með sjálfstæðri mynt.Með hausinn í sandinum yfir vaxtamun Á meðan horfum við upp á nágranna okkar, Danmörku, Svíþjóð og Finnland sem hafa með ólíkum hætti fest lag sitt við evruna og hafa náð lægra vaxtarstigi, lægri verðbólgu og lægri kostnaði fyrir almenning og fyrirtæki í landinu heldur en hér á landi. Kostnað krónunnar segir Þorsteinn vera um 200 milljarðar á ári. Það mun vera sú upphæð sem er borguð í þann vaxtamun sem hefur hér að meðaltali verið síðan haftalítil sjálfstæð peningastefna var tekin upp á árunum 1993-1994. Þorsteinn segir enn fremur að ekki sjái fyrir endann á þessum vaxtamun. Á sama tíma hafa Norðurlöndin útrýmt vaxtamun við evru og segist Þorsteinn alltaf jafn hissa yfir því að íslensk pólitík stingi hausnum í sandinn yfir kostnaðinum sem heimili og fyrirtæki bera af þessu og segja að ekkert þurfi að gera í vaxtamuninum.Lilja AlfreðsdóttirEn eru íslenskir stjórnmálamenn með hausinn í sandinum? Alls ekki, segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja segir að einnig ætti að horfa til þess sem er að gerast í alþjóðahagkerfinu. Miklar deilur standi nú yfir milli Evrópusambandsins, framkvæmdastjórnarinnar og Ítalíu. Lilja segir að Ítalía sé nú talinn vera einn stærsti óvissuþátturinn í alþjóðahagkerfinu.„Ítalir eru mjög skuldugir og voru til dæmis að fá höfnun á fjárlagafrumvarpinu sínu. Af hverju er ég að nefna þetta? Vegna þess að það eru mikið af hagfræðingum sem segja að Evran sé ekki sjálfbær.“ „Hún byggir á kenningum Roberts Mondale og þar eru tvö lykilskilyrði.“ segir Lilja Alfreðsdóttir.Hagsveiflur þurfi að vera ansi líkar „Í fyrsta lagi er sveigjanlegur vinnumarkaður og til þess að hafa sveigjanlegan vinnumarkað verður að hafa eitt tungumál svo að vinnuafl, til að mynda eins og í Bandaríkjunum, fari mjög auðveldlega milli norður og suðurs og suðurs og norðurs“. Með öðrum orðum að hægt sé að leita uppi vinnu þar sem hana er að hafa. „Í öðru lagi þurfa hagsveiflur að vera ansi líkar til þess að vaxtapólitíkin gangi upp. Fram komi í bók hagfræðingsins Ashoka Mody um Evruna að engin ástæða hafi verið fyrir því að evran var sett á.“ „Fyrst og fremst hafi verið um pólitík að ræða milli Pompidou og Willy Brandt og svo hafi Kohl komið inn sem lykil maður og þeir vissu það þetta væri erfitt vegna þess að hagsveiflurnar eru mjög ólíkar milli norðurríkjanna og suðurríkjanna.“ „Tengingin við Ísland er sú að ef menn ætla að kynna hérna annan gjaldmiðil verður að átta sig á að þá er Ísland að ganga inn i Evrópusambandið.“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og Menningarmálaráðherra.
Efnahagsmál Sprengisandur Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira